Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 80
LIFANDI LÍFSSTÍLL // 3. ÁRGANGUR // 1. TÖLUBLAÐ // FEBRÚAR 2014 4 Margir viðskiptavinir Lifandi markaðar kannast við Sigríði Völu Þórarinsdóttur, eða Siggu Völu. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og þekkir það betur en flestir aðrir. Þegar Sigga Vala hóf störf hét fyrirtækið Maður lifandi. Furir þremur árum sameinaðist fyrirtækið verslun- inni Yggdrasil og fékk heitið Lifandi markaður. Voru frumkvöðlar Við spurðum Siggu Völu hvað henni finnst markverðast í starfinu og starfseminni á þessum 10 árum. „Það er búið að vera skemmtilegt að taka þátt í þessari starfsemi. Við erum frumkvöðlar á Íslandi og það hefur komið viðskiptavinum okkar á óvart.“ Einnig finnst Siggu Völu skemmtilegt að sjá sama fólkið sem kemur aftur og aftur, ár eftir ár. „Viðskiptavinurinn er að sækja í eitthvað hollt, gott og flott. Maturinn er svo hollur að maður fær þessa góðu til- finningu um að vera södd á heilbrigðan hátt,“ segir hún brosandi. Sístækkandi hópur hugsar um heilsuna Lifandi markaður hefur alltaf haft þessa sérstöðu sem verslun og veitingastaður á sama stað. „Svo getur fólk sótt sér heilsu- vörur, snyrtivörur og hreinlætisvörur. Allt til heimilisis. Getur treyst á að allt sé fyrsta flokks. Vörurnar hérna náðu vinsældum mjög fljótt og raðir af fólki náðu út á götu, hádegi eftir hádegi.“ Sigga Vala rifjar upp að fólk á öllum aldri hafið komið til þeirra, fyrst til að skoða og kynna sér það sem var í boði. Hjördís Ásberg, sem stofnaði Maður lifandi á sínum tíma, rak einnig heildsöluna Bio vörur. „Hún flutti inn í miklu meira magni til þess að geta boðið upp á lífrænt og einnig til að geta boðið upp á heitan mat. Þannig var hægt að opna verslunina og markaðurinn stækkaði í kjölfarið,“ segir Sigga Vala og bætir við að margar aðrar verslanir hafi opnað sérvörudeildir síðar og það sé af hinu góða. „Hópur- inn stækkar og fólk finnur sér sinn stað. Ég hugsa alltaf á þá leið að eftir því sem fleiri opna því sterkari verðum við. Fólkið og markaðurinn hugsa í auknum mæli um heilsu og heilbrigði. Það skiptir okkur öll máli.“ Börnin læra lífsstílinn af foreldrum Birtingarmynd þróuninnar sem einnig hefur átt sér stað í hugsunarhætti um heilsu og lífsstíl er að mæður koma inn með ung börn sín og kaupa lífrænan barnamat. „Svo stækka börnin og venjast því að nota það sem mömm- urnar kaupa. Lífsstíll síast þannig snemma inn,“ segir Sigga Vala. Einnig hafi fyrirtækið verið framsækið og ötult í að bjóða upp á fjölda fjöl- breyttra námskeiða. „Við höfum með hundruð námskeiða sem jafnvel enginn annar hefur verið með. Allt það nýjasta sem gerst hefur í heilbrigði og heilsu hefur oft byrjað í okkar húsakynnum.“ Að verða fimmtug og ekkert grátt hár Sigga Vala hefur ætíð hugsað um vel sjálfa sig og eigin heilsu. Hún notar vörurnar mikið sjálf sem seldar eru í Lifandi markaði. „Ég held að ég hafi aukið inntöku á olíum á þessum árum; e-vítamínum, hörfræjaolíu og hamp- olíu. Ég er að verða fimmtug og er ekki með eitt grátt hár. Veit ekki hvers vegna en ég yrði ekki hissa á því að það væri vegna olíanna og annarra bæti- efna.“ Fyrir henni er sama tilfinningin að koma í vinnuna í dag eins og fyrir 10 árum, alltaf jafn gefandi og gaman. „Ég vinn einfaldlega við það sem mér finnst skemmtilegast. Fyrir mig er það afskaplega mikilvægt. Ég elska að vera innan um fólk og slíkt hefur alltaf fylgt mér.“ Mikilvæg skref til betra lífs Henni finnst sérstaklega gefandi að sjá allt fólkið sem kemur til að sækja sér heilbrigði og segist vona að hún geti á einhvern hátt aðstoðað við það og látið viðskiptavinum líða þannig að þeir lifi heilbrigðu lífi. „Bara að taka þessi mikilvægu skref til betra lífs. Margir mikla fyrir sér kostnaðinn við að skipta yfir í lífrænt og hollt en átta sig á því þegar þeir eru komnir af stað hversu betri líðanin verður. Eitt epli á dag kemur heilsunni í lag – að sjálfsögðu lífrænt.“ Sigga Vala vonar að markaðurinn geti stækkað enn meir, fyrirtækið líka, viðskiptavinum fjölgi svo að hægt verið að efla svona starfsemi áfram. „Lífrænt er ekki dýrt þegar litið er heildrænt á málin.“ Sóttu um vinnu eftir að hafa kíkt við Þá segir Sigga Vala viðskiptavinina finna að starfsfólki líður vel hér og það smiti út frá sér. „Það hefur fólk komið til okkar og sótt um vinnu eftir að hafa komið hingað inn og fundið góða andrúmsloftið sem hér ríkir. Andinn hér innan dyra nær að mínu mati út fyrir dyrnar.“ Einnig komi fólk oft sem kynnt hefur sér og aflað sér upplýsinga víða um hollustu erlendis. Það gerir þá kröfu um að eitthvað fáist hjá Lifandi markaði næst þegar það kemur. „Við erum alltaf með puttann á púlsinum til að geta boðið viðskiptavinum upp á það breiða úrval sem er í boði er sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Allt frá bætiefnum, kryddi og snyrtivörum til hráefnis fyrir matargerð.“ Hún nefnir í því sambandi túrmerik (rót af engiferætt) sem kom upp í umræðu- na fyrir skömmu. „Við gerðum allt til að koma því í búðirnar og það seldist upp um leið. Þá hafði það ekki fengist í verslunum eins og okkar.“ Spurð að lokum um minnisstæð tískufyrirbrigði í heilsu á undanförnum tíu árum er Sigga Vala ekki lengi að svara: „Spelt, vínsteinslyftiduft, hörfræjaolía, agave sýróp, eplaedik, rósakrem frá Dr. Hauschka, hveitigras og Epson salt.“ Alltaf jafn gefandi og gaman í vinnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.