Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 52
52 matur & vín Helgin 9.-11. maí 2014
vín vikunnar
Giacondi Cabernet
rautt
Gerð: Rauðvín.
Þrúga: Cabernet.
Uppruni: Ítalía.
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúðunum: 5.799kr. (3 l)
Umsögn: Það er hægt að gera góð kaup í kassavínum og þau
eru upplögð í grillveislur og ferðalögin. Þetta ítalska cabernet er
kannski besta kassavínið á markaðinum en það er helvíti erfitt
að vera ósáttur við verðið. Vínið er létt miðað við cabernet en
hefur ágætis tannín og er fínt til síns brúks.
Þægilegt helgarvín
Nú þegar þú ert væntanlega farin/n að hjóla til og frá vinnu geturðu leyft þér nokkrar auka
kaloríur um helgar. Og þá eigum við ekki bara við E. Finnsson mæjónessósuna á hamborgar-
ann heldur líka einn auka bjór eða léttvínsglas. Þar sem sólin ákvað loksins
að miskunna sig yfir okkur í vikunni leitar hugurinn til sólríkra staða sunnar á
kringlunni við leit að góðu helgarvíni. Eitt af því sem
Ameríkönum hefur tekist vel í víngerð er að halda
gæðastaðlinum uppi í fjöldaframleiddum vínum. Eitt
aðalsmerki víngerðarmanna í Kalíforníu hefur verið
Zinfandel-þrúgan. Hún hentar vel á sólríkum stöðum
enda hjálpar sólin henni að ná háu sykurmagni sem
þýðir að yfirleitt er þessi víntegund alkóhólrík. Þessi
Zinfandel frá Turning Leaf fer ekki alla leið heldur er miðlungs, létt kryddaður en
heldur dökku bragði þrúgunnar ágætlega. Rautt Zinfandel er best með einhvers
konar kjötmeti, helst grilluðu. Það hentar jafnframt ágætlega með krydduðum
fiskisúpum eins og þeirri sem er neðst á síðunni.Turning Leaf Zinfandel
Gerð: Rauðvín.
Þrúga: Zinfandel.
Uppruni: Bandaríkin, 2012.
Styrkleiki: 13.5%
Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml)
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Fréttatíminn mælir með
Uppskrift vikunnar
Himnesk tælensk fiskisúpa
Jónína Ósk Lárusdóttir heldur
úti matarbloggi á Heimilis-
matur.com. Þar er meðal ann-
ars að finna þessa girnilegu
tælensku fiskisúpu. „Þessi
súpa er í miklu uppáhaldi hjá
okkur. Bragðið er himneskt.
Einnig er þetta sniðugur
grunnur í t.d. kjúklingasúpu,
þá væri tilvalið að bæta við
sítrónugrasi og jafnvel smá
grænu curry paste saman
við. Meðlætið hjá okkur var
gott brauð ásamt hvítlauks-
olíu og balsamic-olíublöndu,“
segir Jónína Ósk.
Hráefni
40 g ferskt kóríander eða
steinselja. Ég nota bæði.
2-3 rauð chili.
4-6 hvítlauksgeirar.
5 cm engiferrót.
1 tsk kóríanderfræ (má
sleppa).
3 msk sesamolía eða ólífuolía.
2 x 400 g dósir kókosmjólk.
5-6 dl vatn, meira ef þið viljið
þynna súpuna.
1 tsk fiskikraftur (ten).
1/2 dl fiskisósa (thai fish
sauce).
400 g fiskur, lax, skötuselur,
lúða, silungur, þorskur eða
annar fiskur sem er fastur
í sér.
1 poki soðnar risarækjur.
150 g sykurbaunir, skornar
í tvennt og settar heilar út í
áður en súpan er borin fram.
(Það má alveg sleppa þeim).
3 vorlaukar, fínt sneiddir.
Einnig væri hægt að nota
frosna sjávarréttablöndu.
Aðferð
Takið frá örlítið af fersku kórí-
ander til að skreyta súpuna.
Maukið ferskt kóríander, chili-
aldin, hvítlauk, engiferrót
og kóríanderfræ saman í
matvinnsluvél. Hitið olíu í
rúmgóðum potti og steikið
kryddmaukið í 1-2 mínútur.
Bætið kókosmjólk, vatni og
fiskikrafti út í og látið sjóða
við vægan hita í 10 mínútur.
Bætið fiskisósu saman við
ásamt fiski og látið sjóða í 1-2
mínútur í viðbót. Setjið baunir
og vorlauk og auka kóríander
ofan á í lokin til skrauts.
Best er að brúna vorlaukinn
og sykurbaunir í potti áður.
Balsamic blanda
½ bolli olía.
¼ bolli balsamik edik.
2 msk sykur.
2 msk sojasósa.
smátt saxað chilli.
Sjóðið saman í u.þ.b. 1
mínútu, kælið og hrærið í á
meðan blandan kólnar.
Mér finnst mjög gott að eiga
þessa blöndu í flösku inni í
ísskáp. Ég nota þetta mjög
mikið.
Gott nýtt brauð, hvítlauksolía
til að dýfa brauðinu ofan í og
balsamic-blanda. Prófaðu þetta Pinot Grigio-
hvítvín frá Italia með súpunni.
Petit Bourgeois Sauvignon
Blanc
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Sauvignon Blanc.
Uppruni: Frakkland, 2012.
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 2.699 kr.
(750 ml)
Umsögn: Þessi
franski Sauvignon
Blanc er til reynslu
í Vínbúðunum um
þessar mundir.
Ef þú átt leið í
Kolaportið um
helgina skaltu
pikka upp
smokkfisk,
skerðu hann
í hringi og
grillaðu. Þetta
vín mun ekki
klikkað með.
Vina Maipo Vitral Reserva
Sauvignon Blanc
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Sauvignon Blanc.
Uppruni: Chile, 2012.
Styrkleiki: 13%
Verð í Vínbúð-
unum: 1.899 kr.
(750 ml)
Umsögn: Þetta
vín hefur allt sem
góðan Sauvig-
non Blanc
þarf að prýða,
sýruríkt, sítrus
og frískandi.
Þú skalt vona
að þetta verði
á boðstólum
í næstu stúd-
entsveislu.
Kemur næst
út 16. maí
liggur einnig frammi
á heilbrigðisstofnunum.
Líftíminn er prentaður
í 87 þúsund eintökum
og dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og á Akureyri.
Líftíminn fylgir
Fréttatímanum
og má nálgast
blaðið um land allt.
Heilbrigðismál í brennidepli
Nánari upplýsingar gefur Gígja Þórðardóttir | gigja@frettatiminn.is | 531 3312
Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is
Vönduð vinna
Stofnað 1952
Mikið úrval af
fylgihlutum
Steinsmiðjan Mosaik
Legsteinar