Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 74

Fréttatíminn - 28.02.2014, Qupperneq 74
Daily Star Daily Telegraph B ra nd en bu rg 551 1200 | HVERFISGATA 19 | LEIKHUSID.IS | MIDASALA@LEIKHUSID.IS É g bara skil ekki Íslendinga,“ segir Mína sem er frá Georgíu en hefur búið á Íslandi í 9 ár. Það er alltaf verið að tala um skuldir heimilanna en svo gerir fólk ekkert í sínum málum sjálft. Af hverju erum við alltaf að bíða eftir að ríkisstjórnin geri eitthvað. Farðu bara og seldu allt dótið úr geymslunni.“ Hún segist sakna flóamarkaðanna frá Evrópu og þá sérstaklega markaðs- stemningarinnar sem þeim fylgir. „Mér finnst svo skemmtilegt þetta samband sem myndast milli fólks á mörkuðum, allir að spá og spekúlera og tala saman um sögu hlutanna.“ Þorgeir segir Mínu vera algjöran sér- fræðing í skandinavískri hönnun. „Við fluttum í hús sem er byggt 1974 og fund- um fljótlega út að ekkert sem við áttum passaði í húsið. Eina leiðin til þess að fá hluti sem pössuðu við húsið var að fara á markaði og leita að „retro“ hlutum. Mína bjó lengi í Úkraínu þar sem markaðir eru algengir, en hún hafði hinsvegar aldrei heyrt um Bing og Gröndal, Holmegaard, eða Ittala. Í dag er hún orðin sérfræðing- ur í öllum þessum vörum.“ Íslendingar feimnir Það var hópur áhugamanna um bætt mannlíf í Vesturbænum og á Seltjarnar- nesi sem fékk þá hugmynd að koma á fót flóamarkaði í samstarfi við bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi. Fyrsti markaðurinn var haldinn í nóvember en nú verður alltaf markaður fyrsta laugardag hvers mánað- ar. Stefnt er að því að listamenn fái einnig að kynna verk sín á markaðsdögum. „Það tekur smá tíma að vinna þessu sess. Það er eins og Íslendingar séu ennþá svolítið feimnir að koma á flóa- markaði, skoða og upplifa stemminguna sem þeim fylgir. Hér eru hlutir sem ekki eru framleiddir lengur og eru orðnir klassískir. Einnig gerir fólk mjög oft góð kaup í allskonar hlutum eins og barna- fötum, bókum, ljósum, raftækjum og öllu milli himins og jarðar,“ segir Þorgeir. Listin að prútta Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar kemur að því að prútta. Það er auðvitað nauðsynlegt að setja upp pókerandlitið og muna að þykjast vera gjörsamlega áhugalaus í byrjun. Þegar þú finnur lampann sem þig hefur alltaf dreymt um verður þú að láta sem hann sé drasl sem þú gætir mögulega keypt á 500 kall. Þú byrjar alltaf lágt en prúttar þig svo upp, afslappaður og áhugalaus. Einnig er nauðsynlegt að vera vinalegur og helst soldið sjarmerandi því enginn vill selja áhugalausum fýlupúka erfða- góssið. Ef seljandi setur upp fáránlega hátt verð er best að setja upp áhyggjusvip og gera sig tilbúin til að ganga í burtu, en mjög hægt og frekar hikandi, gefa seljanda þannig tækifæri til að lækka verðið. Ef allt gengur eftir er vel við hæfi að innsigla kaupin og gleðina með brosi og jafnvel handabandi. Flóamarkaðurinn er með facebook síðu og svo er hægt að hringja í Þor- geir og Mínu til að panta pláss í síma 6158085. Evrópsk markaðs- stemning á Eiðistorgi  Flóamarkaður Fyrsta laugardag hvers mánaðar Hjónin Þorgeir Jóhannsson og Minaya Multykh eru áhugafólk um flóa- markaði og sjá um allt skipulag nýs flóamarkaðar á Eiðistorgi. