Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 46
42 SVEITARSTJÓRNARMÁL Bréf félagsmálaráðuneytisins til oddvita, bæjarstjóra og sýslumanna um skuldbindingar ríkissjóðs vegna viðskipta sveitarfélaga út af styrkþegum, dags. 31. marz 1941. Með breytingu þeirri, er gerð var á framfærslulögunum og í gildi gekk 12. febrúar 1940, eru nokkuð auknar, frá því sem áður var, skuldbindingar ríkissjóðs vegna viðskipta sveitarfélaga út af veitt- um framfærslustyrk til styrkþega, er dvclja utan heimilissveitar. Eru ákvæði þessi í 56. og 57. gr. fram- færslulaganna frá 12. febrúar 1940. Eru greinar þessar svo hljóðandi: 56. gr. — Nú er manni veittur fram- færslustyrkur utan þeirrar sveitar, er hann á framfærslurétt í, og skal fram- færslusveit hans þá endurgreiða styrk- inn að ,% hlutum, nema þar sem öðru- vísi er ákveðið í þessum lögum. Þó skulu greiðslur eftir yfirvaldsúrsluirði endur- greiðast að fullu. Ríkissjóður ábyrgist þessar endur- greiðslur. 57. gr. — Verði maður styrkþurfi utan heimilissveitar sinnar sökum slysa, veik- inda, atvinnuleysis eða af öðrum orsök- um, er dvalarsveitinni skylt að veita þá aðstoð, sem nauðsynleg er til þess að styrkþurfinn fái þá læknishjálp og hjúkr- un, sem þarf, eða hann komist heim til sín, en endurgreiða skal heimilissveitin Alls hafa 25 íbúðir bætzt við á árinu, þar með taldar íbúðir, sem vitað er, að gerðar hafa verið í kjöllurum húsa án samþykkis byggingarnefndar. 35 hús liafa verið byggð. Þar af 5 íbúð- arhús, 14 vinnustofu- og verksmiðjuhús, 1 gripahús og 15 geymsluhús og bifreiða- skúrar. Aukningar á eldri húsum (sam- tals 24) eru ekki lagðar við tölu lnisa, en rúmmál þeirra og flatarmál er tekið með í þeim flokki, er þau tilheyra. Óvenju miklar breytingar hafa verið dvalarsveit þann kostnað að fullu, og ábyrgist rikissjóður greiðsluna. Samkvæmt þessum ákvæðuin ber ríkis- sjóður ábyrgð á greiðslum þessum sveit- arfélaga milli. Þó gera lögin (58. gr.) ráð fyrir, að sveitarfélög reyni fyrst inn- heimtuna beint sín í milli, áður en til þess kemur, að ríkissjóður verði krafinn. Ber sveitarstjórn, er slíkan styrk veitir, að tilkynna það heimilissveit styrkþegans „innan 6 vikna frá styrkveitingu“, ella fellur endurkröfurétturinn niður. Skal sú sveitarstjóm, sem krafan er send til, svara slíkri kröfu innan 6 mánaða frá því henni barst tilkynning um styrkveit- inguna. Að öðrum kosti fellur réttur hennar til mótmæla niður. Út af þessum ákvæðum telur ráðu- neytið rétt, að framvegis verði um þessi mál viðhafðar eftirfarandi reglur: 1. Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á end- urgreiðslum milli sveitarfélaga sam- kvæmt framangreindum lagagrein- uni, sem eldri eru en frá 12. febrúar 1940, og telur sér þær þvi óviðkom- andi. 2. Ráðuneytið mun ekki taka að sér gerðar á eldri húsum, sem ekki hafa þó haft í för með sér neina rúmmálsaukn- ingu, en þær, svo og girðingar um lóðir o. þ. h., hafa ekki verið teknar með í yfirliti þessu, þar eð ókleift er að fylgj- ast með þeim kostnaði, sem í slíkt hefur verið varið. Á árinu hefur Teiknistofa landbúnað- arins látið gera tilraunir með byggingu íbúðarhúss úr „moldsteypu“, en þeirri tilraun er ekki lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.