Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 6
Í skólanum landsins eru börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál – og dæmi eru um að í einum leikskóla séu töluð tólf tungumál, auk íslenskunnar.  MóðurMál uM 100 tunguMál töluð á Íslandi Þrettán tungumál töluð í leikskólanum Rofaborg Um eitt hundrað tungumál eru töluð á Íslandi, slík er fjölbreytnin. Tungu- málaforða Íslands er nú leitað í skólum landsins. Taka má sem dæmi leikskólann Rofaborg í Reykjavík. Þar eru töluð tólf tungumál, auk ís- lenskunnar, það er að segja portú- galska, pólska, perú, gríska, þýska, mál frá Sierra Leóne, tagalog frá Filippseyjum, litháíska, tælenska, búlgarska, víetnamska og enska. Menning hér á landi býr því yfir mikilli fjölbreytni og á hverjum degi eru í skólanum börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál. UNESCO leggur ríka áherslu á réttinn til móð- urmálsins og mikilvægi þess fyrir einstaklinginn og menningu þjóða. Vika móðurmálsins hefur staðið yfir undanfarna viku í framhaldi af alþjóðadegi móðurmálsins 21. febrúar. Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum ákváðu að efna til nokkurra viðburða í þess- ari viku þar sem athygli hefur verið vakin á starfi fjölmargra aðila sem tengjast ólíkum móðurmálum, hvatt til umræðu í skólum um hvernig hægt sé að koma til móts við nem- endur sem tala annað móðurmál en íslensku. Þá er hafin samvinna við skóla um land allt sem felur í sér skráningu einstakra bekkja á tungu- málaforða sínum. Móðurmálsvikunni lýkur í dag, föstudaginn 28. febrúar, með mál- þingi í Norræna húsinu frá klukkan 15 til 17. Þar verður rætt um tungu- málið frá ýmsum hliðum, sem sam- eign okkar og auðlind – og ekki síst hve tungumálaforðinn er dýrmætur. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is F yrsta námskeið LungA skólans, nýstofnaðs íslensks lýðháskóla, hefst eftir tvær vikur. Björt Sigfinnsdóttir er annar stofnenda skólans og framkvæmda- stjóri hans. „Við leggjum mikla áherslu á það að nýta listir og skapandi greinar sem undir- stöðu í allri okkar kennslufræði og með áherslu á þróun sjálfsins. Við teljum það mikilvægan hluta af kennslu að skoða sjálf- an sig sem einstakling, að innan og utan. Það munum við gera í gegnum allskonar persónulega ferla, æfingar og listasmiðjur. Rökræður og beinar æfingar þar sem við köfum ofan í þessar stóru spurningar sem maður heldur venjulega fyrir sjálfan sig, eins og t.d. hver er ég? Eða hver vil ég vera? Hér er hægt að gefa sér tíma til að læra að skynja og uppgötva sig.“ Fyrsta námskeið skólans er mánaðar prógram þar sem tuttugu nemendur all- staðar að úr heiminum munu vígja námið og í leiðinni hjálpa aðstandendum skólans að þróa áfram aðferðafræðina. „Nemend- urnir eru að koma allsstaðar að, alla leið frá Ástralíu. Fólk hefur frétt af skólanum í gegnum LungA listahátíðina sem er hér á Seyðisfirði hvert sumar, en hún hefur fengið mjög góða umfjöllun í erlendum tímaritum,“ segir Björt. Á námsskránni þennan reynslumánuð er danssmiðja með dansaranum Sögu Sigurðardóttur, hljóðskúlptúrgerð með Curver Thoroddsen, sviðsmyndagerð með Berki Jónssyni og vidjóverka gerð með Hrund Atladóttur. Í ágúst mun skólinn svo opna dyr sínar fyrir nýjum nemendum sem hefja fullt nám og skráning er þegar hafin. Í stjórn skólans sitja ásamt Björt, Guð- mundur Oddur Magnússon (Goddur), Sigrún Halla Unnarsdóttir, Nína Magnús- dóttir, Dýri Jónsson, Ólafur Stefánsson og Margrét Pála