Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 36
Virkur lífshlaupari Þ Það er hollt að hreyfa sig, það þykist ég vita. En það er ekki nóg að vita, það þarf að gera eitthvað í málinu. Nærtækast er að fara út að ganga, teygja á stirðum limum og anda að sér hreinu lofti. Ég er ekki alslæmur hvað þetta varðar en engin regla er þó á göngutúrunum. Það er helst um helgar að við hjónakornin reimum á okkur gönguskó. Hvatning er góð þegar kemur að lík- amsrækt en dugði þó ekki til þegar flest- ir samstarfsmenn mínir ákváðu að taka þátt í Lífshlaupinu svokallaða, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands. Þar eru landsmenn hvattir til að huga að daglegri hreyfingu. Meðal annars var komið á keppni milli vinnustaða í þrjár vikur nú í febrúar. Einhverra hluta vegna taldi ég þetta ekki henta mér. Bíllinn var alltaf nær- tækur á morgnana og ég vissi, af gamalli reynslu, að ólíklegt væri að ég nennti út á kvöldin. Lífið er hins vegar fullt af tilviljunum. Um það bil er hollustukeppnin hófst bilaði gormur í bílnum mínum. Um hann þurfti að skipta – og er ekki í frásögur færandi. Mín ágæta eiginkona hefur á vinnustað sínum aðgang að bifvéla- virkjum á verkstæði og bauðst til þess að láta kíkja á vagninn, þegar laus stund gæfist frá öðrum verkefnum. Ég kom bílnum þangað og hún skutlaði mér í vinnuna. Þetta varð hins vegar til þess að ég ákvað að ganga áleiðis heim þann dag. Þetta endurtók ég næsta dag – og þann þriðja. Frúin mætti mér á bíl sínum á miðri leið. Ég tók með mér húfu, vett- linga og trefil að heiman og lagði svo í hann. Á fjórða degi gekk ég alla leið heim – og tók tímann – var klukkutíma og korter. Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég væri eiginlega orðinn virkur lífshlaup- ari, án þess þó að skrá þátttöku mína. Ég stóðst ekki mátið, montaði mig svolítið af þessu og var þá tilkynnt að skrá mætti afrekin aftur í tímann. Ég sló til og var þar með orðinn keppandi fyrir hönd Fréttatímans. Því fylgdi ábyrgð, ekki gat ég verið dragbítur á hópinn og varð að standa mig. Ég gerði ekki athugasemd við konuna þótt bíllinn væri í viðgerð fram að helgi þessa fyrstu þátttökuviku mína í Lífs- hlaupinu. Það gat verið mikið að gera á verkstæðinu og fráleitt að bíllinn minn hefði forgang á fjölmörg atvinnutækin þar. Um þá helgi fórum við út að ganga svo ég gat bætt þeim göngu- túrum á listann. „Þú hefur gott af því að hreyfa þig, elskan,“ sagði konan þegar hún keyrði mig í vinnuna á mánudegi annarrar viku Lífshlaupsins. Ég spurði ekkert um bílinn fyrstu daga þeirrar viku, hélt bara áfram að ganga heim, annað hvort hálfa eða alla leið. Það var vissulega hressandi fyrir þann sem situr alla daga í stól og hreyfir lítið annað en fingur á lyklaborði. Mér varð að vísu hugsað til hollustu göngunnar yfir Borgartún, meðfram Laugavegi, Lönguhlíð, Hamrahlíð og loks Kringlumýrarbraut áleiðis að Kópa- vogi þar sem hundruð bíla æddu framhjá mér og sendu malbiksagnir, sand, salt og gott ef ekki eldfjallaösku ofan í lungu mín. Samt gekk ég og bætti við mig tímum í Lífshlaupinu – og var, mér til nokkurrar gleði, ekki teljandi eftirbátur annarra á stassjóninni. „Þetta er flott hjá þér,“ sagði konan í lok annarrar viku heimgöngu minnar úr vinnunni. „Þú styrkist allur á þessu og hefur gott af hreyfingunni.“ Ég lét það vera að spyrja um bílinn og gorminn. Kunni eiginlega ekki við það, vildi ekki pressa á viðgerð fólksbíls sem eingöngu er notaður undir rassinn á mér til og frá vinnu og telst fráleitt mikilvægt sam- göngutæki – svona í stóru samhengi. Önnur farartæki á verkstæðinu, notuð í þágu almennings, áttu réttinn. Við fórum enn út að ganga þá helgi. Alla þessa útivist og hreyfingu skráði ég samviskusamlega í keppnisskrá Lífs- hlaupsins, fullur af súrefni – og kannski nokkrum aukaefnum líka. Á leiðinni í vinnuna á fyrsta degi þriðju viku Lífs- hlaupsins – og jafn langs bílleysis – minntist ég aðeins á minn góða vagn við konuna. Hún sagði mér, sakleysisleg til augnanna, að ákveðinn starfsmaður verkstæðisins hefði því miður tilkynnt sig veikan en hún hefði einmitt ætlað að láta hann líta á gorminn. Ég tók því með jafnaðargeði – og hélt áfram að ganga heim. Næstu daga spurðist ég fyrir um heilsu verkstæðismannsins og fékk að vita að hann væri enn í flensunni. Við því var ekkert að segja. Menn þurfa að vera við bærilega heilsu til að koma gormum á sinn stað. Við gengum enn og aftur um síðustu helgi og ég skráði tímana. Lífshlaupinu lauk síðan á þriðjudaginn. Bílleysi mitt varð til þess að ég tók þátt – og dró vinnu- félaga mína ekki niður þegar heildar- niðurstaðan var reiknuð. Við unnum ekki – en það tap skrifaðist ekki á mig. Sumir í hópnum halda spriklinu áfram, aðrir láta gott heita í bili. Ég labba enn heim, ýmist áleiðis eða alla leið. Það helgast af því að gormurinn er enn ekki kominn á sinn stað, merkilegt nokk. Verkstæðis- maðurinn mætti í vinnuna í vikubyrjun, stæltur sem aldrei fyrr, en eitthvað virðist tefja verkið. Mér finnst fulllangt að labba alla leið á verkstæðið til þess að athuga með gorminn. Eftir því sem liðið hefur á heimgöngutímabilið hefur aðeins hvarflað að mér að eiginkona mín elskuleg sé eitthvað að plata mig, teygi viðgerðartímann viljandi svo ég haldi áfram heilsubótargöngunni. Það kann hins vegar að vera vitleysa. Hvað veit ég svo sem um gormskipti. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014 GERÐU FRÁBÆR KAUP Á NOTUÐUM BÍL FRÁ OKKUR! BILALAND.IS TRAUSTIR AÐILAR TOYOTA LAND CRUISER 150 GX Nýskr. 05/13, ekinn 16 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 9.770 þús. Rnr. 141959. VW PASSAT II COMFORTLINE ECOFUEL Nýskr. 06/12, ekinn 41 þús. km. bensín/metan, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.890 þús. Rnr. 191260. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LAND ROVER DISCOVERY 3 HSE G4 Nýskr. 06/07, ekinn 144 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 130673. BMW X5 XDRIVE Nýskr. 11/12, ekinn 26 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 11.580 þús. Rnr. 281378. HYUNDAI I30 CLASSIC Nýskr. 03/10, ekinn 63 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.720 þús. Rnr. 141940. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.290 þús. Rnr. 281312. LAND ROVER FREELANDER 2 S Nýskr. 05/13, ekinn 6 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 7.990 þús. Rnr. 191269. Frábært verð 5.790 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.