Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Qupperneq 27

Fréttatíminn - 09.05.2014, Qupperneq 27
í viku. Það segir mér að ég sé í góðu jafnvægi ef ég er að bjóða fólki í mat. Mér finnst ég vera í hugleiðslu þegar ég er að skera og finnst gaman að vera með puttana í deiginu, hræra í sósunni og þjóna fólki þegar það situr hér og láta því líða vel. Þetta snýst líka um að halda fjölskyldunni saman og ég býð hingað mömmu og bræðrum mínum. Maður tengist fólkinu sínu betur með því að borða saman. Þetta á ekki að vera nein veisla. Ég vil bara elda mat og fá fólk til mín. Fólk er að missa svo mikið tengslin hvert við annað. Fólk er bara heima í tölvunni og samskiptin eru í gegn um tölvu. Mér finnst mikil eðlilegra að vera með fólki og tengjast því þannig.“ Heilluð af gömlum körlum Eftir að Elsa lauk grunnskóla- prófi ákvað hún að læra hús- gagnasmíði þar sem henni líkar best að vinna með höndunum. „Mig langaði að verða smiður en svo áttaði ég mig á því að það yrði erfitt að opna verkstæði þeg- ar það fór sífellt meira að vera gert í vélum. Eftir að ég kláraði húsgagnasmíðina fór ég að læra tækniteiknun. Ég vann í tíu ár hér heima hjá verkfræðistofum en fór svo til Bandaríkjanna þar sem ég vann við að gera upp gömul hús. Þetta var svona eins og að starfa hjá húsafriðunar- nefnd. Ég er svo hrifin af öllu gömlu. Sérstaklega gömlum körlum.“ Ég stoppa Elsu af: Gömlum körlum? „Já, bara gömlu fólki en ég er sérstaklega hrifin af göml- um körlum. Ég get ekki hætt að stara á þá. Ég horfi líka mikið á hendur á gömlu fólki. Mér finnst grátt hár ofsalega fallegt og hrukkurnar sýna að fólk er búið að lifa og sjóast. Ég horfi á gamla karla og ég hef gengið upp að gömlum mönnum og gefið þeim koss á kinnina. Það gleður alltaf gamla karla þegar sæt kona með stór brjóst gefur þeim koss á kinnina.“ Hún segir viðbrögðin alltaf hafa verið góð. „Karlmenn hafa ekki kvartað yfir því að ég kyssi þá.“ Elsa segir að það hefði hentað henni betur að vera til hér á árum áður því henni finnst gamli tíminn heillandi. „Margt í gamla daga finnst mér svo mikið rétt- ara en í dag. Fólk var kurteisara, fólk talaði saman og var ekki allt- af með hausinn á kafi í tölvunni. Ég veit að jafnrétti kynjanna er ekki nógu mikið á Ítalíu og á Spáni en það heillar mig hvernig mannlífið er þar, fólk er bara úti á götu að prjóna og spjalla. Það er miklu meiri nánd.“ Úr mötuneyti í borgarstjórn Eftir að Elsa kom frá Bandaríkj- unum fannst henni áherslurnar hér heima vera helst á dýrar eldhúsinnréttingar og viðlíka íburð, ákvað að hætta að starfa sem tækniteiknari og réð sig sem kokk á auglýsingastofunni EnnEmm. „Það var rosalega fínt og gaman. Þar kynntist ég Jóni Gnarr en ég hafði þekkt konuna hans í mörg ár. Þegar hann fékk þessa dillu að stofna Besta flokk- inn hringdi hann í mig og spurði hvort ég vildi vera með. Ég bað hann um að gefa mér hálftíma en hringdi í hann aftur eftir fjórar mínútur og sagðist vera með. Ég tímdi ekki að segja nei en vissi í raun ekkert hvað hann var að biðja mig um. Frá því ég var barn hef ég hatað pólitík og hef alltaf tengt hana við jakkafata- klætt fólk að rífast. Jón vildi fyrst setja mig í ann- að sæti en ég bað hann að færa mig neðar og ég endaði í fjórða sæti. Ég pældi ekki mikið meira í þessu og fór með manninum mínum til Bandaríkjanna þar sem hann var að fara í rannsókn- arleyfi. Þau höfðu svo samband frá Besta flokknum og sögðu að ég þyrfti að koma aftur, og útskýrðu fyrir mér hvernig þetta virkaði allt saman, hvað væru margir í borgarstjórn og svona. Ég held að ég hafi bara sagt já því mér finnst Jón svo skemmti- legur. Þetta byrjaði allt sem mikill gjörningur en ég sé ekki eftir að hafa slegið til.