Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 38
38 grænn lífsstíll Helgin 16.-18. maí 2014 Þ etta er mikil fjölskyldu-skemmtun og við tökum vel á móti fólki með bros á vör,“ segir Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Íslenska gámafélagsins. Grafarvogsdagurinn er á laugardaginn, 17. maí, og venju samkvæmt verður opið hús hjá Ís- lenska gámafélaginu í Gufunesi á milli klukkan 13-16. Fjölbreytt dagskrá verður í boði í höfuðstöðvum Íslenska gáma- félagsins. Gestum verður boðið að fara á hestbak, fræðslutúr um Endurvinnsluþorpið í Gufunesi á opnum vagni, hoppukastalar, andlitsmálning og einnig verður boðið upp á hinn sívinsæla mótor- hjóla- og ruslabílarúnt. „Svo verð- ur ruslaskrímsli á svæðinu sem mun hrella krakka og fullorðna. Hann þolir sko alls ekki endur- vinnsluflokkun sá,“ segir Agnes létt í bragði. Gestir geta gætt sér á kandý- flossi, pylsum og fleiru sem í boði verður. Allt er þetta gestum að kostnaðarlausu. Tveggja hæða breskur strætó mun ferja þá sem vilja á milli Gufuness, þar sem Íslenska gámafélagið er til húsa, og Spang- arinnar þar sem hátíðahöldin á Grafarvogsdaginn fara fram. Á leiðinni fá farþegar ýmsan fróð- leik um Grafarvog fyrr á tímum. Agnes segir að það verði sann- kölluð sveitastemning hjá Ís- lenska gámafélaginu og telur að gestum muni ekki leiðast. Auk skemmtiatriða og veitinga er líka hægt að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. „Við erum í húsi gömlu Áburðarverksmiðjunnar og hér fer fram endurnýting á húsnæði. Staðurinn hefur að geyma mikla og ríka sögu og við erum stolt af því að vera hluti af góðu samfélagi íbúa og annarra fyrirtækja í Grafarvogi. Við sýnum fólki hvernig moltugerð virkar og bjóðum upp á alls kyns fræðslu um moltu ef fólk hefur áhuga. Við verðum líka með ráðgjöf um flokkun á sorpi og hvernig fólk getur f lokkað heima hjá sér. Annars verður líka nóg að gera við að skemmta sér með krökkunum,“ segir Agnes. Við tökum á móti fólki með bros á vör Agnes Gunn- arsdóttir, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs hjá Íslenska Gámafélaginu. Gestir geta farið í fræðslutúr um Endurvinnsluþorpið í Gufunesi á opnum vagni. KYNNING Ruslaskrímslin eru áhugalaus þegar kemur að flokkun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.