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Minaya, sem er frá Georgíu, mælir með því að Íslendingar hreinsi úr geymslunum til að bæta hag heimilanna. Daði Halldórsson (Elmar Gilbertsson tenór) og Ragnheiður Brynjólfsdóttir (Þóra Einarsdóttir) í óperunni Ragnheiði sem frumsýnd verður á laugardagskvöld. Mynd/Gísli Egill Hrafnsson  ópera Íslenska óperan ragnheiður Frumsýnd um helgina Erlendir menningarvitar spenntir fyrir íslenskri óperu Erlend óperutímarit hafa sýnt uppfærslunni mikinn áhuga sem og erlendir óperustjór- ar,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir, kynn- ingarstjóri Íslensku óperunnar. Íslenska óperan Ragnheiður verður frum- sýnd í Eldborgarsal Hörpu á laugardags- kvöld. Mikill spenningur er fyrir frum- sýningunni hér á landi en athygli vekur að erlent óperufólk sýnir henni líka áhuga. Það er kannski ekki skrýtið því ekki er algengt að frumsýnd sé ný íslensk ópera. Þetta er aukinheldur fyrsta íslenska óperan sem Ís- lenska óperan setur upp í Eldborg, og fyrsta óperan sem popparinn Gunnar Þórðarson semur. Hátt í eitt hundrað listamenn taka þátt í uppfærslunni, og einungis eru ráð- gerðar fjóra sýningar í mars. Steinunn segir að óperustjórar og tón- listargagnrýnendur frá Svíþjóð hafi boðað komu sína. „Óperugagnrýnandi frá hinu virta breska tímariti Opera Now verður við- staddur og mun fjalla um frumsýninguna í tímaritinu, einnig er gagnrýnandi frá hinu útbreidda þýska tímariti Opernwelt á leið til landsins gagngert til að heyra og sjá þessa alíslensku óperuuppfæslu. Enn fleiri hafa sýnt uppfærslunni og verkinu sjálfu áhuga. Okkar tilfinning er að saga Ragnheiðar, Brynjólfs, Daða og allra í Skálholti gæti átt sér fallegt framhaldslíf víðar, og að þetta ævintýri sé rétt að byrja.“ Óperan fjallar um Ragnheiði Brynjólfs- dóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld, ástarsamband hennar við lærimeistara sinn Daða Halldórsson og fordæmingu föður hennar, Brynjólfs biskups Sveinssonar, á því sambandi. Þóra Einarsdóttir sópran syngur titilhlut- verk biskupsdótturinnar ungu, hlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, Viðar Gunn- arsson syngur hlutverk Brynjólfs Skálholts- biskups og í fyrsta sinn á sviði Íslensku óperunnar er tenórinn Elmar Gilbertsson, sem fer með hlutverk Daða Halldórssonar, kennara og ástmanns Ragnheiðar. Jesús er páskabjór Borgar í ár. Hann fer í sölu á miðvikudag í næstu viku.  Bjór Þriðja BjórhátÍðin á kex Omnom og Borg taka höndum saman Hin íslenska bjórhátíð er nú haldin í þriðja sinn á Kex Hos- teli. Hátíðin er haldin í tilefni af bjórdeginum 1. mars en í ár eru 25 ár liðin frá því bjórinn var leyfður hér á landi eftir 74 ára sölubann. Bæði íslensk og erlend brugghús taka þátt í hátíðahöld- unum sem hófust á miðvikudag og lýkur á morgun, laugardag. Bruggarar frá Borg, Ölgerðinni, Einstök, Vífilfelli, Steðja, Ölvis- holti og Kalda kynna starfsemi sína á Kex. Erlendu bruggar- arnir koma frá örbrugghúsum í Danmörku (To Øl, Mikkeller) og Bandaríkjunum (Logsdon Farm- house Ales, Rogue Ales, Bo- neyard Beer, Gigantic Brewing Co) og sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða bjór af ýmsum toga. Í næstu viku sendir Borg brugghús frá sér páskabjórinn Jesús. Eitt sem gerir Jesús sér- stakan er samstarf við hand- verkssúkkulaðigerðina Omnom á Seltjarnarnesi sem sérristar kakóbaunir í bjórinn fyrir Borgarmenn sem þeir nota sem létt krydd. Að sögn Óla Rúnars Jónssonar hjá Borg mega gestir á bjórhátíðinni á Kexi í dag, föstudag, eiga von á góðu. Þar munu nefnilega fulltrúar frá Om- nom og Borg vera og kynna fyrir áhugasömum pörunarmöguleika súkkulaðis og bjórs. Sannarlega forvitnilegt. 74 dægurmál Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.