Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 42

Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 42
umhirða húðar Helgin 16.-18. maí 201442 Piz Buin varasalvi Nauðsynlegt er að vernda varirnar í sólinni. Þær þurfa raka og geta brunnið. Piz Buin varasalv- inn er með SPF 30 og alveg ómissandi í sólina. Njótið lífsins í sólinni með Piz Buin Nú þegar sólin hækkar á lofti er mikilvægt að huga að húðinni og veita henni nauðsynlega vörn gegn skaðlegum geislum, hvort sem við erum á ströndinni, niðri í bæ eða uppi á fjöllum. Þegar við verjum löngum tíma í miklu sólskini, kröftugum vindi eða í vatni getur náttúrulegur raki húðarinnar raskast. Því er mikilvægt að veita húðinni þá umhyggju sem hún þarfnast. Piz Buin nærir húðina, veitir raka, róar og viðheldur brúnku. Nokkur ráð fyrir húðina í sólinni • Berið sólarvörn vel á líkamann fyrir útiveru og passið að húðin sé ávallt vel mettuð af sólarvörn. • Berið sólarvörn oft á ykkur yfir daginn og sérstaklega þarf að huga að sólarvörn eftir sund, þegar búið er að þurrka sér og eftir að hafa svitnað. Mælt er með að bera sólarvörn á sig á um tveggja tíma fresti. • Forðist að vera mikið í sólinni þegar hún er hvað sterkust, í kringum hádegi. Hvað er sólarvarnarstuðill? Sólarvarnarstuðullinn (SPF) á umbúðum Piz Buin gefur upplýsingar um hve mikla vörn varan veitir gegn geislum sólar. • Lítil vörn eða low (SPF upp að 10) • Miðlungs vörn eða medium (SPF 15 til 25) • Mikil vörn eða high (SPF 50+) • Sólarvarnarstuðullinn (SPF) gefur til kynna hversu langan tíma fólk getur verið í sól án þess að brenna. Til dæmis ef fólk getur verið með óvarða húð í sól í 15 mínútur án þess að brenna þá ætti það að geta verið átta sinnum lengur í sólinni með vörn SPF 8 án þess að brenna, eða í tvo tíma. Hvaða sólarvarnarstuðull hentar? • Það fer eftir húðgerð, húðlit fyrir sólbað, hár- og augnlit. • Hvar þú ert í heiminum, hvaða tími ársins er, hversu góð húðin er og hversu vön sól hún er. Piz Buin Allergy Ofnæmisprófuð sólarvörn fyrir húð sem er viðkvæm fyrir sólargeislum. Framleitt í samvinnu við húðlækna og hentar einnig vel fyrir börn. • Inniheldur Calmanelle sem styrkir nátt úrulegar varnir húðfrumanna til að vernda gegn UV geislum sólar. • Styrkir þol húðar gagnvart sólar geislum. • Kemur í veg fyrir sólarexem. • Veitir miðlungs til mikla vörn gegn sólargeislum. • Mjög vatnshelt og svitaþolið. • Er án allra parabena. Piz Buin In Sun 100 prósent rakagefandi. • Rakagefandi og kemur í veg fyrir flögnun. • Vatns- og svitaheld sólarvörn. • Létt áferð og gengur vel inn í húðina. • Ofnæmisprófuð. Piz Buin Tan Intensifier og Tan & Protect Glæsilegur náttúrulegur litur án áhættu. • Tvisvar sinnum hraðari brúnka með Melitane sem örvar náttúrulega virkni litafruma húðarinnar. • Einstaklega rakagefandi og kemur í veg fyrir flögnun. • Inniheldur A og C- vítamín. • Vatns- og svitaheld sólarvörn. • Ofnæmisprófuð. Piz Buin Mountain Frábært í fjallgönguna. • Verndar fyrir sól, kulda og vindi. • Yfir vetrartímann þurfum við sól en jafnframt að huga vel að umönnun húðarinnar. • Ofnæmisprófað. Piz Buin sólarvörn frá árinu 1938 Piz Buin var stofnað árið 1938 af svissneskum efnafræðinema og fjall- göngumanni, Franz Greiter að nafni, og var fyrsta vörumerkið til að kynna sólarvarnarstuðul. Allar Piz Buin vörurnar veita vörn gegn UVA og UVB geislum sólar. UVA-vörnin virkar gegn öldrun húðarinnar en UVB-vörnin gegn bruna. Piz Buin sólarvörurnar innihalda allar E-vítamín sem hefur græðandi áhrif á húðina. Jason húðvörurnar eru loks aftur fáanlegar hér á Íslandi. Um er að ræða náttúrulegar húðvörur og er Aloe Vera gelið þekktasta varan þeirra en núna er auk þess fáanleg lína af hand- og líkamskremum með mismunandi ilmum, svitalyktareyð- um og andlitskremum, ásamt sólar- vörnum. Jason voru meðal þeirra fyrstu til að framleiða náttúrulegar