Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Side 14

Fréttatíminn - 09.05.2014, Side 14
É g hef fullan skilning á því að fólk vilji að haldið sé vel utan um upplýsingar um það, hvort sem það eru erfðaupplýsingar eða aðrar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) sem hrinti í vikunni af stað söfnunarátaki lífsýna. Fyrirtækið sendi yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rann- sóknir fyrirtækisins og gerði samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um að ganga í hús og safna lífsýnunum. Björgunarsveitirnar fá tvö þúsund krónur í styrk frá ÍE fyrir hvert lífsýni sem safnað er. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, hefur sett fram spurn- ingar um átakið þar sem hún lýsir áhyggjum af því hvort verið sé að búa til söluvöru og hvort tryggingafélög geti krafist þess að fá þessar upplýs- ingar um fólk. Kári segir fulla ástæðu að vera vakandi yfir fyrir því hvernig farið sé með upplýsingar sem þessar. „Við höfum hins vegar haldið utan um upplýsingar um 120 þúsund Íslendinga í 17 ár og aldrei hefur neitt lekið út af þeim. Við höfum aldrei notað þær í neitt annað en að gera uppgötvanir. Það bendir til þess að við höfum, að minnsta kosti til þessa, burði til þess að halda utan um þessar upplýsingar og vera vakandi yfir þeim. Það er aftur á móti alveg ljóst að það felst smá áhætta í því að taka þátt og menn eiga að hugsa sig vel um áður en þeir gera það,“ segir Kári. Til að réttlæta áhætt- una verði fólk að eiga von á því að eitt- hvað komi út úr rannsóknunum. „Okkar ferill sýnir fram á að við erum tiltölulega flink við þessar rann- sóknir og að höfum staðið okkur býsna vel til þessa. Ég tel að áhættan sé lítil við að vinna með okkur miðað við all- flesta. Í fyrsta lagi erum við með góð kerfi til að halda utan um gögnin og í öðru lagi eru líkurnar á að eitthvað komi út úr þessu góðar. En það er alltaf áhætta þegar viðkemur upplýs- ingum og það er alltaf sú áhætta fyrir hendi að ekkert komi út úr þessu. Það er ekkert öruggt,“ segir hann. Aðspurður segir hann gagnrýni á átakið ekki koma sér á óvart. „Það kemur mér raunverulega ekkert á óvart í þessu sambandi enda hef ég marga fjöruna sopið þegar kemur að þessari vinnu. Auðvitað eiga menn að hafa frelsi til að tjá heimskulegar skoðanir, annars væri þetta leiðinlegt samfélag,“ segir Kári. Siðferðispurningar vegna aðferðafræði Salvör Nordal, forstöðumaður Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands, segir ýmsar siðfræðispurningar vakna við aðferðafræði söfnunarinnar og spurn- ing sé hvort verið sé að setja pressu á fólk með því að gera lífsýnasöfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar. Kári Stefánsson segir þessa hugsun ekki ganga upp. „Verið er að segja að björg- unarsveitirnar hafi svo jákvæða ímynd að það felist í því sálfræðilegur þrýst- ingur að þeir hringi bjöllum og biðji um umslög. Sem sagt, að þetta séu svo góðir menn að þeir búi til þrýsting. Ef þú hugsar þá hugsun til enda þá mættum ekki vinna með neinum nema vondum mönnum, því að góðir menn væru alltaf þrýstingur og sú hugsun held ég að gangi ekki upp. Hlutverk björgunarsveitanna er eingöngu að ná í þessi umslög með skýr fyrirmæli um að tjá sig á engan máta um eðli rann- sóknarinnar eða hafa nein áhrif á þá ákvörðun sem fók tekur,“ segir Kári. Þær rannsóknir sem þegar eru í gangi í Íslenskri erfðagreiningu miðast við að leita að tengslum milli breytanleika í erfðamengi og þáttum í eðli mannsins, svo sem sjúkdómum, að sögn Kára. „Í slíkum rannsóknum eru líkurnar á því að maður finni eitthvað raunverulegt í réttu hlutfalli við fjölda þátttakenda. Eftir því sem við fáum fleiri til að taka þátt, því fleiri upp- götvanir getum við gert, það er ósköp einfalt,“ segir Kári. Að sögn Kára eru þegar í gangi rannsóknir hjá ÍE er varða erfðir og ýmsa sjúkdóma á borð við geðklofa, geðhvarfasýki, kvíða, alkóhólisma og alls konar lyfjafíknir. Einnig hjarta- sjúkdóma, sjúkdóma í liðum og alls konar gigtarsjúkdóma auk alls kyns krabbameins, svo sem krabbameins í lungum, heila, brjóstum, blöðru- hálskirtli og húð. „Við erum einnig að rannsaka einhverfu, athyglisbrest og ofvirkni og erum reyna að nota erfða- fræðina til að reyna að finna út hvernig heilinn virkar, hvernig mannskepnan hugsar. Við erum þannig að rannsaka alls konar hluti, bæði í eðli líffæra sem virka vel og líffæra sem virka illa,“ segir Kári. Leiðandi í heiminum Með söfnuninni sé fyrirtækið að reyna að sækja sér meiri styrk til að ljúka hvers kyns rannsóknum sem það hefur unnið að í fjölda ára. „Það er sjálfsagt að geta þess að á þeim 17 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi erum við búin að birta um 400 vísindagreinar til að lýsa þeim uppgötvunum sem við höfum þegar gert. Á flestum sviðum þessarar mannerfðafræði höfum við leitt heiminn og erum að vonast til að þessi herferð verði til þess að við getum áfram verið leiðandi á þessu sviði í nokkur ár í viðbót,“ segir Kári. Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fagnar umræðunni um söfnunina. „Umræðan er mikilvæg í máli sem þessu. Ég hef ítrekað að fólk verður að taka sinn tíma til að gera það upp við sig hvort það vill taka þátt. Ef það er ekki tilbúið þegar við komum að sækja sýnin setur það þau í póst síðar ef það vill taka þátt, eða segir einfald- lega nei. Það er sjálfsagt að segja nei – það má alls ekki líta á þátttöku okkar sem þrýsting á að taka þátt. Við tökum enga afstöðu til þess hvort fólk eigi að gera það eða ekki,“ segir Hörður. Hann bendir á að björgunarsveitar- fólk sé alvant í fjáröflun og fólk segi oft nei við það. „Það er allt í lagi ef fólk segir nei við okkur,“ segir Hörður. Hann bendir á að Landsbjörg sé ein stærstu sjálfboðaliðasamtök þjóðar- innar og óvíst sé að nokkur annar aðili hefði bolmagn til að fara í svona stóra aðgerð sem felst í því að ganga á nokkrum dögum í flest hús á Íslandi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir gagnrýni á átakið ekki koma sér á óvart. „Það kemur mér raunverulega ekkert á óvart í þessu sambandi enda hef ég marga fjöruna sopið þegar kemur að þessari vinnu. Auðvitað eiga menn að hafa frelsi til að tjá heimskulegar skoðanir, annars væri þetta leiðinlegt samfélag,“ segir hann. Það er ekkert öruggt Kári Stefánsson segir að ávallt sé ákveðin áhætta fólgin í því að veita persónuupp- lýsingar um sjálfan sig. Til að réttlæta áhættuna verði fólk að eiga von á því að eitt- hvað komi út úr rannsókn- unum. Íslensk erfðagreining hafi sýnt að fyrirtækið haldi vel utan um gögn og að líkur séu á að eitt- hvað komi út úr rannsóknum fyrirtækisins. 14 fréttaskýring Helgin 9.-11. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.