Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 55
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
EY
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI
gera hrökkkex og setja út í það
fullt af fræjum, mjöl og mikið af
olíu. Þannig er fólk komið með
kolvetni, prótein og fitu. Ég geri
oft svona kex og þarf þá jafn-
vel bara að hafa grænmeti með.
Stundum set ég meira að segja
rifnar gulrætur eða súkkíni í
göngubrauð, það er kannski ekki
jafn skemmtilegt að borða það en
það er mjög þægilegt.“
Auk þess að vera með vatn að
drekka mælir Kolbrún með því
að gera þunnan grænan drykk í
blandara um morguninn og taka
með í gönguna. „Þetta á að vera
mjög þunnt en ekki eins og „bo-
ost“. Í raun kemur þetta í staðinn
fyrir vatn með kemísku dufti sem
fólk kaupir til að bæta steinefn-
um í vatn því fólk svitnar og tapar
þannig steinefnum.“
Skyndimatur á göngum er ekki
ætlaður til þess að narta í alla
gönguna heldur þegar fólk þarf
á auka orku að halda. „Til dæmis
ef fólk er að fara á Hvannadals-
hnúk, er búið að ganga lengi og
þarf meiri orku. Sumir þurrkaðir
ávextir finnst mér of sætir og ég
fæ mér frekar goji-ber. Í kakói er
líka koffín og þó ég sé ekki hrifin
af koffíni þá finnst mörgum gott að
fá það. “
Í lengri ferðum þarf að passa
upp á að vera með léttan mat
sem geymist vel. Hægt er að
kaupa þurrmat sem aðeins þarf
að blanda vatni við en Kolbrún
bendir á að hann inniheldur oft
mikið af aukaefnum og sykri. Því
sé mikilvægt að lesa vel innihalds-
lýsingar, en einfaldast sé að útbúa
sjálfur matinn og gefur Kolbrún
lesendum Fréttatímans hér til-
lögu að dagsplani fyrir lengri
ferðir, auk þess að fara yfir hvaða
nesti hentar best í dagsferðir.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Nesti í dagsferðir
Prótein:
Soðið egg, sviðasulta, lifrarpylsa,
kindakæfa, fræ, hnetur, harðfiskur,
söl og hreint kjöt.
Kolvetni:
Heilkorna pasta/hollt gott brauð/
flatkökur .
Fita:
Smjör, tahini (líka prótein), ólífuolía,
kindakæfa og sviðasulta.
SKyndimatur:
Þurrkaðir ávextir, kakónibbur,
70-100% súkkulaði. Hnetur og fræ
virka líka.
Grænn dryKKur:
Sellerí, gúrka, engifer, vatn og
sítróna. mjög gott að vera með
þunnan grænan til að endurnýja
steinefni.