Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 38
38 grænn lífsstíll Helgin 16.-18. maí 2014
Þ etta er mikil fjölskyldu-skemmtun og við tökum vel á móti fólki með bros á
vör,“ segir Agnes Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri sölu- og mark-
aðssviðs Íslenska gámafélagsins.
Grafarvogsdagurinn er á
laugardaginn, 17. maí, og venju
samkvæmt verður opið hús hjá Ís-
lenska gámafélaginu í Gufunesi á
milli klukkan 13-16.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði
í höfuðstöðvum Íslenska gáma-
félagsins. Gestum verður boðið
að fara á hestbak, fræðslutúr um
Endurvinnsluþorpið í Gufunesi
á opnum vagni, hoppukastalar,
andlitsmálning og einnig verður
boðið upp á hinn sívinsæla mótor-
hjóla- og ruslabílarúnt. „Svo verð-
ur ruslaskrímsli á svæðinu sem
mun hrella krakka og fullorðna.
Hann þolir sko alls ekki endur-
vinnsluflokkun sá,“ segir Agnes
létt í bragði.
Gestir geta gætt sér á kandý-
flossi, pylsum og fleiru sem í boði
verður. Allt er þetta gestum að
kostnaðarlausu.
Tveggja hæða breskur strætó
mun ferja þá sem vilja á milli
Gufuness, þar sem Íslenska
gámafélagið er til húsa, og Spang-
arinnar þar sem hátíðahöldin á
Grafarvogsdaginn fara fram. Á
leiðinni fá farþegar ýmsan fróð-
leik um Grafarvog fyrr á tímum.
Agnes segir að það verði sann-
kölluð sveitastemning hjá Ís-
lenska gámafélaginu og telur að
gestum muni ekki leiðast. Auk
skemmtiatriða og veitinga er
líka hægt að kynna sér starfsemi
fyrirtækisins. „Við erum í húsi
gömlu Áburðarverksmiðjunnar
og hér fer fram endurnýting á
húsnæði. Staðurinn hefur að
geyma mikla og ríka sögu og við
erum stolt af því að vera hluti af
góðu samfélagi íbúa og annarra
fyrirtækja í Grafarvogi.
Við sýnum fólki hvernig
moltugerð virkar og bjóðum upp
á alls kyns fræðslu um moltu ef
fólk hefur áhuga. Við verðum
líka með ráðgjöf um flokkun
á sorpi og hvernig fólk getur
f lokkað heima hjá sér. Annars
verður líka nóg að gera við að
skemmta sér með krökkunum,“
segir Agnes.
Við tökum á móti
fólki með bros á vör
Agnes Gunn-
arsdóttir,
framkvæmda-
stjóri sölu- og
markaðssviðs
hjá Íslenska
Gámafélaginu.
Gestir geta farið í fræðslutúr um Endurvinnsluþorpið í Gufunesi á opnum vagni.
KYNNING
Ruslaskrímslin eru áhugalaus þegar
kemur að flokkun.