Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Page 22

Fréttatíminn - 28.02.2014, Page 22
Bollurnar eru komnar í Sveinsbakarí Glæsilegt og ölbreytt úrval af vatnsdeigs og gerbollum Verið velkomin www.sveinsbakari.is Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600 Þ að er ekki hægt að móta okkur öll í sama mótið, við verðum að fá viðurkenn- ingu eins og við erum. Því fagna ég þeirri vakningu sem átt hefur sér stað í umræðunni um einhverfu á undanförnum tveimur árum,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem leikur í uppfærslu Borgarleikhúss- ins á verkinu Furðulegt háttalag hunds um nótt sem er samið eftir samnefndri sögu sem sló í gegn um heim allan fyrir fáeinum árum. Hún fjallar um fimm- tán ára dreng með einhverfuröskunina Asperger sem finnur hund nágranna síns dauðan einn morguninn og ákveður að komast að því hver drap hann. Leikarahópurinn kynnti sér vel ein- hverfu og Asperger við undirbúning uppsetningarinnar. „Aðalpersónan er mjög blátt áfram, getur ekki logið og er með þráhyggju og sértækt áhugamál sem er stærðfræði,“ útskýrir Jóhanna Vigdís. „Persónan er að sjálfsögðu pínu klisjukennd og dálítið í þeim anda sem við upplifum aspa, sérkennilegir snill- ingar með sérgáfu eins og í Rain Man,“ segir hún. „Staðreyndin er sú að alls ekki allir aspar eru með snilligáfu og það hlýtur að vera dálítið erfitt fyrir aspa með enga snilligáfu að vera „bara venjulegur“ aspi. Hins vegar held ég að flestir aspar eigi það sameiginlegt að vera með einstaka hæfni í að einbeita sér að einhverju tilteknu og þannig verði snilligáfan oft til,“ segir hún. „Ég held að mörg okkar myndu vilja vera haldin þeim eiginleika, að geta einbeitt okkur með þessum hætti,“ bætir hún við og hlær. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur aðal- söguhetjuna. Hann viðaði að sér miklum upplýsingum um einhverfu og Asperger og miðlaði jafnframt til hinna í leikhópnum. „Það hjálpaði honum mikið, og okkur öllum, því það er mjög erfitt fyrir okkur „venjulega“ fólkið að setja okkur í spor aspans og skilja hvernig hugur hans virkar. Það er öruggleg mjög erfitt að fóta sig í heiminum þegar maður er á þessu rófi, sérstaklega þegar það er orðið hamlandi. Þessi eiginleiki aspanna, að eiga erfitt með að ljúga og skilja ekki kaldhæðni... það væri æðis- legt ef allir væru þannig, ætli heimurinn væri ekki bara betri þá?“ segir hún og hlær. „Það er nefnilega svo frábært með þá aspa sem ég hef hitt að þeir skilja ekki tilganginn í því að setja hluti fram í kaldhæðni. Þeir skilja ekki hvers vegna maður segir eitt og meinar annað. Þetta er náttúrulega bara svo gáfulegt,“ segir hún. „Fólk gæti haldið að þetta væri einhver einfeldni en það er það sannarlega ekki. Eigin- lega svolítill tærleiki og heiðarleiki.“ Umræðan mikilvæg Jóhanna Vigdís segir umræðuna um ein- hverfu og Asperger mjög mikilvæga. „Ég hef heyrt af unglingsstelpum sem hafa ekki fengið greiningu fyrir en allt er komið í óefni því stelpur virðast eiga auðveldara með að sigla í gegnum bernskuna og skólakerfið án þess að nokkur átti sig á því að þær séu ef til vill á ein- hverfurófi. Þær lýsa því hins vegar að um leið og þær fengu greiningu hafi allt orðið miklu betra, þær fengu þar með viðurkenningu á því hverjar þær væri – og höfðu leyfi til að vera þannig,“ segir hún. „Þegar greiningin var kom- in var eins og einhver segði: „Þetta er allt í lagi, þú mátt bara vera eins og þú ert,“ segir hún. „Þetta er kannski eins og með alla aðra minnihlutahópa. Við þurfum að berjast fyrir því að allir fái að vera eins og þeir eru. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að við erum öll mismunandi og við þurfum öll að vera í sama liði og berjast fyrir því að það sé leyfi- legt. Það þýðir ekki að þeir sem eru í tiltekn- um minnihlutahópi þurfi sjálfir að berjast fyrir réttindum sínum, svo sem transfólk, svo ég nefni eitthvað, heldur verðum við öll að berjast fyrir réttindum þeirra,“ segir hún. Jóhanna tekur skólakerfið sem dæmi. „Ég held að skólakerfið hljóti að fara að breytast. Það hentar alls ekki öllum að sitja í bekk og þegja í 40 mínútur og láta troða ofan í sig ein- hverjum vísdómi. Það hentar sumum, en ekki öllum. Og það á þá bara að vera í lagi, fólk er ekkert verra þótt það henti þeim ekki það kennslufyrirkomulag sem hefur verið við lýði fram til þessa. Ég hef trú á því að þetta fari að breytast. Við erum komin með svo mikið af börnum með einhverjar greiningar að það Ég held að skólakerfið hljóti að fara að breytast. Það hentar alls ekki öllum að sitja í bekk og þegja í 40 mín- útur og láta troða ofan í sig einhverjum vísdómi. „Þetta er kannski eins og með alla aðra minnihlutahópa. Við þurfum að berjast fyrir því að allir fái að vera eins og þeir eru. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að við erum öll mismunandi og við þurfum öll að vera í sama liði og berjast fyrir því að það sé leyfilegt,” segir Jóhanna Vigdís sem leikur í nýju verki í Borgarleikhúsinu, Furðulegt háttalag hunds um nótt, þar sem aðalpersónan er 15 ára drengur með Asperger heil- kenni. Leikritið verður frum- sýnt 8. mars næstkomandi. Mynd Hari Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 22 viðtal Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.