Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 20

Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 20
Úrval notaðra bíla á einstöku verði í takmarkaðan tíma Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inn á: heklanotadirbilar.is KJARAKAUP Subaru Legacy Sport sedan Árgerð 2009, dísil Ekinn 82.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.990.000 KJARAKAUP: 2.490.000 Toyota Auris 1400 Sol MM Árgerð 2008, dísil Ekinn 103.000 km, mm-skipting Ásett verð: 2.150.000 KJARAKAUP: 1.750.000 VW Tiguan Trend&fun Tdi Árgerð 2012, dísil Ekinn 54.000 km, beinskiptur Ásett verð: 4.750.000 KJARAKAUP: 4.150.000 Afsláttur: 500.000 Afsláttur: 400.000 Afsláttur: 600.000 HEKLA býður í stuttan tíma einstök kjör á völdum notuðum bílum á meðan birgðir endast. Fyrstir koma, fyrstir fá. Bílarnir eru til sýnis hjá HEKLU, Laugavegi 170-174 eða umboðsmönnum HEKLU á landsbyggðinni. Kjarakaup HEKLU gera þér kleift að eignast gæðabíl á einstöku verði. HEKLA laugavegi HEKLA Reykjanesbæ Suzuki Grand Vitara LUX Árgerð 2010, bensín Ekinn 61.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.550.000 KJARAKAUP: 2.890.000 M.Benz C200 kompressor Árgerð 2005, bensín Ekinn 129.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 2.390.000 KJARAKAUP: 1.590.000 Afsláttur: 660.000 Afsláttur: 800.000 Bílasala Selfoss Subaru Legacy 2000 Sport Wagon Árg. 2008, bensín Ekinn 98.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 2.290.000 KJARAKAUP: 1.890.000 VW Passat Comfortl. Ecof. Árgerð 2011, Bensín/Metan Ekinn 85.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 3.590.000 KJARAKAUP: 3.190.000 Toyota Land Cruiser 150 GX Árgerð 2012, dísil Ekinn 71.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 8.550.000 KJARAKAUP: 7.550.000 Afsláttur: 400.000 Afsláttur: 400.000 Afsláttur: 1.000.000 Bílasala Selfoss HEKLA LaugavegiHEKLA Laugavegi Volvo XC 90 Árgerð 2007, dísil Ekinn 163.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.190.000 KJARAKAUP: 3.390.000 Afsláttur: 800.000 HEKLA Reykjanesbæ Audi Q7 4,2 Árgerð 2007, bensín Ekinn 101.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.890.000 KJARAKAUP: 3.950.000 Afsláttur: 940.000 HEKLA laugavegi HEKLA Laugavegi HEKLA laugavegi  Konur voru frekar með börn á heimili sínu heldur en karlar.  Kynjahlutfall hópsins sem þáði matarað- stoð á þessu tímabili skipt- ist nokkuð jafnt, eða 45% karlar og 55% konur.  Flestir þeirra sem fengu mataraðstoð voru með íslenskt ríkisfang, eða 68%.  Meirihluti hópsins var með lögheimili á höfuðborgar- svæðinu, eða 77%. Þar af bjuggu flestir í Miðbæ, Hlíðum, Vesturbæ og á Seltjarnar- nesi (21%) og í Breiðholti (20%). Tæpur fjórðungur hópsins var búsettur á landsbyggð- inni en tutt- ugu og þrír einstaklingar sem fengu mataraðstoð voru heimilis- lausir.  Flestir, eða 86%, höfðu lokið grunn- skólaprófi eða minni menntun.  Mikill meiri- hluti hópsins var utan vinnumark- aðar, eða 93%.  Þriðjungur hópsins var með skráða örorku.  Um 78% bjuggu í leiguhúsnæði og 14% í eigin húsnæði. Fremur lítill hluti, eða 5% bjó félagslegu húsnæði. Tæplega 2500 börn í hópi þeirra sem þiggja aðstoð Fjölskylduhjálparinnar árlega Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann rannsókn fyrir Fjöl- skylduhjálp árið 2011 þar sem allar heimsóknir þeirra sem fengu mataraðstoð voru skráðar yfir tímabilið 1. júni 2010 til 31. maí 2011. Fjöldi matarúthlutana á tímabilinu var alls 23.784 sem skiptist niður á 3.562 einstaklinga og fjölskyldur þeirra, en alls var hópurinn skráður með 2482 börn á heimilum sínum. Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi segir frí- stundakortið ekki virka sem skyldi og að huga þurfi betur að tóm- stundastarfi reykvískra barna. Margrét Júlía Rafns- dóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, vill sjá sterkari stefnumótun hjá stjórnvöldum þegar kemur að því að auk jöfnuð barna. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir mörg börn búa við það að ganga alltaf í of stórum skóm. - Save the Children, tekur undir það með Elísabetu Karlsdóttur að stjórnvöld þurfi að móta sér stefnu gegn fátækt barna. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna eiga öll börn að hafa sömu tækifæri til að lifa og þroskast og ekki má mismuna börnum vegna stöðu, bakgrunns eða uppruna þeirra eða fjölskyldunnar. Fátækt og félagsleg einangrun eykur hættuna á að börn njóti ekki þess- ara réttinda og því er barnafátækt brot á mannréttindum barna. „Við hjá Barnaheillum skorum á stjórnvöld og sveitarfélög að móta sér stefnu til frambúðar. Mennta -og velferðarkerfið er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu og með því að hlúa að því hlúum við að börnunum okkar. Það er nauðsynlegt að nota skattkerfið sem jöfnunartæki til að stuðla að því að öll börn séu jöfn. Mér finnst mikilvægt að fólk, sem er almennt á móti skattlagningu, átti sig á því að öflugt mennta- og velferðar- kerfi gagnast samfélaginu öllu, ekki bara börnunum sjálfum. Til dæmis færir það okkur heilbrigð- ari þegna og minnkar þannig álag á heilbrigðiskerfið. Jafnari sam- félög eru heilbrigðari samfélög. Ef að við teljum að börn eigi að geta stundað tómstundir og íþróttir Ís- landi þá verður að vinna í því, en ekki bara hafa það svo fyrir sum börn eins og staðan er í dag. Börn sem búa við félagslega einangrun fá ekki einu sinni tækifæri til að uppgötva hæfileika sína, því þau fá ekki tækifæri til að prófa ýmsa hluti. Við verðum að tryggja öllum þessum börnum tækifæri og vega og meta hvað það er sem við teljum til grunnþjónustu. Við hjá Barnaheillum leggjum áherslu á að fjármagn til barna er fjár- festing.“ 70 fjölskyldur fengu aðstoð við fermingar Fjölskylduhjálp Íslands aðstoðar fátækt fólk með matvæli, lyf, hársnyrtingu, fatnað, ungbarna- vörur og leikföng. Árið 2013 úthlutaði Fjölskylduhjálpin um 30.000 mataraðstoðum. „Fátækar barnafjölskyldur geta ekki leyft sér neinn aukakostnað þar sem hver einasta króna fer í húsnæði og mat. Ekkert er afgangs og því fá börn frá fátækum heimilum ekki hluti sem þykja sjálfsagðir annarsstaðar eins og afmælis- gjafir, nýja strigaskó, klippingu eða fermingargjafir,“ segir Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjáparinnar. Fjöl- skylduhjálpin hefur boðið upp á fríar klippingar í mörg ár og alls nýttu 700 manns sér þá þjónustu á síðasta ári. Hún hefur líka í gegnum tíðina aðstoðað foreldra við að halda afmæli. „Börn frá fátækum heimilum hafa hvorki efni á því að fara í afmæli til ann- arra barna né að halda upp á sín eigin afmæli. Afleiðingin af því er auðvitað félagsleg einangrun. Ásgerður segir mörg börn aldrei fá ný föt eða skó heldur fái þá alltaf notaða og þá oft í of stórum númerum. „Þessi börn eru mjög mikið í notuðum fatnaði, sem er alls ekkert verri en annar fatnaður, en sem þýðir þó að þau fylgja ekki tískunni og eiga þá á hættu að einangrast um leið og börn fara að spá í þá hluti.“ Í ár þáðu 70 fjölskyldur ein- hverskonar aðstoð hjá Fjöl- skylduhjálpinni í tengslum við fermingarnar. „Við buðum hér upp á allt fyrir fermingarnar. Klippingu, myndatöku, fatnað og grunnvöru í veisluna, en það voru sjálfboðaliðar sem buðu hér fram þjónustu sína. Þessar fjölskyldur hafa ekki efni á að veita sér nokkuð utan helstu lífsnauðsynja og á þessum heimilum er ekki í myndinni að gefa fermingargjöf.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Helgin 16.-18. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.