Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Side 22

Fréttatíminn - 09.05.2014, Side 22
H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Stelpurnar klárar fyrir sumarið Pepsideild kvenna í knattspyrnu hefst í næstu viku. Spenna er í loftinu enda vilja mörg lið velgja Íslandsmeisturum Stjörnunnar undir uggum. Fréttatíminn tók púlsinn á fimm leikmönnum sem eiga eftir að verða áberandi í deildinni í sumar. Ljósmyndir/Hari og Hilmar Þór Nafn: Dóra María Lárusdóttir. Lið: Valur. Staða: Miðjumaður. Aldur: 28 ára. Hæð: 1,69. Leikir/mörk: 208/102. Markmið fyrir sumarið: Vera í titil- baráttu. Fyrirmynd í boltanum: Iniesta. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Ég reikna með að mótið verði jafn- ara en í fyrra og fleiri lið sem koma til greina en ætli flestir tippi ekki á Stjörnuna. Hver verður markahæst? Elín Metta Jensen. Nafn: Rakel Hönnudóttir. Lið: Breiðablik. Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður. Aldur: 25 ára. Hæð: 1,68. Leikir/mörk: 171/144. Markmið fyrir sumarið: Maður er alltaf með einhverjar hugmyndir í kollinum en ég vil ekki láta of mikið uppi. Ég ætla alla vega að halda mér í lands- liðinu og koma mér í byrjunarliðið. Fyrirmynd í boltanum: Ég horfi eigin- lega aldrei á fótbolta. En þegar ég var lítil var Michael Owen í uppáhaldi. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Nú, Breiðablik. Hver verður markahæst? Ég hef trú á því að Telma Hjaltalín í Breiðabliki verði mjög ofarlega á þeim lista. Thelma, Harpa og Elín Metta í Val munu berjast um þetta. Nafn: Dagný Brynjarsdóttir. Lið: Selfoss. Staða: Miðjumaður. Aldur: 22 ára. Hæð: 1,80. Leikir/mörk: 108/33. Markmið fyrir sumarið: Við stefnum á þrjú stig í hverjum leik. Fyrirmynd í boltanum: Cristiano Ronaldo og Abby Wambach. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Stjarnan er sigurstrangleg en ég held þó að deildin í ár verði jafnari en í fyrra. Hver verður markahæst? Harpa hefur verið að skora mikið bæði fyrir Stjörnuna og landsliðið. Ég held að Gumma verði einnig á skotskónum fyrir Selfoss í sumar, svo ég spái keppni á milli þeirra tveggja. Nafn: Harpa Þorsteinsdóttir. Lið: Stjarnan. Staða: Framherji. Aldur: 27 ára. Hæð: 1,71. Leikir/mörk: 204/122. Markmið fyrir sumarið: Verja titil. Fyrirmynd í boltanum: Katrín Jónsdóttir. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Stjarnan. Hver verður markahæst? Ásgerður Stefanía verður öflug á punktinum. Nafn: Mist Edvardsdóttir. Lið: Valur Staða: Varnarmaður. Aldur: 23 ára. Hæð: 1,76. Leikir/mörk: 105/20. Markmið fyrir sumarið: Skila titli á Hlíðarenda. Fyrirmynd í boltanum: Laufey Ólafs- dóttir. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Ómögulegt að segja, toppbaráttan verður hnífjöfn í ár. Hver verður markahæst? Elín Metta Jensen. 22 fótbolti Helgin 9.-11. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.