Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 48

Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 48
umhirða húðar Helgin 16.-18. maí 201448 H úðvörurnar frá Ole Henrik-sen eru unnar á náttúru-legan hátt og einkennast af litadýrð og einfaldleika. Ole byrjaði feril sinn í Hollywood en vörur hans njóta nú mikilla vinsælda víða um heim. Ole yfirgaf heimabæ sinn, Nibe á Jótlandi í Danmörku, þegar hann var táningur til þess að láta drauma sína rætast og ferðast um heiminn. Þegar hann dvaldi í Indó- nesíu þjáðist hann af bólum og útbrotum á húð en fann þar lausn sem fólst í meðferð með náttúru- legum innihaldsefnum. Upp úr því vaknaði ástríða hans fyrir velferð húðarinnar. Ole hefur helgað sig húðvöru- bransanum síðan hann lauk námi í snyrti- og efnafræði á Englandi árið 1974. Eftir námið flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hann hefur þróað og framleitt vörur sínar allar götur síðan. Hann rekur nú sitt eigið Spa í nágrenni við Hollywood stjörnurnar á Sunset Boulevard og selur húðvörur sínar um allan heim. Húðvörur úr náttúrulegum efnum Ole Henriksen húðvörurnar eru unnar úr náttúrulegum efnum og helsta einkenni þeirra er einfald- leiki og skemmtileg litadýrð. Þær hafa ekki aðeins jákvæð áhrif á húðina heldur ber hver vara með sér sérstakan ilm sem gerir umhirðu húðarinnar að dásam- legri upplifun. Á alþjóðavettvangi hafa vörur Ole unnið til ýmissa verðlauna. Húðin upp á sitt besta Ole hefur það að leiðarljósi að allir geti verið með fallega húð og að markmiðið með umhirðu húðarinnar eigi að vera að hún sé alltaf upp á sitt besta. Ole Henriksen býður upp breitt úrval af húðvörum svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í boði eru andlitshreinsar, and- litsvötn, serum, andlitskrem, augnkrem, maskar, skrúbbar og ýmsar vörur fyrir líkamann. Mikil rannsóknarvinna og sérþekking liggur að baki hverri vöru sem er hönnuð til að takast á við eða að meðhöndla ólík húðvandamál eins og til dæmis ójafnan lit í húð, stækkaðar svitaholur, ójöfnuð í húð, bólgin augnsvæði, óhreina húð, viðkvæma húð, fínar línur og hrukkur, þurra eða feita húð. Án tilrauna á dýrum Það er skoðun Ole að fegurðin eigi að vera náttúruleg og án þjáninga og eru því ekki neinar þjáningar- fullar tilraunir gerðar á fólki eða dýrum við framleiðsluna. Ole Henriksen húðvörurnar eru án parabena. Á Carita snyrtingu í Hafnarfirði er boðið upp á heildrænar Ole Hen- riksen meðferðir. Vörurnar eru einnig fáanlegar þar og í Hagkaup Kringlu og Smáralind, Heimkaup. is, snyrtistofunni Krismu í Spöng- inni og eru væntanlegar í Jöru, Glerártorgi á Akureyri. Upplýsing- ar um Ole Henriksen húðvörurnar má nálgast á Facebook-síðunni ilma og á vefsíðunni ilma.is. Húðvörur sem Hollywood stjörnurnar elska Danski krem-kóngurinn Ole Henriksen er þekktur fyrir sinn glaðværa persónuleika og framleiðir áhrifaríkar húðvörur sem elítan í Hollywood hefur notað um árabil. Ole Henriksen hefur þróað og framleitt frábærar húðvörur í yfir þrjá áratugi sem hlotið hafa ýmis verðlaun á alþjóðavettvangi. Vörurnar frá honum eru fáanlegar í Carita snyrtingu í Hafnarfirði, Hagkaup Kringlu og Smáralind, Heimkaup.is, snyrtistofunni Krismu í Spönginni og eru væntanlegar í Jöru, Glerártorgi á Akureyri. Einfaldleiki