Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 16
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL meira en fátækraframfærslan nam árið 1937. Sé litið á þessar tölur einar út af fyrir sig, verður ekki talið, að aukningin sé stórkostleg, sízt af öllu þegar tillit er tekið til hinna miklu atvinnuerfiðleika, sein flestir kaupstaðir og kauptún áttu við að stríða á árinu 1938. Sé framfærslan 1938 borin saman við framfærsluna 1936, er hún rúmlega 187 þúsund krónum lægri en hún var 1936. Þessar tölur eru þó ekki sambærilegar, því árið 1936 voru gamalmenni allflest talin á framfærslustyrknum, en þeirn eru nú mörgum veitt ellilaun, sem koma ekki fram í sjálfri fátækraframfærslunni fyrir 1938. Til samanburðar verður því fátækra- framfærslan 1937 réttust, og nemur hækkunin þá síðasta árið rúmlega 87 Inisund krónum, eins og áður er sagt. Hvernig skiptist nú þessi framfærsla niður á landsfólkið? Á árinu 1938 voru hér í landinu 214 sveitarfélög. Þar af voru 8 kaupstaðir, þ. e. hæjarfélög með kaupstaðarréttind- um, 12 kauptún, sem höl'ðu yfir 500 íbúa, og 194 önnur sveitarfélög, þ. e. hreppar til sveita og kauptún með undir 500 íbúum. Kaupstaðirnir bera vitanlega langsam- lega mestan hluta fátækrabyrðanna, sein skiptast í heildardráttum þannig niður á kaupstaði, kauptún og hreppa: Reykjavík ............. kr. 1 676 942.00 Aðrir kaupstaðir (7 að tölu).......... — 755 836.00 Kauptún (12 að tölu) ,. —____310 717.00 Kaupstaðir og kauptún (20 talsins) samtals . kr. 2 743 495.00 Önnur sveitarfélög (194 talsins) ....... — 535 467.00 Alls kr. 3 278 962.00 Sést af þessu, að Reykjavíkurkaupstað- ur einn ber að kalla nákvæmlega helming (50%) allrar fátækraframfærslunnar í landinu. Kaupstaðirnir allir, þar með tal- in Reykjavík og stóru kauptúnin, bera samtals um % hluta allrar fátækrafram- færslunnar, en þau 194 sveitarfélög, sem höfð eru sér í flokki, þ. e. hreppar og smákauptún, bera ekki nema tæplega % hluta hennar. Það lætur nærri, að jafmnargt fólk sé samtals i kaupstöðum þeim og kauptún- um, sem bera % hluta framfærslunnar, eins og í þeim 194 sveitarfélögum, sem ekki bera nema Vo hlutann, og er þá auð- sætt, hve gífurlegur munur er á þeirri fjárupphæð, sem kemur á hvern mann í hvorum þessara flokka, ef íbúatalan ein er lögð til grundvallar. En þar sem mann- fólkið eitt út af fyrir sig er algerlega rangur grundvöllur að byggja á við rétta athugun þessara mála, skal ekki frekar að því vikið hér. Þar sem mörgum mun forvitni að heyra, hversu þung fram- færslan er i hinuin stærri kaupstöðum og kauptúnum, vil ég geta hér nokkurra staða. Næst Reykjavík kemur Hafnarfjarðar- kaupstaður. Nemur fátækraframfærsla þar 181 þúsund krónum. Þá eru Vest- mannaeyjar þriðju í röðinni með 166 þúsund krónur, ísafjörður hefur 139 þús. krónur, Akureyri 114 þúsund krónur, Siglufjörður 72 þúsund krónur, Neskaup- staður 46 þúsund krónur og loks Seyðis- fjörður með 34 þúsund krónur. Hundruð- um króna er hér sleppt. Af kauptúnum eru hæst Akranes með 48 þús. kr. og Keflavík og Eskifjörður með 44 þús. kr. hvort. Lægst kauptún- anna er Borgarnes, sem raunverulega hefur engin útgjöld til fátækramála á ár- inu 1938, því endurgreiðslur á veittum framfærslustyrlc fyrri ára nema meiru en því, sem veitt er í styrk á þessu ári. Af hreppsfélögunum og smákauptún- unum eru 35, sem engan framfærslustyrk liafa veitt á árinu 1938, en sum þeirra hafa veitt nokkurn elli- og örorkustyrk, sem með réttu má telja framfærslustyrk að nokkru leyti. Engin ellilaun eða ör- orkubætur eru greidd í 22 hreppsfélög- um, en sveitarfélög, senx hvorki greiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.