Ólafsdóttir. Margrét Pála er stödd á Seyðisfirði ásamt Ólafi Stefánssyni, fyrrverandi handknattleiksmanni, þar sem undirbúningur stendur yfir. „Ég hugsa að þau hafi leitað til mín þar sem ég er mjög reynd í skólarekstri og mikil áhugakona um nýjungar og fjölbreytni. Óli Stefáns mun koma allavega einu sinni á hvert námskeið því hann er sérfræðingur í því hvernig hægt er að ná árangri í því sem kallar á þig. Hann ætlar að tala um hvernig hægt er að fá kjark til að þora að ná árangri. Sjálf er ég mjög upptekin af kynjavíddinni, að fá ungmenni til þess að skilja hvaða takmarkanir þau hafa búið við vegna staðalímynda kynjanna, bæði stelpur og strákar. Stelpur eru oft hræddar við eigin getu á meðan strákar hafa oft ekki kjark til að líta inn á við og uppgötva sig þaðan. Strákar hafa oft kjark til að fram- kvæma nýja hluti en ekki til að skoða tilfinn- ingar sínar.“ Margréti Pálu hefur lengi dreymt um að stofna skóla á framhaldsstigi. „Þegar Björt hafði samband þá hoppaði ég um leið á vagninn. Þetta er stórkostlegt tækifæri til að bjóða upp á nýjan valkost fyrir fólk sem er ekki er að finna sig í hefðbundum fram- haldsskólum og frábært tilboð fyrir fólk sem langar að fara meira inn í listgreinar.“ Eitt af því sem heillar Margréti Pálu helst er þessi vinkill í náminu sem er ekki í boði annars- staðar, að læra að þekkja sjálfan sig. „Grunn- urinn að öllu hér er að fara ekki leið hins hefðbundna skólakerfis sem er að mörgu leyti svo takmarkandi. Leiðin sem hér er í fyrirrúmi, sjálfsþekking, sjálfsuppgötvun og sjálfsstyrking, finnst mér stórkostleg. Allt of mörg ungmenni hafa annað- hvort guggnað í opinberu kerfi eða þá klárað námið en komið út úr því án þess að þekkja sjálf sig. Það er gríðarleg gleði í okkur hér. Við teljum þetta vera mjög spennandi valkost fyrri alla sem vilja uppgötva sig á nýjan hátt.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Menntun nýr lýðháskóli tekur til starFa á seyðisFirði Ólafur Stefánsson kennir í lýðháskóla Nýstofnaður LungA skólinn er alþjóðleg menntastofnun sem hefur það að markmiði að efla sjálfið í gegnum listir og sköpun. Skólinn er á Seyðisfirði og sækir innblástur í hina rótgrónu skandinavísku lýðháskóla. Stofnendur skólans segja Seyðisfjörð vera tilvalinn stað til einbeita sér að námi og læra að þekkja sjálfan sig. Nemendur skólans munu búa á heimavist víðsvegar um kaupstaðinn. Margrét Pála Ólafsdóttir og Ólafur Stefáns- son sitja í stjórn skólans og eru meðal kennara. Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyRi | Reykjavík | akuReyR Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 OPNUNARTÍMI HOlTAgöRðUM: Virka daga 1000-1800, Laugardaga 1100–1600 áTTU vON á gesTUM! sIlO SVefnSófi 119.900 fullt verð kr. 139.900 Stærð: 228x162 H: 83 cm Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Með rúmfata geymslu í tungu. Svefnsvæði 140x190 cm Stærð 225x 80 Svefnsvæði 120x190 cm. Með rúmfatageymslu. Grátt og brúnt slitsterkt áklæði. einnig til án arma DORMAveRð kR. 79.900. Stærð: 241 x 158 cm H. 71 cm. Dökk- og ljósgrátt slitsterkt áklæði. Rúmfatageymsla í tungu. Tunga getur verið beggja vegna. Svefnsvæði 140x195 cm RUBeN SVefnSófi 119.900 fullt verð kr. 139.900 DAIsy SVefnSófi 89.900 DoRMA- VeRð Stærð 192 x 85 cm. Rautt, fjólublátt og grátt slitsterkt áklæði. Stærð dýnu 147x197 cm. Rúmfata geymsla. sIesTA SVefnSófi 119.900 fullt verð kr. 139.900 6 fréttir Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.