og skemmtileg litadýrð einkenna snyrtivörurnar frá Ole Henriksen. Hver vara hefur sinn sérstaka ilm. Einfaldleiki og skemmtileg litadýrð Hver vara hefur sérstakan upplífgandi ilm Virk innihaldsefni sem bæta ásýnd húðarinnar Vöruúrval sem passar sérhverri húðtegund Hátt hlutfalli náttúrulegra, virkra innihaldsefna Án parabena C eridal er mild húðhirðulína fyrir þá sem vilja huga sér-staklega að húðinni alla daga. Afurðirnar í línunni eru laus- ar við ilmefn, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Öll innihaldsefni eru sér- staklega valin þannig að Ceridal henti bæði þeim sem eru með venju- lega og viðkvæma húð eða húðsjúk- dóm. Ceridal hentar fyrir vikið vel fyrir alla fjölskylduna. Helstu vörurnar í línunni eru fitu- krem, andlitskrem og húðkrem fyr- ir umhirðu líkamans. Fitukrem Þegar haustar að, hvessir og kólnar í veðri er þurr húð algengt vanda- mál hjá mörgum. Þá er mikilvægt að verja húðina vel. Ceridal fitukrem minnkar hættuna á húðskemmdum af völdum kulda því fitukremið inni- heldur ekki vatn og húðin andar því eðlilega. Kremið myndar hlífðarlag á yfir- borði húðarinnar og kemst með- fram frumum í ysta lagi hennar. Fituefnin haldast lengi í húðinni og varna því að hún þorni upp, jafnvel þótt hún sé í snertingu við vatn, svo sem við handþvott eða í sundlaug. Auk þess hjálpar fitukremið húð- inni að græða sár. Ef húðin er þurr getur tekið langan tíma fyrir sár að gróa en fitukremið varðveitir raka umhverfis sárin. Kremið gagnast einnig vel á þurrar og sprungnar varir.  Krem og andlitskrem Ceridal krem og andlitskrem eru frábær vörn fyrir viðkvæma húð og hafa einnig góð áhrif á exem og of- næmi. Kremin innihalda jurtaolíur, sem minna talsvert á olíurnar sem eru í húðinni frá náttúrunnar hendi. Vörnin sem kremin veita líkist því vörn húðarinnar sjálfrar. Geta húð- arinnar til að endurnýja sig eykst þar af leiðandi og fyrr en varir verð- ur húðin mjúk. Ceridal krem er fyrir daglega um- hirðu líkamans. Sérstaklega gott á hendur, olnboga og hné. Andlits- kremið er ætlað fyrir daglega um- hirðu á andliti og hálsi. Barnvænar vörur Allar vörurnar í Ceridal húðhirðu- línunni eru algerlega lausar við ilmefni, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Vörurnar henta því vel fyrir börn og ungbörn með viðkvæma húð. Börnum sem nota snuð er hætt við ertingu í kringum munninn en til að koma í veg fyrir útbrot má bera þunnt lag af Ceridal fitu- kremi í kringum munninn. Ef barnið er með þurra húð er mikilvægt að bera reglulega á húð- ina, til að forðast að þurrkurinn breytist í exem. Ceridal vörurnar fást í apótek- um og þar er jafnframt hægt að fá ráðleggingar um val á Ceridal vörum sem henta hverjum og ein- um. Mildar húðvörur fyrir alla fjölskylduna Ceridal húðvörulínan er mild og hentar bæði fólki með venjulega húð og viðkvæma. Vörurnar verja húðina fyrir kulda og þurrki og hjálpa húðinni að græða sár. Vörurnar eru mildar og henta því börnum og fullorðnum jafn vel. Ceridal er heilsusamleg húðhirðulína fyrir alla fjölskylduna, Allar vörurnar í húðhirðulínunni eru algerlega lausar við ilmefni, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Hægt er að nálgast Ceridal vörurnar í næsta apóteki.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.