Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 90

Fréttatíminn - 16.05.2014, Side 90
— 10 — 16. maí 2014 Þessi skurð- stofa í elstu byggingu Landspítala við Hringbraut var tekin notkun árið 1930. Skurðstofan er enn í notkun en mun þrengra er um sjúklinga og starfsfólk í dag en þá. Öryggi sjúklinga ógnað Samkvæmt kostnaðaráætlun um viðbyggingu við Landspítala við Hringbraut mun framkvæmdin kosta 48,5 milljarða. Forstjóri spítalans segir mikilvægt að leita leiða til að fjármagna endurnýjun á húsnæði spítalans því ástandið sé orðið hættulegt. Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir L andspítalinn er með starf-semi í 100 byggingum á 17 stöðum. Bráðastarfsemi er rekin á tveimur stöðum, bæði við Hringbraut og í Fossvogi. Að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, er þessi staða hættuleg. „Fyrir utan óhagræðið og kostnaðinn er þetta hættulegt því við þurfum að flytja sérhæft heilbrigðisstarfsfólk, sem ekki er nóg af, á milli húsa. Ef sér- hæfð tæki, eins og sneiðmyndatæki, bila í öðru húsinu þá gagnast það lítið að hafa tæki til vara hinu megin við Öskjuhlíðina ef fólk er of bráðveikt til að hægt sé að flytja það á milli.“ Að mati forstjórans stendur hið óhentuga húsnæði í vegi fyrir því að hægt sé að koma fyrir tækjum og búnaði, sérstaklega á skurðstofum og gjörgæslu. „Húsnæði sem er með öllu óboðlegt laðar ekki beinlínis öfl- ugt fagfólk til baka til landsins. Ör- yggi snýst líka um það að hafa nú- tímaleg tæki sem bila ekki í húsnæði sem hentar starfseminni. Núverandi ástand bygginga á Landspítala er að verða ógn við öryggi í heilbrigðisþjón- ustu. Byggingarnar eru gamlar, óhent- ugar og á stundum beinlínis heilsu- spillandi umhverfi fyrir sjúklinga og starfsfólk.“ Samkvæmt kostnaðaráætlun mun viðbygging við Landspítalann kosta 48,5 milljarða sem er um það bil þriðj- ungur af því sem bygging Kárahnjúka- virkjunar kostaði. 11%31%Íslendingum mun fjölga umfram til ársins 2025. Á sama tíma mun legudögum á Landspítala fjölga um 100 17Landspítalinn er með bygg-ingar á stöðum í borginni. 64% 5 sjúklinga fjöl- menna á stofum. Enn eru notaðar manna stofur. Skortur á einbýlum er ein mesta ógnin við öryggi sjúklinga. Sýklavarnir eru mjög erfiðar í þrengslum. Spítalasýkingar hægja á bata og lengja legu. 1920 til 1980 Húsnæði Landspítala er að mestu leyti byggt á árunum Síðan hefur margt í starfseminni breyst. Aðgerðir eru flóknari og sjúklingar veikari. 48.500.000.000 Samkvæmt kostnaðaráætlun mun byggingin kosta krónur sem er um það bil þriðjungur af byggingakostnaði Kárahnjúkavirkjunar. Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og veita tönnunum vernd. Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur hefur notað Gum vörurnar í mörg ár á tannlæknastofunni Brostu. „Ég mæli heilshugar með Gum vörunum. Vörulínan er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunar- efna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að tileinka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Guðný. Gum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og tennurnar fá sinn upprunalega lit. Báðar vörurnar innihalda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á almenna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað nátt- úrulega vörn tann- anna. „Hvíttunarlín- an, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tann- kul. Slípimassinn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunartannkrem.“ Guðný segir það einnig kost að Original White línan viðhaldi árangri eftir lýsingameðferð á tannlæknastofu. „Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“ Hvíttunarvörurnar innihalda sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleiki- efni. Vörurnar eru fáanlegar í flestum apótekum, í hillum heilsuverslana, í Hagkaup og Fjarðarkaup. KYNNING Hvítari tennur með Gum Original White Með Gum Original White munnskoli og tannkremi verða tenn- urnar hvítari. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi. Soft Picks tannstönglarnir komast vel á minni tanna, innihalda flúor og engan vír. Guðný Ævarsdóttir tannfræðingur mælir með Gum vörunum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.