“ Elsa hefur síðan tekið sæti í borgarráði, forsætisnefnd, um- hverfis- og skipulagsráði og er nú forseti borgarstjórnar. „Ég held að allir hafi gott af því að taka þátt í stjórnmálum. Maður fær aðra sýn á lífið og lærir svo mikið um samfélagið og hvernig það virkar.“ Besti flokkurinn verður lagður niður í lok kjörtímabilsins og en þeir sem voru í flokknum og bjóða sig aftur fram í borgar- stjórnarkosningunum gera það undir merkjum Bjartrar fram- tíðar. „Helmingurinn af þeim sem eru í framboði er úr Besta flokknum og helmingurinn er nýtt fólk. Mér finnst nauðsynlegt að fá inn nýtt fólk, fólk eins og ég var þegar ég kom ný inn og spurði alls konar spurninga því ég vissi ekki hvernig þetta virk- aði. Ég tímdi ekki að segja nei við því að taka þátt á öðru kjör- tímabili en ég veit auðvitað ekki hvort ég verð kosin,“ segir Elsa en hún er í öðru sæti listans. „Ég held að það sé ekki hollt fyrir fólk að vera meira en tvö kjör- tímabil. Ég hef verið húsgagna- smiður og kokkur og stjórnmála- maður en kannski langar mig seinna að opna dekkjaverkstæði eða fiskmarkað. Það er allavega ekki fyrir mig að vera alltaf að gera það sama. Ég hef unnið mikið í skipu- lagsmálum borgarinnar og það er það sem heillar mig mest. Skipulagsmálin eru mjög flókin. Mér finnst mikilvægt að gera Reykjavík að mannlegri borg og lyfta öðrum samgöngumátum en einkabílnum. Við eigum heldur ekki að vera að byggja þessa risastóru turna sem mér finnst ógeðslega ljótir. Lítil fiski- mannaeyja á ekki að hafa svona turna. Mér finnst að við eigum að leggja áherslu á að fólki geti liðið þannig þegar það labbar um bæinn að borgin knúsi þig og að þú sért knúsaður af umhverfinu. Þannig á borg að vera. Ég held að það sé gott fyrir fólk sem er í stjórnmálum að hafa prófað ýmislegt. Ég hef verið herbergis- þerna, þrifið klósett, verið á sjó, rekið veitingastað. Ég hef ekki verið lögfræðingur og ég hef ekki verið læknir og ég held að það hjálpi til að ég hef ekki verið í skóla að lesa bækur árum sam- an. En nú veit ég ekki hvað ég tek mér fyrir hendur næst. Það kemur í ljós eftir kosningar.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég hef verið með skotleyfi í um fimm ár og finnst rosalega gaman að bera fram mat sem ég hef verið í marga daga, köld og sveitt, að ná í. Elsa segir föðurömmu sína hafa verið afar sterkan karakter en amman ferð- aðist um Bandaríkin með Hells Angels, drakk ótæpilega af viskíi og spilaði póker. Ljósmynd/Hari viðtal 27 Helgin 9.-11. maí 2014 20–50 % Afsláttur Við erum ekki Að hættA 552-8222 / 867-5117 {Skápar} {Skenkir} {Myndir} {Styttur} {Postulín} {Silfur} {Stólar} {Borð} 30 – 50 % AF húsgögnum 50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum rýmingArsAlA VegnA PlássleYsis út mAÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.