Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 19

Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 19
Gott. Betra. Bosch. Hjá Bosch er hvert smáatriði gaumgæft. Þess vegna prófar Bosch allar vörur sínar vel og vandlega. Og svo prófa þeir þær aftur. Síðan prófa aðrir þær, til dæmis Råd & Rön og hliðstæðar prófunarstofnanir í löndum víða í Evrópu. Árangurinn? Sigursælt vörumerki! Öll Bosch-tæki, sem hlotið hafa viðurkenningu frá virtum prófunarstofnunum, bjóðum við með 15% afslætti í maí. Sjá nánar um hin margrómuðu Bosch-heimilistæki okkar á bosch.is. Gæðin endurspeglast af hverju smáatriði. Hæsta einkunn fyrir hraða og viðurkenning fyrir gæði og góða frammistöðu hjá sænska prófunar- og rannsóknarsetrinu Testfakta, september 2013. Uppþvottavél SMU 53M72SK Kæli- og frystiskápur KGN 36AW32 Hrærivél MUM 52120 Hraðsuðukanna TWK 8611 Ryksuga BSGL 52237 Þvottavél WAY 32890SN Spanhelluborð PIE 645F17E Ryksuga BGL 35MOV11 HÆSTA EINKUNN Ap ríl 2 01 3 HÆSTA EINKUNN nó v. 2 01 2 HÆSTA EINKUNN m ar s 20 13 GÓÐ KAUP ap ríl 2 01 3 HÆSTA EINKUNN M aí 2 01 3 HÆSTA EINKUNN se pt . 2 01 3 HÆSTA EINKUNN de s. 2 01 2 HÆSTA EINKUNN m ar s 20 13 Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Tólf þúsund börn á Íslandi búa við fátækt almennt ekki varir við fátækt í sínum skólum og að sú staðreynd að 16% íslenskra barna lifðu við fátæktarmörk kæmi þeim á óvart. „Það hafa alltaf verið til staðar einhver tilfelli en okkar tilfinn- ing er sú að þau hafi ekki aukist,“ segir Margrét Ásgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri Melaskóla. Erfiðara sé þó en áður að meta hvaða börn séu fátæk þar sem all- ar greiðslur fari í gegnum borgina en ekki skólana beint. „Hér áður fyrr gátum við fylgst með þessu í gegnum það hvernig fólki gekk að borga mataráskrift en nú er það alfarið farið úr okkar höndum og því erfiðara að fylgjast með,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, að- stoðarskólastjóri Seljaskóla. „Það er helst á klæðnaði barnanna sem við sjáum skort, ef svo er.“ Einstæðar mæður þurfa mesta aðstoð Auk þess að skilgreina fátækt út frá tekjum, hafa fræðimenn á sviði félagsvísinda sett fátækt í sam- hengi við það hvort fólk fái félags- lega aðstoð því þurfi fólk að leita á náðir hins opinbera með aðstoð, bendir það til að það hafi ekki nægar tekjur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Á Íslandi er það í höndum sveitarfélaganna að veita fjárhagsaðstoð. Elísabet Karlsdóttir, félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Rannsóknar- stofnunar barna- og fjölskyldu- verndar, gerði nýlega könnun á aðstæðum reykvískra barnafjöl- skyldna með það að markmiði að varpa ljósi á stöðu fjölskyldna sem búa við alvarlegan fjárhagsvanda. Í því fólst meðal annars að greina þátttöku barna í tómstunda- og íþróttastarfi, félagsleg tengsl og almennt heilsufar barna. „Athygli vekur að ungar konur eru í mikl- um meirihluta þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá borginni. Þær eru einhleypar, oft einstæðar mæður og algengt er að þær hafi ekki menntað sig að loknum grunnskóla. Könnunin leiddi auk þess í ljós að ríflega fjórðungur reykvískra foreldra í launaðri vinnu ver ríflega fimmtíu þúsund krónum eða meira í íþrótta- og tómstundastarf barns síns, en eru á sama tíma líklegri en foreldrar sem þiggja