Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Qupperneq 21

Fréttatíminn - 16.05.2014, Qupperneq 21
Anna er ómenntuð því henni leið alltaf illa í skóla. Í dag er hún öryrki. „Ég er ekkert menntuð þar sem mér gekk bara alltaf svo illa í skóla. Það kom svo í ljós síðar að ég er með ADHD. Ég fór að vinna í frystihúsi hér á höfuð- borgarsvæðinu þegar ég var 15 ára og var þar í 20 ár. Núna hef ég verið öryrki í 10 ár þar sem ég er með ónýtt bak og slitgigt. Ég get bara því miður ekkert unnið. Sumir dagar eru það slæmir að ég ligg bara fyrir.“ Anna hefur verið fráskilin í 14 ár. „Þar er ekkert samband. Faðir drengjanna tekur engan þátt, en ríkið borgar okkur meðlagið frá honum. Hann vildi ekki taka þátt í fermingu sonarins núna í vor. Fjölskylduhjálpin aðstoðaði okkur við að halda upp á ferm- inguna.“ Anna hefur ekki efni á að borga íþróttir fyrir drengina sína. „Ég er komin í ofboðslega skuld við íþróttafélagið. Ég reyni og reyni að borga þetta, hef alltaf sett það í forgang því þeir eru báðir mjög aktívir og duglegir í íþróttunum. Núna sé ég fram á að yngri strákurinn þurfi að hætta og ég bara get ekki hugsað til þess, það á eftir að fara með hann. Ég nýti frí- stundakortið fyrir þá báða en það dugar bara hálft árið fyrir skráningunni. En svo koma alltaf rosaleg útgjöld þegar vantar búninga og nýja skó. Í þau skipti sem ég hef farið fram úr mér fjárhagslega þá er það oftast vegna aukaútgjalda fyrir drengina. Um daginn vantaði innanhússkó og þá bara sleppti ég því að borða í nokkra daga. Auðvitað lætur maður börnin ganga fyrir.“ Anna leigir hjá Félagsmála- stofnun. „Ég hef alltaf getað staðið í skil- um með leigu en ég var líka svo heppin að fá félagslega íbúð.“ Anna fær 180.000 greiddar á mánuði í örorku en fær ofan á það meðlag. Heildartekjur eru því um 240.000 kr. en föst út- gjöld á mánuði eru 180.000. „Ég lifi á 60.000 krónum á mánuði . Það þarf verulega mikið að hugsa um forgangs- röðun. Auðvitað vill maður allt fyrir börnin sín gera. Núna er ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að leyfa þeim að fá Stöð tvö sport í sumar. Ég hef bara alltaf áhyggjur af morgundeg- inum. Sem betur fer get ég farið í Mæðrastyrksnefnd, í Hjálpar- stofnun kirkjunnar og til Fjöl- skylduhjálparinnar. Ég veit ekki hvað ég gerði án þeirra.“ Einstæð móðir og öryrki er með 60.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði Fréttatíminn spjallaði við einstæða móður með tvo unglingsstráka, sem við köllum hér Önnu þar sem hún vill ekki koma fram undir nafni. Það gæti verið lausn að selja mig í einhvern tíma til að redda allavega skuldunum. Kaupir aldrei ný föt „Verðið á förum er svo brjálæðislegt, nýir skór geta kostað stóran hluta af mínum ráðstöfunartekjum. Strákarnir fá föt frá ættingjum og svo versla ég í Rauða kross búðunum.“ „Þetta gekk upp þegar ég vann í frystihús- inu en eftir að ég varð öryrki fór ég að safna skuldum. Ég hef oft hugsað um hvaða leið sé út úr þessum ógöngum en sé ekkert. Stundum hef ég alvarlega íhugað að fara út í vændi. Það gæti verið lausn að selja mig í einhvern tíma til að redda allavega skuld- unum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Í þau skipti sem ég hef farið fram úr mér fjárhagslega þá er það oftast vegna aukaútgjalda fyrir drengina. Um daginn vantaði innanhússkó og þá bara sleppti ég því að borða í nokkra daga. Auðvit­ að lætur maður börnin ganga fyrir. Hversu þungt vegur ál? Ársfundur Samáls fer fram í Kaldalóni í Hörpu, að morgni þriðjudags 20. maí kl. 8.00.-10.00. Morgunverður frá kl. 8.00 og dagskráin hefst kl. 8.30. Skráning á www.samal.is Dagskrá Á fundinum verður fjallað um horfur í áliðnaðinum og verðmætasköpun fyrir samfélagið allt. Í samstarfi við Öskju verður nýja C-Class bifreiðin frá Benz forsýnd í Hörpu á ársfundi Samáls. Álnotkun í Benz C-Class hefur fimmfaldast úr 10% í 50%. Fyrir vikið er bifreiðin 100 kílóum léttari en áður, brennir 20% minna eldsneyti og dregið hefur verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á síðustu 20 árum hefur álnotkun að jafnaði þrefaldast í bifreiðum í Evrópu. Gert er ráð fyrir að hún tvöfaldist til ársins 2025 og fyrir vikið er talað um álbyltingu í bílaiðnaðinum. Íslenskt ál er notað í Benz C-Class. Nýja Leica T myndavélin Apple iPhone 5s Snaginn LÓA eftir Heklu Björg Guðmundsdóttur Mercedes-Benz C-Class • Ávarp ráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. • Ræða formanns Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan. • Horfur í áliðnaðinum Kelly Driscoll, framkvæmdastjóri á greiningarsviði CRU. • Sóknarfæri fyrir Ísland Gerd Götz, framkvæmdastjóri Evrópsku álsamtakanna. • Þróun á Mercedes-Benz C-Class og álbylting í bílaframleiðslu Lars Wehmeier, framkvæmdastjóri vöruþróunar C-Class, Daimler AG. Fundarstjóri er Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls. fréttaskýring 21 Helgin 16.-18. maí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.