Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 34

Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 34
Snittur Brauðtertur Veisluþjónusta að hætti Jóa Fel –allt fyrir útskriftina! tertur Fylltar SúkkulaðiSkálar sími: 588 8998 B arbie-dópið inniheldur Melanot-an II sem er hormón sem veldur því að húðin verður dökkbrún. Efnið er selt í vökvaformi og er sprautað í líkamann. Árangurinn lætur ekki á sér standa því eftir nokkurra daga notkun byrjar húðin að dökkna án þess að komast í nokkra snertingu við sólarljós. Hormónið, sem var þróað í Háskólanum í Arizona á níunda áratugnum, er ólöglegt í öllum löndum Evrópusambandsins og í Bandaríkjunum en fæst ólöglega á er- lendum vefsíðum og á svörtum markaði. Efnið hefur ekki bara áhrif á húðlit því það mun líka hafa örvandi áhrif á kynhvöt og minnka matarlyst. Á heimasíðum sem selja Barbie-dópið er það sagt hafa þau áhrif á konur að þær verði „mjóar, graðar og brúnar“. Efnið er líka þekkt fyrir að valda karlmönnum risvandamálum, í þeim skilningi að þeim rísi hold í tíð og ótíma. Aðrar aukaverkanir Barbie-dóps- ins eru hár blóðþrýstingur, ógleði og upp- köst, kláði, svimi og þreyta en þar að auki geta myndast dökkir flekkir á húðinni sem fara ekki eftir notkun. Læknar vara við alvarlegri aukaverkunum, sem ekki hafa verið staðfestar sökum skorts á rannsóknum, eins og frumubreytingum sem leiða til krabbameins. Tengist oft neyslu annara ólöglegra efna Heilbrigðiseftirlit flestra Norðurlandanna hafa varað við notkun Melatonans II. Í fyrsta lagi því lítið er vitað um áhrif notkunar þess á líkamann þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á langtím- anotkun. Í öðru lagi vegna þess að efnið er selt ólöglega og getur því verið lífs- hættulegt þar sem engin leið er að vita hvort innhaldslýsingar séu réttar. Þar að auki fylgir notkun þess mikil smithætta ef fók deilir nálum. Þrátt fyrir að vera ólöglegt og skaðlegt heilsu neytenda, er efnið eftirsótt og virð- ist vera sérstaklega vinsælt í Noregi og Svíþjóð, þar sem það hefur verið mikið til umfjöllunar. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum apótekara í Noregi frá árinu 2010 kemur fram að 10.000 sprautur voru seldar til norskra notenda Melatonan II árið 2009. Erfitt er að meta hverjir eru helstu notendur efnisins þar sem það er ólöglegt en helsti markaðshópurinn er talinn vera konur á aldrinum 20-35 ára og vaxtar- ræktarfólk, en efnið er mikið til selt af síðum sem selja bætiefni. Notendahópur- inn tengist þar að auki oft undirheim- unum þar sem önnur ólögleg efni eru til sölu og virðist Barbie-dópið tengjast ólöglegri steranotkun. Hvorki lögreglan né lyfjaeftirlitið kannast við Barbie-dópið en samkvæmt heimildum Fréttatímans er efnið í umferð á Íslandi og tengist þá helst neyslu annara ólöglegra efna. Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is „Barbie-dóp“ í umferð á Íslandi Melanotan II, eða Barbie-dóp eins og það er kallað á götunni, er ólöglegt lyf sem er til þess gert að verða sólbrúnn án sólar. Lyfinu er sprautað í líkamann og á, auk þess að dekkja húðlit, að grenna og auka kynhvöt notenda. Þrátt fyrir að notkun Barbie-dópsins geti fylgt miklar aukaverkanir og notkun þess sé talin valda krabbameini, virðist ekkert lát vera á notkun þess innan ákveðins neytendahóps. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er efnið í umferð á Íslandi. Barbie-dópinu er sprautað í líkamann og veldur því að húðin dökknar. Því lengur sem efninu er sprautað í líkamann því dekkri verður húðin en þar að auki á efnið að gera fólk „grannt og gratt“. Þrátt fyrir að vera ólöglegt og skaðlegt heilsu neyt- enda, er efnið eftirsótt og virðist vera sérstaklega vinsælt í Noregi og Svíþjóð, þar sem það hefur verið mikið til um- fjöllunar. 34 fréttaskýring Helgin 9.-11. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.