Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 58

Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 58
58 heilsa Helgin 9.-11. maí 2014  GönGuleiðir í náGrenni reykjavíkur Kreditkort er útgefandi American Express á Íslandi. American Express® er skrásett vörumerki American Express. Kynntu þér kostina á kreditkort.is Heilsa ehf Bæjarflöt 1, 112 Rvk www.gulimidinn.is HUGSAÐU UM HEILSUNA Í yfir tuttugu og fimm ár, var einn miði, nú kynnum við hann, með nýju sniði. 37 TEGUNDIR VÍTAMÍNA OG FÆÐUBÓTAREFNA Þ etta eru allt tiltölulega þægi-legar leiðir og flestir eiga að geta gengið þær,“ segir Ein- ar Skúlason sem var að senda frá sér bókina „Átta gönguleiðir í ná- grenni Reykjavíkur.“ Meðal þeirra leiða sem þar er fjallað um eru Síldarmannagötur, Leggjabrjótur og Svínaskarðsleið. Einar stofnaði gönguhópinn „Vesen og vergang- ur“ fyrir hálfu þriðja ári og hefur leitt félaga úr hópnum um allar þær slóðir sem lýst er í bókinni og fleiri til. „Í síðustu viku fórum við Kattar- tjarnarleið. Við gengum hana sextíu saman þannig að fyrst það er styst síðan ég fór í hana þá er hún uppá- halds leiðin mín úr bókinni.“ Amma sá huldufólk Einar fékk göngubakteríuna strax sem barn þegar hann heimsótti ömmu sína og afa í Hvalfjörðinn og er bókin raunar tileinkuð Huldu Tileinkaði ömmu sinni göngubókina Einar Skúlason fékk göngubakteríuna frá ömmu sinni sem byrjaði að fara með hann í gönguferðir þegar hann var um fimm ára gamall. Amma hans sagði honum sögur í göngunum og þegar Einar stofnaði gönguhóp síðar meir fór hann sjálfur að segja sögur af mannlífi og staðháttum á árum áður. Einar var að gefa út bók þar sem lýst er átta gönguleiðum í nágrenni Reykjavíkur og eru allar leiðirnar flestum færar. ömmu hans. „Ég var um fimm ára gamall þegar við byrjuðum að fara saman í göngutúra og hún fór að segja mér sögur og sýna mér ýmis- legt í náttúrunni. Ég man að hún kallaði eiginlega alla litaða steina jaspis en þegar ég fór í jarðfræði í menntaskóla komst ég að því að þetta var ekki allt saman jaspis. Amma einfaldaði þetta aðeins. Hún talaði líka mikið um huldufólk sem hún sá á ferðum okkar. Hún sá mun meira en ég og auðvitað trúði ég öllu sem hún sagði.“ Einar segist hafa sóst mikið eftir því að vera hjá ömmu sinni og afa og var samband þeirra mjög náið. Amma hans lést í desember fyrir hálfu öðru ári en Einar segir hana hafa verið hjá sér í anda þegar hann skrifaði bókina og þegar hann fer í gönguferðir, líka áður en hún dó. „Þetta er svo tengt henni hjá mér. Ég labbaði Jakobsstíg- inn á Spáni í september, þremur mánuðum áður en hún dó. Ég hafði áhyggjur af því að kannski myndi ég ekki hitta hana aftur en sagði ekkert við hana áður. Þegar ég hitti hana í síðasta skipti fyrir ferðina sagði hún við mig: „Einar minn, ekki hafa þessar áhyggjur. Ég er ekkert að fara. Ég ætla að bíða eftir þér.“ Og hún gerði það. Þegar maður gengur Jakobsveginn er þar risastór varða sem maður leggur í stein frá heimalandinu og losar sig við eitthvað úr lífi sínu. Ég tók stein fyrir ömmu og setti í vörðuna en ég veit ekki hvað hún var að losa sig við. Maður spyr ekki um svoleiðis.“ Sameinast í rútuferðir Leiðirnar átta sem eru í bókinni hans Einars eru allar þannig að hækkun er ekki mikil og lítið um torfærur á leiðinni, auk þess sem þær eru nálægt byggð. „Þetta eru allt ferðir sem hægt er að fara í að morgni af höfuðborgarsvæðinu og koma til baka að kvöldi.“ Upphafs- staður er þó aldrei sá sami og loka- staður og því þarf fólk að bjarga sér til að sækja bíla. Einar bendir á að hægt sé að semja við einhverja um að skutla sér og sækja, eða ef um lítinn hóp er að ræða skilja margir bíl eftir á lokastað og keyra síðan á upphafsstað. „Skemmtilegast af öllu er samt að safna hóp sem er nógu stór til að panta rútu. Þá eru engar áhyggjur og hægt að skilja eftir auka skó í rútunni,“ en Einar segir að það þurfi líklega ekki fleiri en 25 manns til að rútuverðið sé við- ráðanlegt. „Ég stofnaði göngu- klúbbinn „Vesen og vergangur“ á sínum tíma einmitt til að það væri hægt að panta rútu. Upphaf- legur tilgangur klúbbsins var að losna við þetta vesen og sleppa við að lenda á vergangi,“ segir Einar en klúbburinn er öllum opinn og hægt að nálgast upplýsingar um hann á Facebook. Eini kostnaður- inn er við rútuferðirnar. Einar er mikill sögumaður eins og amma hans og þegar hann Einar Skúlason er mikill sögumaður og lætur sögur af gönguslóðum fylgja með í bókinni. Ljósmynd/Hari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.