Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 09.10.2004, Qupperneq 46
FRÉTTABLAÐIÐ 9. október 2004 LAUCARDACUR 34 Ferðast á fyrsta farrýmí Fokdýrir lúxusbílar eru áberandi á götunum sem aldrei fyrr. Þeir kosta sumir á við sæmilega íbúð og eru jafnan greiddir út í hönd. Ætla má að lúxusjepplingar hafi selst fyrir um en 1,2 milljarða króna á árinu. urnir fá jú bíl til afnota og lúxusjepplingarnir verða æ oftar fyrir valinu. Og þá með sóllúgu. Annars eru eigendur slíkra bíla af öllum toga og eiga ekki annað sameiginlegt en að eiga fyrir bílunum sínum. Það eru svo margir ríkir í dag. Einfaldir útreikningar gefa vísbendingar um að lúxusjepp- lingar hafi selst fyrir um 1,2 milljarða króna það sem af er ári. Þrettán milljónir á borðið Hljóðið í seljendum lúxusjepp- linga er gott. Salan hefur gengið vel það sem af er árinu og ekkert bendir til að lát verði á í bráð. Enn er allt á uppleið í sam- félaginu og bjartsýnin almenn meðal borgaranna. En það eru ekki einasta lúxusjepplingar sem selst hafa vel á árinu, sama máli gegnir um jeppa af stærri og dýrari gerðinni. Margir hafa fjárfest í Nissan Patrol, Mitsubishi Pajero eða Toyota Land Crusier á árinu en þeir kosta frá 4,3 milljónum upp í 7,5 milljónir. Upphækkan- ir, mudderar og nýtt fjöðrunar- kerfi kosta svo sitt. Nokkrum eintökum af bræðrunum Rover, þ.e. Land og Range, hefur verið ekið úr kössunum en þar eru milljónirnar fyrst farnar að telja af alvöru. Range Rover kostar frá níu milljónum og upp í þrettán, allt eftir smekk. Ætla má að jeppar af of- antöldum gerðum hafi selst fyrir þrjá og hálfan milljarð á árinu. Hafa ber í huga að ekki eru allir þessir jepp- ar í einkaeigu, bílaleigur hafa keypt fjöl- marga þeirra. Stöðutákn „Sýndu mér bíl- inn þinn og ég skal segja þér hver þú ert,“ var viðkvæð- ið hér í eina tíð. Þeir sem eitthvað áttu undir sér óku um á fínum og dýrum bílum og tóku jafnan stórar beygjur, svokallaðar borgarstjórabeygjur, sem kenndar voru við Jón Þor- láksson. í byrjun voru drossíurnar amer- ískar en í kjöl- farið sigldu glæsivagnar frá Þýska- landi; BMW, Mercedes og Audi. Þ e g a r japanskir bílafram- leiðendur hófu að fram- leiða jeppa með sæmilegum fjöðrunar- búnaði og leðurklæddum sætum þóttu forstjórar vart marktækir nema þeir ækju um á slíkum. Nú á tímum, þegar peningarnir eru nægir og lán á hverju strái, geta miklu fleiri en forstjórar ekið um á glæsibílum. Það er liðin tíð að bíllinn segi eitthvað um stöðu og upp- runa eigand- ans. Og um leið og það hefur gerst streyma lúxusjepplingar á göturnar. Bílafloti Islendinga hefur aldrei verið glæsilegri eða dýrari. bjorn@frettabladid.is Range Rover kostar S ■y frá níu milljónum og upp í þrettán, allt eftir smekk BMW X-5 PORCHE CAYENNE DÆMI UM BÍLASÖLU ÞAÐ SEM AF ER ÁRI OG VERÐ. Lúxusjepplingar: BMW X Ifnan 43 4,8-11,5 Lexus RX 300 35 5,3-5,8 Porche Cayenne 33 6,6 og uppúr Volkswagen Toureg 40 5,7-8,6 Volvo XC 90 38 5,7-6,2 Jeppar: Mitsubishi Pajero 132 4,3-5,7 Nissan Patrol 82 4,7-5,2 royota Land Ctusier 479 4,4-7,5 Range Rover 6 8,9-12,5 Land Rover 7 4,4-5,9 HEIMILD: UMFERÐARSTOFA OG BlLAUMBOÐIN RANGE ROVER Þeir streyma stífbónaðir og stæðilegir eftir strætun- um og minna helst á gæðinga á skeiði. Hestöflin krauma undir vélarhlíf- inni. Næg er orkan. Innan dyra eru þæg- indin í fyrirrúmi. Leð- urklædd sæti, lofthiti að vali hvers og eins og nægt olnboga- rými. Aksturinn er líka leikur einn með nálgunarvið- vörun, hraðanæmu aflstýri, hraða- stilli og bæði átta- vita og leiðsögu- kerfi í mælaborð- inu. Lúxusjepplingarnir á götunum skipta allt í einu hundruðum. Ekki er svo ýkja langt síðan fram- leiðsla þeirra hófst, áður voru aðeins til fólksbílar og jeppar en ekkert þar á milli. Ellefu milljónir á borðið Þeir kosta sitt, hvort sem þeir heita BMW X5, Lexus RX 300, Porche Cayenne, Volkswagen Toureg eða Volvo XC 90. Fimm milljónir, sex milljónir, sjö milljónir eru algengt verð en það getur farið hærra. Sumir borga tíu, jafnvel ellefu milljón- ir fyrir bílinn sinn. Og þessir bílar eru borgaðir upp í topp og það strax. Hvorki Glitnir né Lýsing koma við sögu. Raunar eru margir bílanna færðir í bókhald fyrirtækja, for- stjórarnir og hinir stjórnend-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.