Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 33
SVEITARSTJÓRNARMÁL
29
Lega höfnðslaðarins cr einkar fögur, og cr innsiglingunni nið brugðið. Bœjarstœði Reykjavikur
md tclja cilt hið fegursta af borgum Norðurlanda.
Bæjarbúum á að vera sérstök ánægja
og sjálfsögð skylda að. ganga vel um
þessi opnu svæði bæjanna, þannig að
þau megi jafnframt verða spegilmynd
menningarlegs þroska íbúanna.
Stjórn skipulagsmálanna.
Skipulag Reykjavíkur.
— Ég hef nú í fáeinum almennum
dráttum drepið á nokkur helztu við-
fangsefni þeirra, sem við skipulagsmál
fást. En eðlilega getur slík frásögn ekki
orðið annað en takmörkuð undirstaða
þess, sem ég síðar mun gera að umtals-
efni. Öll starfsemi manna, svo fjölbreytt
sem hún er, hefur áhrif á skipulagning-
una og markar henni svið.
Ég mun nú með nokkrum orðum
minnast á skipulagsmál Reykjavíkur-
bæjar, sem er stærsta viðfangsefnið hér á
landi, og er það til skýringar á mörgu,
sem ég hef gert að umtalsefni að framan.
— Skipulag íslenzkra bæja grundvallast á
lögum um skipulag kauptúna og sjávar-
þorpa frá árinu 1921. Lög þessi eru samin
að verulegu leyti skv. tillögum Guð-
mundar Hannessonar prófessors, sem
frá upphafi hefur átt sæti í Skipulags-
nefnd ríkisins með þeim Geir G. Zoéga
vegamálastjóra og prófessor Guðjóni
Samúelssyni húsameistara ríkisins.
Árið 1938 var skipulagslögunum breytt
þannig, að ákveðnar var tekið fram um
framkvæmdir og eftirlit skipulagsnefnd-
ar með öllum íslenzkum bæjUm, en frá
1931—38 hafði Reykjavíkurbær haft
friálsar hendur um framkvæmdir skipu-
lags bæjarins.
Skipulagsnefnd annast, undir eftirliti
stjórnarráðsins, stjórn skipulagsmálanna.
í nefndinni eiga sæti:
Húsameistari ríkisins, vegamálastjóri
og vitamálastjóri.