Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Side 16

Fréttatíminn - 28.02.2014, Side 16
Ohhh, þessi Elín! Elín Hirst veit ekkert hvað einelti er. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi Regnbogabarna, var ekki sáttur við umkvartanir Elínar Hirst um að Vigdís Hauksdóttir væri lögð í einelti. Ohhh, þessi skrattakollur! Djöfullinn var í mér. Algirdas Vysnauskas kemur með sannfærandi skýringu á því hvað fékk hann til þess að mölva flösku fulla af metamfetamínbasa í tollinum í Leifsstöð. Ohhh, þessi almenningur! Ef við tækjum bara þá sem hafa áhuga á aðild þá eru það hátt í þrjátíu prósent þjóðarinnar. Þá væru það sextíu þúsund undirskriftir og kæmi mér ekki á óvart að það kæmu 60 þúsund undir- skriftir. Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknar og áhugamaður um undirskriftir, býst við því versta úr undirskriftasöfnun með áskorun um að aðildar- viðræðum við ESB verði haldið áfram. Hvað er málið? Ég segi bara eins og menn segja á útlensku: „So what?“ Er ekki afstaða þeirra bara svona núna? Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fullan skilning á sinnaskiptum ráðherra flokksins þegar þjóðaratkvæða- greiðsla er annars vegar. Say it isn´t so „So what?“ Allt segi ég. „So everything“. Svo allt, virðulegi forseti. Píratanum Helga Hrafni Gunnarssyni þótti lítið til enskuslettu Brynjars koma og svaraði með fleiri slettum. Nemar í hárgreiðslu þurfa að læra hornaföll og vektora til að fá að útskrifast Stærðfræðileg klipping É g átti áhugavert samtal við Jóhönnu Vigdísi Arnardótt-ur leikkonu í vikunni. Hluti af því birtist í skemmtilegu viðtali hér í blaðinu í dag. Við fórum reynd- ar dálítið út fyrir efni viðtalsins í spjallinu því báðar erum við Hjalla- stefnuforeldrar og með sterkar skoðanir á skólamálum. Í viðtalinu bendir Jóhanna Vigdís meðal annars á ann- marka skólakerfisins þar sem reynt er að steypa öllum nemendum í sama mót. Ég hef tekið viðtöl við fjöldann allan af foreldrum barna með sérþarfir. Allt of margir segja að skólakerfið sé að bregðast börnum. Skólinn komi ekki til móts við þarfir barnanna heldur sé gert ráð fyrir því að börnin lagi sig að skólakerfinu. Við búum í landi þar sem ofur- áhersla er á bóknám. Við höfum margoft heyrt þær staðreyndir að hvergi í heiminum sé meira um brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi. Í greinaflokki sem ég skrif- aði um brottfall í fyrra kom meðal annars fram að meira brottfall er meðal þeirra sem aðhyllast verk- nám. Jóhanna Vigdís hittir naglann á höfuðið þegar hún bendir á að börnum sé bent á að fara í verknám ef þeim henti ekki bóknám – og svo sé verknámið nánast eingöngu bóknám! Það þarf að taka íslenska skóla- kerfið til gagngerrar endurskoðun- ar. Þó svo að kennarar njóti ákveðins frelsis í því hvernig kennsluaðferðir þeir tileinka sér og skólastjórnendur geti aðhyllst tiltekna stefnu í skóla- starfi eru skólar á Íslandi allt of líkir. Það hentar ekki öllum börnum að læra með sama hætti. Foreldrar ættu að geta valið fyrir börnin sín skóla sem aðhyllist kennsluaðferðir sem henta börnunum þeirra. Það getum við upp að vissu marki í fram- haldsskólunum, sérstaklega hvað varðar bóknámið. Ég get nefnt dæmi af ungri konu sem var að læra hárgreiðslu í Iðn- skólanum. Hún var búin að vinna á hárgreiðslustofu í mörg ár sem nemi og tók bóklega námið í skólanum samhliða vinnu. Hún er svakalega flinkur klippari. Henni fannst stærð- fræðin hins vegar dálítil hindrun og stakk sameiginleg vinkona okkar upp á því að ég tæki hana í einkatíma (ég útskrifaðist af nátt- úrufræðibraut og voru stærðfræði og aðrar raungreinar mitt sérsvið í námi). Það gerði ég með ánægju og klippti hún mig í staðinn. Ég þurfti auðvitað að rifja upp stærðfræðina enda tuttugu ár liðin frá því ég leit síðast í stærðfræðibók. Hárgreiðsluneminn þurfti að ná prófi í tveimur stærðfræðiáföngum, 102 og 122, að því er mig minnir. Við fórum að minnsta kosti saman yfir annars- og þriðja stigs jöfnur, hornaföll, vektora, þáttun og liðun, jöfnuhneppi og hnit, svo fátt eitt sé nefnt. Ég skildi ekki hvernig í ósköpun- um þáttun jafna, hornaföll og vekt- orar áttu að gera vinkonu mína að betri hárgreiðslumanni, né heldur hvers vegna í ósköpunum yfirvöld gera það að kröfu að hún tileinki sér jafn flókin stærðfræðihugtök og raun ber vitni. Hún fékk hins vegar enga þjálfun í prósentureikningi, bókhaldsgerð eða virðisaukaskattreglum, sem ég hefði talið mun hagnýtara fyrir hana því flestir hárgreiðslumenn vinna sem verktakar og þurfa að skila virðisaukaskattskýrslum. Kannski er ég að misskilja þetta eitthvað. Kannski reikna hár- greiðslumenn alltaf út hornaföll á klippingum áður en þeir ráðast til verks. Þeir eru bara svo þjálfaðir í því eftir alla stærðfræðina í Iðnskól- anum að þeir þurfa ekki einu sinni að bregða penna á blað. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Barnadagar Íslensk hönnun 100% hágæða bómull26. febrúar - 1. mars Börnin fá gen s rúmföt fyrir ban gsann 2 fyrir 1 af barnafatnaði Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is Sími 533 2220 Vöggusett 70x100 Verð frá: 4.193 kr Rúmföt 100x140 Verð frá: 5.243 kr af öllum barnavörum 30% afsláttur Send um fr ítt úr vef verslu n www .linde sign.i s  Vikan sem Var 16 viðhorf Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.