Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 70

Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 70
Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS Nú er frábært tækifæri til að fara með alla fjölskylduna í bíó því áskrifendum SkjásKrakka bjóðast tveir bíómiðar á verði eins á stórskemmtilegu fjölskyldumynd- ina Lási löggubíll sem sýnd er í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akur- eyri. Áskrifendur SkjásKrakka fá sendan tölvu- póst með afslátt- armiða sem sýna skal í miðasölu. Það má kaupa eins marga miða og fólk vill og gildir tilboðið á meðan myndin er í sýningu. Áskrifendur SkjásEins fá áskrift að Skjár- Krakkar fyrir 990 krónur á mánuði og hægt er að sækja um áskrift á: Skjarkrakkar.is. Scandal 3 í öllu sínu veldi! Nú geta aðdáendur Scandal glaðst en þann 5. júní verður hægt að nálgast alla þriðju þáttaröðina í SkjáFrelsi. Um er að ræða gríðarlega vinsæla og vandaða þætti um almannatengilinn Oliviu Pope og teymi hennar sem starfar í spillingarborginni Washington þar sem hvert hneykslismálið rekur annað. Í þriðju þáttaröðinni á Olivia í vök að verjast þar sem upp hefur komist um ástarsamband hennar og forseta Banda- ríkjanna og lægja þarf öldurnar. Þættirnir eru alls 22 svo mikilvægt er að kaupa inn vistir áður en áhorfið hefst því þú slítur þig ekki svo auðveldlega frá þeim! Það er Kerry Washing- ton sem fer með hlutverk Oliviu og hún hefur einnig haft í nógu að snúast í einka- lífinu. Kerry og eiginmaður hennar, Nnamdi Asomugha, eignuðust sitt fyrsta barn þann 21. apríl, fallega dóttur sem hlotið hefur nafnið Isabelle Amarachi Asomugha. tveir fyrir einn á Lása löggubíl Ævintýri gamalmennis og skylmingaþræls Það er úrval af efni í SkjáBíói þar sem nýtt og spennandi efni kemur inn í viku hverri. Sænska gamanmyndin um Gamlingjann sem skreið út um gluggann og hvarf fjallar um líf sprengjusér- fræðingsins Allan Karlsson sem strýkur af elliheimili á hundr- aðasta afmælisdaginn sinn og ævintýrin sem fylgja í kjölfarið. Sprenghlægileg mynd sem slegið hefur í gegn hér á landi. Í SkjáBíói er einnig er hægt að nálgast alla fyrstu þáttaröðina af Spartacus: War of the Damned sem fjallar um skylminga- þrælinn Spartacus sem er numinn á brott frá móðurlandi sínu og neyddur til að taka þátt í bardögum þar sem blóð og dauði er helsta skemmtunin. Fyrstu tveir þættirnir af Spartacus eru ókeypis í SkjáBíói. Dóttir Meryl Streep á SkjáEinum Emily Owens MD eru glænýir þættir sem fjalla um Emily sem er nýútskrifuð úr læknanámi og hefur fengið starf á stórum spít- ala í Denver. Henni finnst hún loksins vera orðin fullorðin og fagnar því að gagnfræðaskóla- árin eru að baki þar sem hún var hálfgerður lúði, en ekki líður á löngu áður en hún uppgötvar að spítalamenningin er ekki svo ólík klíkunum í gaggó. Með aðal- hlutverk fer Mamie Gummer, dóttir Óskarsverðlaunaleik- onunnar Meryl Streep. Mamie hefur tvisvar sinnum leikið á móti móður sinni. Fyrra skiptið var árið 1986 í kvikmyndinni Heartburn en þá var Mamie aðeins 20 mánaða gömul. Árið 2007 lék hún svo í Evening þar sem hún lék persónu móður sinnar á hennar yngri árum en hún þykir fanta góð leikkona og eiga því áskrifendur SkjásEins von á góðu í sumar. Emily Owens MD hefst miðviku- daginn 28. maí klukkan 21.15! S ölvi Tryggvason mætir aftur á SkjáEinn með fréttaskýringarþættina Málið þar sem hann tekur fyrir málefni líðandi stundar. Í fyrsta þættinum beinir Sölvi spjót- unum að framhjáhaldi. Hann tekur hjónabands- ráðgjafa tali sem segir svæsna sögu giftrar konu sem á í ástarsambandi og kemst að því að um 20 – 30 prósent fólks í hjónabandi halda framhjá. Sölvi segir margt hafa komið sér á óvart við vinnslu þáttarins líkt og að ákveðnar staðal- myndir af þeim sem halda framhjá virðast ekki vera réttar. „Til að mynda virðist þetta vera nokkuð jafnt milli kynja, alls ekki bundið við skemmtanalíf og áfengi, fólk á öllum aldri heldur framhjá og þar fram eftir götunum. Það er sem sagt ekki hægt að alhæfa mikið í þessum efnum.“ Sölvi segir það einnig hafa komið sér á óvart að framhjáhald virðist yfirleitt eiga sér töluvert langan aðdraganda. „Jafnvel þó að atburðurinn eigi sér stað undir áhrifum áfengis og gerandinn noti það jafnvel sem afsökun, er nær undantekn- ingarlaust kominn mikill vandi í sambandið áður en svona nokkuð gerist. Eins virðast karlmenn eiga erfiðara en konur með að halda áfram með góðu móti í samböndum eftir að haldið hefur verið framhjá þeim.“ Fyrsti þátturinn af Málinu er á dagskrá Ská- sEins mánudaginn 19. maí klukkan 20.45! Um 20-30 prósent halda framhjá! SPENNANDI SUMARSTÖRF FYRIR NÁMSMENN Umsóknarfrestur til 28. maí. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Vinnumálastofnunar www.vmst.is SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 Á LEIÐINNI Í SKÓLANN 70 stjörnufréttir Helgin 16.-18. maí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.