Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 82

Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 82
— 2 — 16. maí 2014 Erla Kolbrún heið- ursvísindamaður Landspítala 2014 Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður fagráðs í fjöl- skylduhjúkrun við Landspítala, er heiðursvísindamaður Landspítala árið 2014. Henni hlotnaðist sá heiður á Vísindum á vordögum, árlegri vísindadagskrá á Landspítala, sem haldin var í byrjun maí. Erla Kolbrún lauk doktorsprófi frá Há- skólanum í Wisconsin í Madison árið 1997 og ber doktorsritgerðin titilinn: „Family Adaptation for Families of an Infant or a Young Child with Asthma“. Erla Kolbrún hefur verið prófessor við Háskóla Íslands síðan 2006 og formaður fagráðs í fjölskylduhjúkrun á Landspítala síðan 2008. Frá upphafi rannsóknar- ferilsins hefur Erla Kolbrún lagt áherslu á að kanna þrautseigju, seiglu, bjargráð, heilsutengd lífsgæði, vellíðan, aðlögunarleiðir og aðlögun fjöl- skyldumeðlima sem eru að fást við langvinna sjúkdóma, bæði meðal fjölskyldna hér á landi og í Banda- ríkjunum. Auk þess hefur hún unnið að aðferðafræðilegum útfærslum í fjölskyldurannsóknum með sam- starfskonum í Bandaríkjunum. Um þessar mundir vinnur hún með rann- sóknarhópi í Kanada að innleiðingu fjölskyldumiðaðrar heilbrigðisþjón- ustu á háskólasjúkrahúsi í Montreal. Stærsti hluti rannsókna Erlu Kol- brúnar og samstarfsmanna hennar hér á landi snýr hins vegar að þróun stuttra meðferðarsamræðna og fjöl- skylduhjúkrunarmeðferða í tengslum við innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á Landspítala og að þróun þriggja mælitækja sem mæla upplifaðan stuðning, fjölskylduvirkni og viðhorf fjölskyldumeðlima til sjúkdóma. Ritrýndar tímaritsgreinar og bókar- kaflar Erlu Kolbrúnar eru yfir 60 og ágrip nokkur hundruð, auk þess sem hún er ritstjóri tveggja fræðibóka.  Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is. Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is. Fram- kvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgis- son valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gef- inn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir. Vöðvar endurbyggðir með vef úr þvagblöðru svína Vélmenni á skurðstofunni Róbóti eða þjarkur sem notaður er við skurðaðgerðir er orðinn staðalbúnaður á flestum sjúkrahús- um á Vesturlöndum. Ekki er til slíkur á Íslandi en söfnun fyrir honum stendur yfir. Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir hefur verið leiðandi í notkun á þjarkinum í Svíþjóð. Með notkun hans verða aðgerðir mun nákvæmari og sjúklingurinn finnur síður fyrir aukaverk- unum. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir Frá síðustu aldamótum hefur róbóti eða skurðarþjarkur verið tekinn í notkun á flestum sjúkrahúsum á Vesturlöndum. Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir hefur verið leiðandi í notkun tækisins í Sví- þjóð en hann flutti til Íslands síðasta haust eftir áratugar dvöl ytra. Ekki er til slíkur þjarkur á Íslandi en söfnun stendur nú yfir. Tækið kostar um 300 milljónir og hefur tekist að safna fyrir nær helmingi upp- hæðarinnar. Í vikunni gáfu Bónus og Hag- kaup 25 milljónir í söfnunina. Skurðarþjarkurinn virkar eins og fram- lenging á höndum skurðlæknisins og segir Rafn að líkja megi honum við hátæknihníf. Gerð eru lítil göt á kviðinn og aðgerð fram- kvæmd í gegnum þau í stað stórs skurðar á kvið. „Þjarkurinn heldur á öllum áhöldum og skurðlæknirinn stýrir honum frá stjór- nstöð. Skurðsár verða mun minni og sjúk- lingurinn fær minni verki og blæðingar. Þó tækið sé dýrt sparast fjármagn með notkun þess því sjúklingar fara fyrr heim eftir að- gerðir.