Fréttablaðið - 09.10.2004, Side 21

Fréttablaðið - 09.10.2004, Side 21
FRÉTTABLAÐIÐ/VU.HEIM LAUGARDAGUR 9. október 2004 FRÉTTABLAÐIÐ 21 Sameining sparisjóða SPRONog SPV ætla að sameinast. Viðskipti með stofnfjárbréf voru stöðvuð vegna orðróms um samein- ingu sparisjóða. Viljayfirlýsing um sameiningu SPRON og Sparisióðs vélstjóra var undirrituð í gær. A grundvelli mats óháðra endurskoðenda verður hlut- ur SPRON 60 prósent í sameining- unni, en hlutur SPV 40 prósent. SPRON og SPV hafa verið í sitt hvorri fylkingu innan sparisjóð- anna og sameining því söguleg. Óskar Magnússon, stjórnarformað- ur SPRON, segist vonast til að flokkadráttum linni. „Þarna eru samlegðaráhrif upp á hundruð milljóna, þannig að það er mikil- vægt að þetta takist," segir Óskar. Hagnaður smærri fjármálafyrir- tækja hefur að mestu verið sprott- inn af góðæri á verðbréfamörkuð- um. Ný húsnæðislán með 4,2 pró- senta vöxtum þrýsta á um stærri einingar. „Það er mikilvægt að búa sig undir það að ekki ríki alltaf góð- æri á bréfamörkuðum," segir Ösk- ar. Viðskipti með stofnfjárbréf SPRON voru stöðvuð í gær vegna frétta um viðræður SPV og SPRON. HF verðbréf tóku að sér miðlun bréfa og segir Halldór Frið- rik Þorsteinson hjá HF verðbréfum að vegna óvissu hafi viðskipti með þau verið stöðvuð. Þau hefjist aftur á mánudag, en af þeim tíu prósent- um sem stjórn SPRON samþykkti viðskipti með var meirihluta miðl- að af MP verðbréfum. Sigurður Valtýsson hjá MP verðbréfum sagði fyrirtækið miðla þessum bréfum eins og öðrum verðbréfum og staðfesti áhuga á þeim hjá sín- um viðskiptavinum. Viðskipti með bréf SPRÓN hafa verið á genginu 5,5 sem er svipað og KB banki bauð í upphafi árs. Full stofnfjáreign gefur því um 4,5 milljónir króna í aðra hönd. hh ÓSKAR MAGNÚSSON Stjórnarformaður SPRON segir mikið hagræði af sameiningu sparisjóða og vonar að flokkadrættir innan sparisjóð- anna verði lagðir til hliðar. JÓN SIGURÐSSON Forstjóri Össurar segir að nokkur ár séu þar til sala á hinni nýju tækni verði veruleg. Ný tegund gervifótar Stoðtækjafyrirtækið Össur kynnti í vikunni að nú væru komnir í prófanir rafknúnir gervifætur gæddir gervigreind. Þetta er nýj- ung á sviði stoðtækjaframleiðslu sem Össur stendur að í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Vict- hom Human Bionics. „Það sem um er að ræða er áframhald á þessari þróun sem við höfum unnið að varðandi gervigreind og tölvustýrt hné. í samvinnu við þetta félag höfum við sett mótor í gervilöppina og það er algjör nýjung," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Óssurar. Hann segir að markaðssetning vörunnar hefjist á næsta ári en nokkur tími líði þar til sala komist á fullt skrið. „Markaðssetning mun hefjast á næsta ári. Hins veg- ar tekur þessi markaðssetning mörg ár og við förum ekki að sjá neinar alvöru-sölutölur á næstu árum. Nú þurfum við að hefja klínískar rannsóknir og koma þessu inn í endurgreiðslukerfi. Það er mikið þolinmæðisverk," segir Jón Sigurðsson. ÞK Efast um hækkctnir Greiningardeild KB banka lýsir miklum efasemdum um að raun- veruleg innistæða sé fyrir mikilli hækkun hlutabréfa á íslandi. Þetta er rætt í afkomuspá sem kom út í gær. Greiningardeild KB banka seg- ir að svo stutt sé síðan síðasta uppsveifla gekk yfir að fjárfest- um ætti að vera í fersku minni „ýmis þau ævintýri sem þeir sögðu hverjir öðrum til að rétt- læta verð fyrirtækja“. KB banki tekur einnig til skoð- unar regluverk markaða og segir mikilvægara að framfylgja sett- um reglum heldur en að setja nýj- ar. í því sambandi setur greining- ardeildin spurningarmerki við hversu litlar rekstrartekjur Fjár- málaeftirlitinu er ætlaðar á næsta ári. | Sá merkilegasti Identi-tússpenninn frá Sakura. Merkipenni með 2 odda, mjóan og breiðan. Merkir næstum allt. Hentar vel á tau, málm, gler, leirtau, gúmmi, leður og Ijósmyndir. Blekið varanlegt og vatnsþolið. 6 litir. -g/h. Dymo merkivél Handhæg og auðveld í notkun. Prentar á 3 breiddir af borðum. Getur prentað 2 línur, lárétt, lóðrétt og spegilskrift. íslenskir stafir. 7 leturgerðir. Brother P-Touch PT2420PC Snilldartæki sem er tengjanlegt við tölvu. Þú getur hannað þín eigin lógó, myndir o.fl. Forritið sem fylgir með breytir sjálfkrafa tölum í strikamerki og er tækið því um leið mjög ódýr og góður strikamerkjaprentari, t.d. fyrir lagerhús. Tækið er einnig mikið notað til að búa til addressumiða. Prentar á miða í 5 mismunandi breiddum. USB tengi. Þessi gamli góði Artline 70 - með varanlegu og vatnsþolnu bleki. Hentar á pappa, plast, járn og gler. 4 litir Á steypu Varanlegur litur sem merkir á næstum allt. T.d. hrjúfa fleti eins og steypu og dekk en einnig á frosið yfirborð. 5 litir Á húsgögn Tússpenni í mahony-,hlyns, eikar-og valhnetulit. Ætlaður til að fela rispur á húsgögnum. Merkitússpenni með varanlegu bleki. Skrifar á blauta fleti. Tilvalinn utanhúss. Skeifunni 11 Opið virka daga 10-18 Sími 533 1010 Laugardaga 10-14 GRIFFILL Tilboðin gilda út okt. eða meðan birgðir endast.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.