Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 76
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Hafsteinn Pálsson
Bakhliðin
Hrósið...
fær Heiðar Örn Kristjánsson pollapönkari
sem lætur það ekki trufla þátttöku sína í
Eurovision að hafa farið úr kjálkalið í fagnaðar-
látunum þegar Íslands komst upp úr undan-
keppninni.
Forfallinn
hestamaður
Aldur: 49 ára.
Maki: Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir.
Börn: Kristín Telma, Andrea Urður og
Páll Viðar.
Menntun: Atvinnuflugmaður og
stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík.
Starf: Flugstjóri hjá Icelandair og for-
maður FÍA
Fyrri störf: Byrjaði 22 ára að fljúga en
vann í byggingarvinnu með náminu.
Áhugamál: Flug, hestamennska og
fjölskyldan. Og félagsmál.
Stjörnumerki: Ljón.
Stjörnuspá: Þú þarft að gæta þess að
leita stöðugt uppi nýja hluti, því stöðn-
unin á illa við þig og dregur úr þér allan
mátt. Ef þú hugsar um að gera eitthvað
skaltu framkvæma það þegar í stað.
Mér fannst hann vera óþolandi „besservisser“ þegar við kynntumst
í flugnáminu,“ segir Hjörleifur
Jóhannesson, flugstjóri hjá Ice-
landair og góðvinur Hafsteins.
„Þar var mikil samkeppni en
við komumst fljótt að því að við
áttum margt sameiginlegt. Hann
á samt líka sínar skuggahliðar,
sem er hestamennskan. Hann
er forfallinn hestamaður og
mikill sveitakall í sér. Hann vill
helst eyða öllum sínum frítíma á
jörðinni sinni fyrir austan fjall og
líður hvergi betur en þar í faðmi
fjölskyldunnar. Hann er bara svo
góður drengur og svona einn af
þessum traustu vinum sem mað-
ur leitar til í tíma og ótíma.“
Hafsteinn Pálsson er formaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna og hefur verið
í sviðsljósinu síðustu daga vegna verk-
fallsboðunar flugmanna hjá Icelandair.
MARSHALL
HÁTALARI
Laugavegur 45
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Frábær hljómgæði
Bluetooth
Optical input
RCA input og 3,5mm input