snyrti- vörur en þeir hófu framleiðslu á vörum sínum í Kaliforníu árið 1959. Allar vörur frá þeim eru án parabena, sls og annarra óæski- legra efna og þar að auki eru mörg innihaldsefnin lífrænt vottuð. Eng- ar vörur frá þeim eru prófaðar á dýrum. Svitalyktareyðarnir eru að sjálfsögðu án áls og sá vinsælasti er lyktarlaus og hentar því báðum kynjum. Aloe Vera gelið, sem er þeirra vinsælasta vara, er 98% hreint og virkar mjög vel á bruna, flugnabit, blöðrur, roða eftir rakstur og í raun öll óþægindi á húðinni, enda er Aloe Vera eitt af kraftaverkaefnum nátt- úrunnar fyrir húðina. Einnig er til hand- og líkamskrem með Aloe Vera (84% hreint) og rakakrem (84% hreint) og það nýjasta er Aloe Vera „roll on“ svitalyktareyðir. Jason Aloe Vera vörurnar fást í verslunum Hagkaupa, flestum apó- tekum, Víði, Fjarðarkaupum og Lifandi markaði. Sólarvörnin og svitalyktareyðarnir fást eingöngu í völdum verslunum Lyfja og heilsu. Jason – náttúrulegar húðvörur Aubrey Natural Sun er náttúruleg sólarvörn, handunnin úr hágæða hráefni. Húðin er stærsta líffærið og allt það sem sett er á hana hefur áhrif á líkamsstarfsemina. Því er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að sólarvörn fyrir sumarið. Sólarvarnir frá Aubrey Organics eru náttúrulegar og fram- leiddar úr besta mögulega hráefni, eins og jurtum, ilmkjarnaolíum og náttúru- legum vítamínum og alltaf er notað lífrænt hráefni, sé þess kostur. Vörurnar eru handunnar í smáum lotum svo þær eru alltaf nýblandaðar. Vörurnar frá Aubrey eru sérstaklega umhverfisvænar og brotna auðveldlega niður í nátt- úrunni. Allar vörurnar eru án parabena og litarefna. Guðrún Bergmann er viðskipta- stjóri Heilsu ehf., umboðsaðila Aubrey á Íslandi, og segir sérstakt hvernig vörnin er byggð upp. „Aubrey vörurnar eru með fulla UVA og UVB geislavörn sem gerð er úr náttúrulegum stein- efnum sem mynda filmu á húðinni svo geislarnir fara ekki inn í hana,“ segir hún. Virk andoxunarefni vernda húðina gegn krabbameinsvaldandi geislum og ótímabærri öldrun. Mikilvægt er að nota alltaf sólarvörn með háum SPF stuðli fyrir börn því þau eru viðkvæmari fyrir geislum sólarinnar. Aubrey framleiðir sérstakar sólarvarnir fyrir börn með SPF 30 og 45. Geislar sólarinnar þurrka húðina og því er mikilvægt að bera góð krem á húðina eftir sólbað. „Eftir að hafa dvalið mikið í sól og fengið brúnku er mjög gott að bera After Sun og Aloe Vera gel á húðina í tvær til þrjár vikur á eftir. Bæði gefur það húðinni raka og tryggir að brúnkan flagni ekki af.“ Aubrey sólarvarnir eru fáanlegar í flestum apótekum, í Heilsuhúsinu og Lifandi markaði. Nánari upplýsingar má nálgast á www.heilsa.is Náttúruleg og handunnin sólar- vörn frá Aubrey Aubrey sólarvörnin er framleidd úr besta mögulega hráefni og veitir náttúrulega og góða vörn gegn geislum sólarinnar. Guðrún Bergmann er viðskiptastjóri Heilsu, umboðs- aðila Aubrey á Íslandi. Góð ráð í sólinni í sumar • Berið sólarvörn á húðina 15 til 30 mínútum áður en farið er í sól og þar á eftir á tveggja tíma fresti (oftar ef synt er í vatni eða sjó) • Húðin er stærsta líffæri líkamans og er eins og fíllinn; hún gleymir ekki! Skaðleg áhrif sólar geta komið fram síðar á lífsleiðinni. • Ef húðin brennur á yngri árum (fyrir tvítugt) þá er viðkomandi í áhættuhópi varðandi húðkrabbamein síðar. • Húð barna er ekki búin að öðlast fullan þroska fyrr en á unglingsaldri og er því ber- skjaldaðri fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar. Því þarf að verja börnin sérlega vel í sól. • Gott er að kæla húðina áður en After Sun er notað, til dæmis með kaldri sturtu, skella sér í kalda laug eða bera kælt Aloe Vera á heita húðina. Ef húðin brennur á yngri árum, fyrir tvítugt, er fólk í áhættuhópi varðandi húðkrabbamein. Skaðleg áhrif sólar geta komið fram síðar á ævinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.