Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Page 42

Fréttatíminn - 28.02.2014, Page 42
Aron og BAle mætAst í WAles Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales í vináttulandsleik á miðvikudaginn í næstu viku, 5. mars. Íslensku drengirnir takast þar á við einn kunnasta knattspyrnumann heims, Gareth Bale. Athygli vekur að Aron Einar Gunnarsson verður eini leikmaðurinn á vellinum sem leikur með velska liðinu Cardiff. SkjárSport sýnir beint frá leiknum í opinni dagskrá. A ron Einar Gunnarsson mun leiða íslenska landsliðið í vináttuleik gegn Wales á mið-vikudaginn. Leikurinn fer fram á heimavelli Cardiff City sem tekur 27 þúsund áhorfendur. Búa sig undir undankeppni EM Stærsta stjarna velska liðsins er Gareth Bale og mun hann leika gegn Íslendingum. Bale er sjóðheitur eftir að hafa skorað tvö mörk í Meistaradeildinni með Real Madrid í vikunni. Ekki liggur enn fyrir hvernig ís- lenska liðið verður skipað en landsliðsþjálfararnir Lars Lägerback og Heim- ir Hallgrímsson kynna það á blaðamanna- fundi í dag, föstudag. Íslenska landslið- ið missti sem kunn- ugt er af sæti á HM í Brasilíu í sumar þegar það tapaði f yr ir K róötum. Liðið getur því byrjað að einbeita sér að undirbúningi fyrir undankeppni EM 2016 í Frakklandi. Þessi leikur er því kær- kominn til að ná úr sér tap- inu í haust. Í vikunni var dregið í riðla fyrir undankeppni EM. Ísland er í A-riðli með Hollandi, Tékklandi, Tyrklandi, Lettlandi og Kasakstan. Fyrstu leikirnir fara fram 7.–9. september í ár. Stórstjarnan Bale Það er engin smástjarna sem fer fyrir þeim velsku. Gareth Bale var á allra vörum í sum- ar þegar Real Madrid keypti hann frá Totten- ham Hotspur í Englandi. Bale var keyptur til Tottenham sem efnilegur vinstri bakvörður árið 2007 en þegar hann var seldur þaðan var hann búinn að breytast í skeinuhættan kant- mann eða framherja sem skoraði 21 mark á sínu síðasta tímabili. Bale kom úr knattspyrnuakadem- íu Southampton sem hefur skilað mörgum fram- bærilegum leikmönnum síðustu ár. Hann hefur ekki fest sig í sessi í liði Real Madrid enda átt við smávægileg meiðsli að stríða en nú virðist hann vera að finna fjöl sína. Tvö mörk og stoðsending í 6-1 sigri á Schalke í Meistaradeildinni í vikunni renna stoðum undir það. Um síðustu helgi setti hann svo einn þrumufleyg í spænsku deildinni. Auk Bale ætti að gleðja ein- hverja að Joe Allen, leik- maður Liverpool, mætir Íslendingum en því mið- ur er Aaron Ramsay, leikmaður Arsenal, fjarri góðu gamni. Nokkr ir leik- menn Swan- sea City eru í liðinu, sá sterkasti líklega varnar- maður- inn Ashley Williams, en enginn leikmaður Cardiff City var valinn að þessu sinni. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður því eini leikmaðurinn á vellinum sem leikur á heimavelli. Mikil stemning í samfé- laginu SkjárSport sýnir beint frá leikn- um á miðvikudaginn en leikur- inn hefst klukkan 19.45. Pálmi Guðmundsson dag- skrárstjóri er afar spenntur fyrir leiknum. „Við erum mjög ánægð að hafa tryggt okkur út- sendingarréttinn að leiknum. Karlalandsliðið okkar í fótbolta hefur aldrei í sögunni staðið sig eins vel og mikil stemning er fyrir því í samfélaginu,“ segir Pálmi. SkjárSport er í opinni dagskrá á rás 30 á myndlyklum Símans og rás 28 á myndlyklum Vodafone – og sýnir bæði þýska og hollenska boltann í op- inni dagskrá um helgina. Aron Einar Gunnarsson Lið: Cardiff City. Aldur: 24 ára. Hæð: 1.78 m. Númer: 17. Landsleikir/mörk: 40/0. Staða: Miðjumaður. Gareth Bale Lið: Real Madrid. Aldur: 24 ára. Hæð: 1.83 m. Númer: 11. Landsleikir/mörk: 43/11 Staða: Vængmaður/framherji. Unnið í samstarfi við 42 fótbolti Helgin 28. febrúar - 2. mars 2013 Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.