Fréttatíminn - 09.05.2014, Side 12
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
H
Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar
eru almennt hagstæðar, að mati grein-
ingaraðila. Í nýrri efnahagsskýrslu
OECD, sem kom út fyrr í vikunni, spáir
stofnunin 2,7% hagvexti í ár og 3,2% á
næsta ári. Þar kemur enn fremur fram
að hagvöxtur hafi verið umfram vænt-
ingar þar sem aukinn útflutningur og
ferðamannastraumur hafi hjálpað mikið.
OECD gerir ráð fyrir að
atvinnuleysi minnki og
verði komið niður í 4,2% á
næsta ári.
Þarna er talað á svip-
uðum nótum og í Þjóð-
hagsspá Greiningar
Íslandsbanka fyrir árin
2014 til 2016, sem birt var
fyrir síðustu helgi. Sé litið
til komandi ára eru ágætar
horfur í efnahagsmálum
þjóðarinnar og 2014 ár
jafnvægis og ágæts hagvaxtar og hag-
vaxtarhorfur áranna 2015 og 2016 góðar.
Greining Íslandsbanka spáir 3,2% hag-
vexti, það er að segja svipuðum hagvexti
og mældist á síðasta ári, samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.
Hagvöxtur ársins 2013 var raunar meiri
en reiknað hafði verið með, sá mesti frá
árinu 2007 – og auk þess hagvöxtur af
bestu gerð vegna hagstæðra utanríkis-
viðskipta. Staðan í fyrra var ólík því sem
var fyrir hrun þegar hagvöxtur var að
stórum hluta tekinn að láni og gríðar-
legur halli var á utanríkisviðskiptum.
Mikill vöxtur ferðaþjónustunnar var
burðarþáttur í hagvextinum í fyrra – og
þar skipta öruggar flugsamgöngur öllu.
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir
því að hagvöxturinn í ár verði af töluvert
öðrum toga en á síðasta ári. Hann verði
áfram drifinn af vexti í einkaneyslu, fjár-
festingu og útflutningi en þó er gert ráð
fyrir talsvert hraðari vexti í innflutningi
en útflutningi í ár.
Dregið hefur úr slaka í hagkerfinu
sem myndaðist við hrunið 2008. Tölur
um minna atvinnuleysi sýna það meðal
annars en dregið hefur úr því frá það
náði hámarki á árinu 2010. Enn fremur
er reiknað með því að verðbólga verði
undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans
stóran hluta ársins, gengi krónunnar
verði nokkuð stöðugt og að stýrivextir
Seðlabankans verði lækkaðir á næstunni
en haldist síðan óbreyttir út árið. Árið
mun því, segir í spá greiningardeildar-
innar, einkennast af óvenju miklu jafn-
vægi í ýmsum mikilvægum efnahags-
stærðum.
Það þarf hins vegar ekki mikið til
svo kúrsinn skekkist. Ferðaþjónusta
hér á landi hefur eflst og dafnað hér á
landi undanfarin ár – og dró hagvaxtar-
vagninn í fyrra. Það er hins vegar ekki
sjálfgefið að ævintýrið það haldi áfram í
þágu allra, eins og minnst var á í leiðara
Fréttatímans fyrir mánuði. Þá blasti
við verkfall flugvallarstarfsmanna sem
lamað hefði allar flugsamgöngur til og
frá landinu með ómældum skaða. Því
verkfalli var afstýrt á síðustu stundu. Nú
blasir hins vegar við önnur ógn í þessum
mikilvæga atvinnuvegi. Flugmenn Ice-
landair hafa boðað verkfallsaðgerðir og
leggja niður störf í dag, föstudag, milli
klukkan 6 og 18. Þegar þetta er skrifað
stendur það óbreytt. Vegna verkfallsboð-
unarinnar neyddist Icelandair til að fella
niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði
áhrif á um 4500 farþega félagsins þenn-
an eina dag, mest erlenda ferðamann.
Hafi ekki samist verður hið sama uppi á
teningnum 16. og 20. maí og í framhald-
inu verður vinnustöðvun frá 23. maí til
25. maí og síðan 30. maí til 3. júní. Auk
þess mun ótímabundið yfirvinnubann
flugmanna félagsins hefjast í dag.
Þessar aðgerðir setja flugáætlun
þessa burðarfélags íslenskra flugsam-
gangna úr skorðum. Lítill hópur hátt
launaðra manna tekur landið nánast í
gíslingu, sættir sig ekki við launahækk-
un á svipuðum nótum og þorri lands-
manna. Með aðgerðum sínum, hafi af
þeim orðið í morgun, senda flugmenn-
irnir öðrum launþegum kaldar kveðjur
– og þjóðarhagur virðist nokkuð fjarri
þeim.
Á því var vakin athygli í fyrrnefndum
leiðara að fáar starfsgreinar eru við-
kvæmari fyrir verkfallsaðgerðum en
flugþjónustan – og truflun á henni getur
haft miklar afleiðingar fyrir þann mikil-
væga atvinnuveg, ferðaþjónustuna. Það
kann því að vera að bjartsýni greiningar-
aðila á góðum horfum og jafnvægi í ís-
lensku efnahagslífi þessa árs hafi verið
ótímabær, verði ekki lát á endurtekinni
verkfallsógn í ferðagreininni, burðarási
hagvaxtarins.
Hagstæðar horfur í efnahagsmálum en kúrsinn getur skekkst
Endurtekin verkfallsógn
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Vegna verkfallsboðunarinnar neyddist Icelandair til að
fella niður 26 flug. Sú neyðarráðstöfun hafði áhrif á um
4500 farþega félagsins þennan eina dag, mest erlenda
ferðamann.
www.lyfja.is
Lægra verð
í Lyfju
w.lyfja.is
Nanogen
Hárvörur 20%
afsláttur
Gildir út maí
Auka hárvöxt, þykkja og gefa fyllingu.
Trefjar hylja skallabletti.
Aukin vellíðan og meira sjálfsöryggi
með góðri hárumhirðu.
Biotin & Collegen sjampó og næring
Þyngir ekki hárið og hefur þykkjandi áhrif með hjálp Collagen þykknis. Vatnsroð hveiti prótín
hjálpar við að gera hárið þykkara og heilbrigðara. Frábært fyrir þunnt, fíngert og linnt hár.
Ert þú búin að prófa?
Gómsæ og
glútenlaust
253
milljarða
króna greiðir
ríkissjóður
á þessu ári
til stjórn-
málaflokka
sem fengu
að minnsta
einn mann kjörinn á þing eða náðu
að lágmarki 2,5 prósentum atkvæða.
Sjálfstæðisflokkur fær 71,6 milljónir,
Framsóknarflokkur 65,5, Samfylking
34,5, VG 29 milljónir, Björt framtíð 22
og Píratar 13,7 milljónir.
400
milljóna hagnaður varð á rekstri flug-
félagsins Atlanta á síðasta ári.
16
beiðnir um nálgunarbann voru
afgreiddar hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu í fyrra. 12 þeirra voru
samþykktar.
57
milljóna hagnaður varð á rekstri H.F.
Verðbréfa í fyrra.
90
prósent marka norska
úrvalsdeildarliðsins
Viking hafa íslenskir leikmenn skorað.
Fimm Íslendingar leika með liðinu, þar
á meðal fyrirliðinn, Indriði Sigurðsson.
milljónir króna kostar þátttaka Íslands
í Eurovision þetta árið, samkvæmt
áætlun. Það er svipaður kostnaður og
síðustu ár.
Vikan í tölum
30
12 viðhorf Helgin 9.-11. maí 2014