Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 33

Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 33
Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust 4x30 H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Hentar fyrir LKL mataræði og þá ákváðu þau að selja veitinga- staðinn. „Við vildum ekki vera neitt bundin heldur bara einbeita okkur að batanum. Hún var skorin upp af besta prófessornum í Tékklandi, Papko, sem hafði verið læknir Ha- vel líka. Hann var mjög bjartsýnn og við héldum því bara í vonina. Við áttum þarna mjög góðan tíma saman, fórum í langt ferðalag með krökkunum til Bandaríkjanna, svo við tvö til Suður Frakklands og svo Íslands. En ég man þegar mig fór að gruna að hún væri aftur orðin veik. Áramótin 2009 vorum við á Ís- landi og ákváðum að halda súpuboð á gamlársdag, eins og við höfðum alltaf gert í gamla daga. Hún var nú þannig gerð að henni fannst gaman að punta heimilið og klæða sig upp ef von var á gestum. En þennan dag var hún ekki enn búin að punta né klæða sig þegar fór að líða á daginn og mér fannst það mjög undarlegt. Ég vissi bara þarna að eitthvað var að. Viku síðar fer hún í skoðun og þá finnast ný æxli í höfðinu. Það var rosalegt sjokk fyrir okkur bæði því við höfðum haldið að hún myndi ná bata.“ Þegar Þórir og Ía gerðu sér grein fyrir því að krabbameinið væri ekki á förum ákváðu þau að koma alkomin heim. „Við vorum farin að vera meira hér heima, það hentaði betur að búa í Kópavogi, við hlið spítalans, en að búa uppi í sveit í Tékklandi. Ég bara treysti mér ekki í að vera þar lengur, fannst meira öryggi að vera hér. Við komum okk- ur fyrir í íbúðinni okkar í Kópavogi þar sem hún lést þann 11. febrúar 2011.“ Getur ekki sest í helgan stein Þóri leið aldrei neitt sérstaklega vel í Tékklandi án Íu. Ráfaði einn með hundinn sinn um risastórt húsið og saknaði þess að hafa ástæðu til að vakna á morgnana. Á endanum ákvað hann að selja búgarðinn sem þau hjónin höfðu byggt upp, eða paradísina, eins og hann kallar staðinn. „Svona er bara lífið, það fer í hringi. Ég hef alla ævi verið að elda mat sem síðan er borðaður, eða byggja upp staði sem svo aðrir taka við. Þarna var kominn tími til að yfirgefa landið. Við Ía höfðum átt þarna okkar forréttindatíma saman og ég þakka fyrir það í dag. Ég bý á Álftanesinu í dag með sam- býliskonu minni, Hildigunni Har- aldsdóttur.“ Þórir gæti, ef hann vildi, sest í helgan stein og einbeitt sér að því að spila golf allan daginn, eins og margir á hans aldri gera. En hann segir það bara ekki koma til greina. „Ég get spilað golf í svona mesta lagi þrisvar á ári, það er meira en nóg.“ Eftir að Þórir flutti heim byrjaði hann á að taka yfir reksturinn á Munnhörpunni í Hörpunni en lét það frá sér eftir nokkra mánuði. „Ég bara varð að gera eitthvað, fá aftur ástæðu til að vakna á morgn- ana. Svo var ég staddur hér í Aust- urstrætinu og fékk að skoða þetta hús og daginn eftir var ég búinn að kaupa reksturinn.“ Þórir gengur með mér um staðinn, sýnir mér alla króka þess og kima og segir uppnuminn frá langri og merkilegri sögu hússins sem hann kallar „Einu konungs- höll Íslands“, þar sem Jörundur hundadagkonungur átti þar heima. Hann segir mér líka alla söguna af versluninni sem svo var rekin í hús- inu í byrjun síðustu aldar, á meðan hann býður mér upp á bjórinn sem hann lætur brugga fyrir sig og hef- ur nefnt „Jörund“. Það er augljóst að hér fer mikill og vanur gestgjafi sem nýtur sín í hlutverkinu. „Maður verður alltaf að gera það besta úr lífinu. Ég er aftur kominn á nýtt upphaf og ætla bara að reyna að vinna úr því á sem bestan máta.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hjónin Þóri og Íu hafði alltaf dreymt um að flytja í sveitina. Hér sést landið eins og þau keyptu það, nokkrir hektarar og rústir. Flestir vinir þeirra töldu þau galin að fara út í enn eitt verkefnið. Eftir að hafa gert húsið upp gátu Þórir og Ía ekki hugað sér að byggja upp hótel á jörðinni og ákváðu að þetta myndi verða þeirra „paradís“. Seinna gerðu þau upp eina skemmu og breyttu í listamannaíbúð fyrir Íslendinga. við erum 33 Helgin 16.-18. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.