Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 29
SVEITARSTJÓRNARMÁL 25 Hörður Bjarnason arldtekí: SKIPULAG BÆJA. Byggingarlegt skipulag borgar eða kauptúns snertir hvern einstakan mann, sem þar býr, liinn elzta og binn yngsta. Menn verða skipulagsins varir ætíð og alls staðar, livort sem litið er út um gluggann, gengið eða ekið á götum úti. Allir eru því háðir daglega, en ef til vill gera menn sér það ekki fullkomlega Ijóst, því daglegur vani og það að lifa og brærast lengi í sama umhverfi dregur úr athygli manna á þeim atriðum, sem skipulagið veldur, og ibúunum fer að finnast sjálfsagt, að umliverfi þeirra sé og verði ætíð eins og það er. En skipulag hæjar er ekki óumbreytanlegt, og menn eiga að láta sér skiljast, að þeim ber að bafa vakandi auga á umbverfi sínu og að þeim er heimilt og skylt að gera kröfu um breytingar þess, ef þeir liafa gildar ástæður. Verkefni skipulagsins. Skipulagsmál eru margþætt, því þau eiga upptök sín í allri mannlegri starf- semi á því svæði, sem tiltekið skipulag nær yfir. — En málum þessum er venjulega skipt niður í ýmis afmörkuð svið, og að hverju einstöku er unnið með ná- kvæmri hliðsjón af öðru því, sem taka þarf tillit til, svo að úr verði ein órjúfan- leg heild, þegar verkinu er lokið. Meðal þeirra atriða, sem hafa verður einkum fyrir augum, þegar unnið er að skipulagi, eru: fótksfjölgun staðanna, með hliðsjón af afkomumöguleikum, landshagir, atvinnumöguleikar íbúanna og hin nauðsynlega skipting lands í vinnustöðvar og íbúðarhverfi, með á- kveðið mörkuðum viðskiptahverfum og götum. Aldrei má missa sjónar á framtíðinni, og athuga verður, svo oft sem þurfa þykir, möguleika til stækkunar bæjanna, með sérstöku tilliti til umferðaæða eða aðalbrauta frá kjarna bæjarins og hafn- arhverfum til útjaðra og fjarliggjandi athafnasvæða. Almenn umferðarmál koma mjög mik- ið við sögu, og enn fremur heilbrigðis- mál, sem má segja, að séu ein af undir- stöðum skipulagsvinnunnar. Það er nú hin síðari ár orðið eitt aðal- áhugamál þeirra, sem stjórna borgum og stærri hæjum, að skapa skilyrði, svo hægt sé að koma íbúunum yfir sumar- tímann sem mest út úr skarkala og ryki þéttbýlisins og veita þeim tækifæri til þess að njóta hinnar frjálsu náttúru við heilnæm útistörf. í sambandi við þá við- leitni eru ræktunarlönd og garðahverfi við útjaðra bæjanna, sem nú fara mjög í vöxt. Að lokum er svo hin fagurfræðilega hlið í hyggingu borganna, en þar má telja eftirlit með staðsetningu og frá- gangi áberandi bygginga við aðalgötur og torg. Enn fremur staðsetning minnis- merkja og opinherra hygginga á staði, sem slík mannvirki fá notið sín. Þau atriði, sem hér hafa verið talin, skiptast svo hvert og eitt í fleiri sjálf- stæðar heildir, sem eru fjölbreyttar eftir staðháttum og þörfum. Þegar tiltekið skipulagsverkefni liggur fyrir, má venjulega skipta framkvæmd- um í þrennt: í fyrsta iagi: Uppmælingar og athug- anir hins ríkjandi ástands. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.