Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 46

Fréttatíminn - 16.05.2014, Síða 46
umhirða húðar Helgin 16.-18. maí 201446 Serum eru einskonar húðdropar en þó aldrei kallaðir annað en serum. Serum inniheldur mikið magn af virkum efnum og skýrir það af hverju það kostar heldur meira en hefðbundin andlitskrem. Virku efnin eru til að mynda hyaluronic-sýra (til að draga úr línum og hrukkum), C-vítamín (til að jafna lit húðarinnar) og glycolic-sýra (til að losna við dauðar húð- frumur), svo þrjú efni séu nefnd. Um er að ræða glæran vökva með geláferð sem gengur hratt inn í húðina og nær að vinna á innri lögum hennar. Aðeins þarf að nota mjög lítið magn í einu og serumið dreifist vel. Áferð húðarinnar verður þá silkislétt. Ef áferðin verður klístrug hefur þú að öllum líkindum notað of mikið í einu. Eftir á er síðan hægt að bera á sig hefðbundið dagkrem eða næturkrem. Einn helsti munurinn á serum og andlitskremum er að húðin nýtir betur virku efnin í seruminu og árangur sést mun fyrr af notkuninni. Allar húðgerðir geta notið góðs af því að nota serum og almennt er talað um að það veiti raka, næri, örvi og endurveki ljóma húðar- innar. Eins og með aðrar húðvörur eru sum serum sérstaklega gerð til að vinna á ákveðnum kvillum, minnka hrukkur, draga úr þurrkublettum. Annað dæmi um hversu víðtæk áhrif serum hafa á húðina er að þau henta jafnt táningum með bólur, konum sem vilja minnka fínar línur í húðinni og karl- mönnum sem vilja losna við ertingu í húð eftir rakstur. Serum getur hjálpað þeim sem eiga í vanda með húðina, eru til að mynda með dökka bletti sem þeir vilja draga úr. Þá hefur einnig verið bent á að þeir sem eru með mjög feita húð ættu að nota serum eingöngu, og ekki rakakrem einnig, því húðin þurfi ekki meiri raka eða fitu, aðeins næringu. Einn helsti munurinn á serum og andlitskremum er að húðin nýtir betur virku efnin í seruminu og árangur sést mun fyrr af notkuninni. Serum veitir raka, nærir og örvar húðina Serum hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Allar húðgerðir geta notið góðs af því að nota serum og almennt er talað um að það veiti raka, næri, örvi og endurveki ljóma húðarinnar. NÁTTÚRULEG BB OG CC KREM BB kremið gefur góðan raka og ljóma. Gefur matta áferð og hylur bletti og misfellur í húðinni. CC kremið er þekjandi og hylur bletti og fínar línur. Stinnir húðina (anti-aging). Gefur góðan raka. Náttúrulegt og vottað lífrænt. Fæst í Heilsuhúsunum og Lifandi markaði Sturtu- og baðolía frá Decubal Vatn þurrkar húðina svo það er ráð að prófa rakagefandi olíu í morgunsturtuna í stað venjulegrar sápu til þess að koma í veg fyrir rakatap. Decubal Shower and Bath Oil er mild og lyktarlaus baðolía fyrir allan líkam- ann. Þetta er djúpnærandi olía sem freyðir létt í vatni og auðvelt er að skola af húðinni. Olían hreinsar húðina og veitir henni þá næringu og raka sem hún þarfnast. Gott ráð! Hendur og fætur eiga það til að verða mjög þurr. Dekraðu við fæturna með því að setja Decubal Shower & Bath Oil í fótabaðið. Fyrir enn betri árangur getur þú borið á þá feitt krem eftir fótabaðið, t.d. Decubal Lipid Cream. Decubal húðvörur eru án parabena, ilm- og litarefna og fást aðeins í apótekum. Chanel Hydramax+active raka-maski Veitir hámarks raka, kælir og veitir vellíðan. Slær á óþæginda tilfinningu í húð svo sem sviða, roða, pirring og hita. Virkar vel á sólbruna og er græðandi. Notist fyrir andlit í u.þ.b. 10-15 mínútur í senn á hreina húð eftir þörfum. Það má sofa með maskann og hann hentar öllum húðgerðum. Soleil bronzer after sun frá Lancôme Nýtt after sun sem inniheldur 3 dýrmætar olíur sem næra, mýkja og fegra húðina. Nærir húðina raka og húðin verður brúnni lengur. NIVEA Q10 Firming Body Milk húðmjólkin er fyrir þurra húð Hún er með nýrri háþróaðri formúlu sem inniheldur kóensím Q10, kreatín og L-karnitín en saman aðstoða þessi inn- haldsefni húðina við að umbreyta fitu í orku. Húðin verður stinnari eftir aðeins tveggja vikna notkun. Kóensím Q10, kreatín og L-karnitín finnast öll náttúrulega í húðinni en framleiðsla þeirra minnkar með hækkandi aldri. Vitamin E Aqua Boost Sorbet 50 ml Er ný vörutegund frá The Body Shop. Létt krem sem veitir þyrstri húð kærkomna rakagjöf og kælingu í allt að sólarhring í einu. Hentar öllum húðgerðum. Verð: 2790 kr. Dove Purely Pampering línan Dove húðkremin með shea butter henta vel fyrir þurra húð. Shea butter er næringarríkur rakagjafi fyrir húðina. Húðkremin innihalda fitusýrur sem eru nauðsynlegar til að viðhalda raka og teygjanleika húðarinnar. Shea butter hefur verið notað til að græða sár, við meðhöndlun á brunasárum, psori- asis og fleira. Það er unnið úr hnetum afrískra trjáa svokallaða „Shea tree“. Öll húðkremin frá Dove innihalda nú formúluna Deep Care Complex, en með því móti fer kremið enn dýpra í húðina en áður og gefur henni þann mikilvæga raka sem hún þarf til að halda réttu rakastigi og teygjanleika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.