Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 84

Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 84
— 4 — NÁMSRÁÐGJÖF OG UPPLÝSINGAR: SÍMI 525 4444 ENDURMENNTUN.IS TAKTU SKREFIÐ SKAPAÐU ÞÍNA EIGIN FRAMTÍÐ NÁMSLÍNUR ÁN EININGA VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN x Á GRUNNSTIGI LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI STAÐNÁM - FJARNÁM VIÐURKENNDUR BÓKARI STAÐNÁM - FJARNÁM NÁM Í UNDIRSTÖÐUATRIÐUM HUGRÆNNAR ATFERLISMEÐFERÐAR NÁM TIL LÖGGILDINGAR FASTEIGNA-, FYRIRTÆKJA- OG SKIPASALA Á FRAMHALDSSTIGI FJÖLSKYLDUMEÐFERÐ DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI ÖLDRUNARFRÆÐI DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI NÁMSBRAUTIR Á HAUSTMISSERI UMSÓKNARFRESTUR TIL 2. JÚNÍ 16. maí 2014 Í samningi Sjúkratrygginga Íslands við Tannlæknafélag Íslands um tann-lækningar barna sem undirritaður var fyrir ári er sérstaklega kveðið á um símenntun tannlækna. Ekki eru slík ákvæði í samningum SÍ við aðrar stéttir lækna en siðareglur þeirra kveða þó á um að þeim beri að viðhalda þekkingu sinni og endurnýja hana og fullnægja þeim kröfum sem gerðar er til starfa lækna á hverjum tíma. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, for- manns Tannlæknafélags Íslands, var ákvæðið sett inn í samninginn að frum- kvæði tannlækna. „Við viljum að þessi mál séu í lagi hjá stéttinni. Tannlæknar á Ís- landi eru almennt mjög duglegir að stunda símenntun og þetta ákvæði er hvati til að gera enn betur.“ Tannlæknum ber að ljúka 25 einingum á ári og er hvert samnings- tímabil til þriggja ára í senn og á því ber þeim að ljúka 75 einingum. Símenntun er mjög mikilvæg fyrir tann- lækna, að sögn Kristínar. „Það koma enda- lausar nýjungar fram sem mikilvægt er að kynna sér. Ég útskrifaðist sem almennur tannlæknir fyrir 19 árum og námsefni nem- enda í dag er töluvert breytt frá þeim tíma. Auðvitað eru ákveðin grunnatriði sem breytast aldrei en nýjungarnar eru miklar. Fagið er þannig að fólk verður að stunda símenntun ef það vill vera með á nótunum.“ Kristín segir tannlækna á Íslandi mjög duglega að sækja sér símenntun og eftir því tekið hversu margir þeirra sæki ráð- stefnur, bæði innanlands sem utan. „Við höldum alltaf ársþing í nóvember og janú- arkúrsus og um og yfir 80 prósent félags- manna mæta á ársþingið sem þykir mjög gott.“ Erfitt getur verið fyrir tannlækna á landsbyggðinni að komast á fyrirlestra þeg- ar allra veðra er von og hefur Tannlæknafé- lagið nýlega tekið í notkun fjarfundabúnað til að varpa fræðslufundum út á land. Það er þó enn á tilraunastigi. Á dögunum fundaði Kristín með for- mönnum Norrænu tannlæknafélaganna, meðal annars um ákvæðið, sem vakti at- hygli þeirra en slíkt tíðkast ekki enn á hinum Norðurlöndunum. Í Bretlandi og Sviss eru ákvæði um símenntun tannlækna tengd starfsréttindum þeirra. Símenntun tannlækna tengd samningi við SÍ Í samningi Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands um tannlækningar barna er sérstaklega kveðið á um að tannlæknar skuli stunda símenntun. Ákvæðið var sett inn að frumkvæði Tannlæknafélagsins. Kristín Heimisdóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands. Formaður Tannlæknafélags Íslands segir símenntun mjög mikilvæga fyrir tannlækna. „Það koma endalausar nýjungar fram sem mikilvægt er að kynna sér. Ég útskrifaðist sem almennur tannlæknir fyrir 19 árum og námsefni nemenda í dag er töluvert breytt frá þeim tíma.“ Ljósmynd/NordicPhoto /GettyImages

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.