“ Skurðlæknirinn skiptir um arma eftir þörfum, til dæmis eftir því hvort eigi að sauma, klippa eða skera. Hver hreyfing verður nákvæmari en þegar skurðlæknirinn notar sínar eigin hendur og auðveldara að komast að viðkomandi líffæri með smáum áhöldum í gegnum lítil göt. Með þjarkinum er myndavél og sér skurðlæknirinn aðgerða- svæðið í þrívídd og hefur möguleika á því að stækka myndina mikið sem Rafn segir muna miklu. Á námsárum sínum í Svíþjóð starfaði Rafn á háskólasjúkrahúsinu í Lundi og síð- ar í Malmö þar sem ein stærsta þvagfæra- skurðdeild á Norðurlöndunum er. Stuttu eftir að hann hóf störf í Svíþjóð var byrjað að nota slíka þjarka þar og kveðst hann heppinn að hafa fengið að vinna með tækið nánast frá þeim tíma er kom fyrst á markað. Í fyrstu voru aðeins þvagfæraskurðlækn- ar sem nýttu sér þjarkinn en hann er nú notaður af hinum ýmsu sérfræðigreinum. „Tæknin hentar vel við aðgerðir á blöðru- hálskirtli djúpt niðri í grindarholinu. Þang- að er erfitt að komast og þröngt og því hent- ar þessi tækni vel þar.“ Í dag er þjarkurinn mest notaður af kvensjúkdómalæknum og þá við aðgerðir eins og þegar verið er að fjar- lægja krabbamein í eggjastokkum og legi. Þó tæknin sé orðin staðalbúnaður á flestum sjúkrahúsum á Vesturlöndum er ekki kominn slíkur þjarkur á Landspítal- ann. Ekki er einungis skorti á fjárfram- lögum um að kenna því ekki hefur verið til staðar þekking hér á landi til að nota hann. „Núna á síðustu misserum hafa þó komið skurðlæknar til starfa á Landspítala sem eru menntaðir erlendis og hafa þekkingu til að nota tækið.“ Rafn er þeirrar skoðunar að lykillinn að því að koma Landspítalanum upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í undanfarin ár sé að horfa til framtíðar og byggja upp. „Þannig hrífst fólk með og vill flytja aftur heim til Íslands að námi loknu. Það verður seint þannig að Ísland geti keppt við önnur lönd í launum en með því að bjóða upp á sambærilegar aðstæður og gerast erlendis fást sérfræðingar til starfa.“ Nánari upplýsingar um söfnunina má nálgast á síðunni www.islandsbanki.is/ro- bot Vakin er athygli á því að full starfsemi er yfir sumartímann. Læknisfræðileg endurhæfing á Heilsustofnun er góður kostur og miðar að því að ná mestri mögulegri færni og lífsgæðum og viðhalda þeim. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.hnlfi.is og í síma 483 0300. Endurhæfing allt árið Heilsustofnun NLFÍ Berum ábyrgð á eigin heilsu Grænumörk 10 - Hveragerði - Sími 483 0300 www.hnlfi.is - heilsu@hnlfi.is Erla Kolbrún Svavarsdóttir. Hægt er að nota vef úr þvagblöðrum svína til að endurbyggja vöðva í fólki, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Pittsburg háskóla og nýlega voru birtar í vísindatímaritinu Science translational Medicine. Fimm karlmenn um þrítugt tóku þátt í rannsókninni en allir höfðu þeir hlotið meiðsli með þeim afleiðingum að á milli 58 og 90 prósent af ákveðnum vöðva á fæti voru skemmd. Tveir karlanna voru hermenn sem höfðu orðið fyrir sprengingu, tveir höfðu lent í slysi á skíðum og einn hafði lent í slysi við annars konar íþrótta- iðkun. Á alla fimm vantaði hluta af hnéréttivöðva sem er vöðvinn á utanverðum sköflungi. Meðferðin fór þannig fram að eftir ákveðna vinnslu á þvagblöðrunni var örvefur fjarlægður úr vöðvanum. Síðan var blaðran sett á svæðið og stofnfrumur hennar inni í vöðvanum breyta sér í vöðva. Þrír af fimm sjúklingum rannsóknarinnar náðu góðum bata og gátu til dæmis staðið á öðrum fæti. Hjá hinum tveimur var árangurinn minni. Vöðvi er einn af fáum líkamsvefjum sem geta endurnýjað sig en ef stór hluti skemmist geta meiðslin orðið það mikil að hreyfigeta minnkar. Skurðarþjarkurinn virkar eins og fram- lenging á höndum skurðlæknisins. Gerð eru lítil göt á kviðinn og aðgerð framkvæmd í gegnum þau í stað þess að gera stóran skurð. Með tækninni verða aðgerðirnar nákvæmari og sjúklingurinn fær minni aukaverkanir. Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir hefur verið leiðandi í notkun skurðarþjarksins í Svíþjóð. Hann er nú fluttur til Íslands eftir tíu ára búsetu ytra.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.