Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 70
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/M
SA
6
82
19
0
3/
14
Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu á Ísbúa árið 1989.
Fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku,
bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið
bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu
í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti
og er virkilega skemmtilegur eftir matinn.
ÍSBÚI
HERRALEGUR
www.odalsostar.is
Gnoðavogi 44 - S:588 8686
Opið:
Mán. - föst. 10 - 18:15
laugardag 11-15
EUROVISIONTILBOÐ
STÓR HUMAR aðeins 7900 kr/kg
LAXASTEIKUR Á GRILLIÐ
ÞORSKHNAKKAR aðeins 1990 kr/kg
SKÖTUSELUR
RISARÆKJUR Í
HVÍTLAUK Tilboðið gildir
föstudag og laugardag
Færri komust að en vildu á fyrri
tónleika Þuríðar Sigurðardóttur
og félaga í Salnum í Kópavogi 22.
mars síðastliðinn. Ákveðið hef-
ur verið að halda aukatónleika
fimmtudaginn 15. maí næstkom-
andi, þar sem tvær kynslóðir tón-
listarmanna töfra fram gamal-
kunna tóna með nýjum áherslum.
Þuríður Sigurðardóttir söng ótal
dægurlög inn á hljómplötur á
árum áður sem lifað hafa með
tónlistarunnendum þrátt fyrir að
plöturnar hafi verið ófáanlegar
um árabil og lítið sem ekkert efni
endurútgefið.
Ungir og efnilegir tónlistar-
menn fara yfir feril Þuríðar og
velja með henni lögin. Saman
munu þau rifja upp takta og tóna
sem ómuðu á dansleikjum í Lídó,
á Röðli og Hótel Sögu. Sérstakur
gestur verður söngvarinn Ósk-
ar Pétursson. Aðrir gestir Þur-
íðar eru Ómar Ragnarsson og
Sigurður Pálmason. Hljómsveit-
ina skipa: Steingrímur Teague
hljómborð, Andri Ólafsson bassi,
Óskar Þormarsson trommur og
Andrés Þór Gunnlaugsson gítar.
S ýning á nýjum málverkum Ragnars Þórissonar verður opnuð í Tveimur hröfnum list-
húsi í dag, föstudag, klukkan 17.
Ragnar er fæddur árið 1977 og
lauk námi frá LHÍ árið 2010. Hann
þykir einn eftirtektarverðasti málar-
inn af yngri kynslóðinni í dag. Hann
byrjaði feril sinn í abstrakt-málverki
en fór brátt að einbeita sér að mynd-
um sem sýna manneskjuna í ýms-
um tilbrigðum. Um nýjustu verk sín
hefur Ragnar sagt að í þeim gæti lík-
lega áhrifa frá kúbisma og íkonum.
Ragnar hélt fyrstu einkasýningu
sína í Gallerí Ágúst árið 2012 og
aðra einkasýningu í Kling & Bang
í fyrra. Þetta er því þriðja einkasýn-
ing hans.
Opnunin stendur frá klukkan 17
til 19 og eru allir velkomnir. Sýning-
in stendur til 31. maí. Tveir hrafnar
eru til húsa að Baldursgötu 12.
Tónleikar Þuríðar
endurteknir í Salnum
Þuríður og Óskar) Þuríður
og Óskar syngja saman í
Salnum.
MyndliSt Þriðja einkaSýning ragnarS ÞóriSSonar
Ragnar sýnir í
Tveimur hröfnum
Ragnar Þórisson hefur vakið athygli í listaheiminum fyrir verk sín. Sýning á nýjum málverkum hans verður opnuð í Tveimur hröfnum listhúsi í dag, föstudag.
70 menning Helgin 9.-11. maí 2014