fjárhagsaðstoð til að nota frístundakortið til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundastarf,“ segir Elísabet, en frístundakortið var gert til að jafna stöðu barna þegar kemur að tómstundum. Frístundakortið virkar ekki sem skyldi „Frístundakortið virðist ekki virka alveg sem skyldi því einung- is 57% þeirra sem þiggja fjárhags- aðstoð nýta sér það samanborið við 90% þeirra sem eru á vinnu- markaði. Kannski þarf að kynna það betur eða þá að finna aðra leið til að koma til móts við þá sem hafa lægstar tekjur,“ segir Elísa- bet. Könnunin leiddi auk þess í ljós að einungis 9% foreldra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá borginni verja þetta háum fjármunum í íþróttir og tómstundir barnsins og börn þeirra nýta sér frekar tilfall- andi afþreyingu og ókeypis tóm- stundir, eins og félagsmiðstöðvar og bíó. Auk þess eru börn fólks sem fær fjárhagsaðstoð síður í tónlistarskóla, eða einungis 3%, og stunda síður hreyfingu en börn fólks í launaðri vinnu. Meginniðurstaða rannsóknarinn- ar sýnir að atvinnustaða reyk- vískra foreldra skiptir máli fyrir aðstæður barna þeirra en Elísabet segir frekari rannsókna vera þörf, sérstaklega rannsókna sem fanga raddir barnanna sjálfra. Skólamáltíðirnar takast vel Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og borgaryfirvöld hafa nú nýtt sér þessar niðurstöður til að leggja áherslu á aukna upplýsingagjöf félagsráðgjafa á Þjónustumið- stöðvum borgarinnar til for- eldra um rétt sinn á greiðslum vegna barna sinna. „Við megum heldur ekki gleyma því að þó að fólk fái frístundakortið þá er mikill aukakostnaður sem fylgir íþróttum sem margir geta bara ekki leyft sér. Ein- hvernveginn þarf líka að finna lausn á því, því öll börn eiga að hafa jafnan rétt til að stunda íþróttir. En það sem hefur tekist mjög vel eru skólamáltíðirnar. Fjárhagur og atvinnustaða for- eldra virðist ekki hafa áhrif á það hvort börn fái heitan mat í hádeginu, sem er mjög ánægju- legt,“ segir Elísabet og leggur að lokum áherslu á hversu mikilvægt það sé að veita ungum foreldrum sem þiggja fjárhagsaðstoð tækifæri til að breyta stöðu sinni með þjálfun eða menntun sem skilar sér í starfi eða frekari menntun. „Að vinna gegn fátækt barna í ís- lensku samfélagi er mikilvægt og þarf að vera sameiginlegt átak stjórnvalda á öllum stigum með stefnumótandi aðgerðum í málefnum fjölskyldunnar.“ Vantar stefnumótun stjórn valda Margrét Júlía Rafnsdóttir, verk- efnastýra hjá Barnaheillum Lágtekjumörk mjög langt frá neyslu- viðmiðum velferðarráðuneytisins. 170.600 kr. = Lágtekjumark einstaklings án barns Neysluviðmið velferðarráðuneytisins er 234.564 kr. 234.564 kr. = Lágtekjumark fjögurra manna fjölskyldu Neysluviðmið velferðarráðuneytisins er 546.543 kr. Árið 2013 voru 9,3% þjóðarinnar undir lágtekjumörkum en lágtekjumarkið var þá 170.600 kr. fyrir einstakling án barns. Lágtekjumarkið fyrir heimili þar sem bjuggu tveir fullorðnir og tvö börn yngri en 14 ára var 358.400 kr. á mánuði. Ef farið er inn á vefsíðu velferðarráðuneytisins er hægt að reikna út neysluviðmið. Einstaklingur án barns þarf 234.564 til að lifa af, án húsnæðiskostnaðar. Fjögurra manna fjölskylda þarf 546.543 kr. á mánuði, án húsnæðiskostnaðar. Framhald á næstu opnu fréttaskýring 19 Helgin 16.-18. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.