Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 46
42
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Bréf félagsmálaráðuneytisins
til oddvita, bæjarstjóra og sýslumanna um skuldbindingar ríkissjóðs
vegna viðskipta sveitarfélaga út af styrkþegum, dags. 31. marz 1941.
Með breytingu þeirri, er gerð var á
framfærslulögunum og í gildi gekk 12.
febrúar 1940, eru nokkuð auknar, frá því
sem áður var, skuldbindingar ríkissjóðs
vegna viðskipta sveitarfélaga út af veitt-
um framfærslustyrk til styrkþega, er
dvclja utan heimilissveitar.
Eru ákvæði þessi í 56. og 57. gr. fram-
færslulaganna frá 12. febrúar 1940.
Eru greinar þessar svo hljóðandi:
56. gr. — Nú er manni veittur fram-
færslustyrkur utan þeirrar sveitar, er
hann á framfærslurétt í, og skal fram-
færslusveit hans þá endurgreiða styrk-
inn að ,% hlutum, nema þar sem öðru-
vísi er ákveðið í þessum lögum. Þó skulu
greiðslur eftir yfirvaldsúrsluirði endur-
greiðast að fullu.
Ríkissjóður ábyrgist þessar endur-
greiðslur.
57. gr. — Verði maður styrkþurfi utan
heimilissveitar sinnar sökum slysa, veik-
inda, atvinnuleysis eða af öðrum orsök-
um, er dvalarsveitinni skylt að veita þá
aðstoð, sem nauðsynleg er til þess að
styrkþurfinn fái þá læknishjálp og hjúkr-
un, sem þarf, eða hann komist heim til
sín, en endurgreiða skal heimilissveitin
Alls hafa 25 íbúðir bætzt við á árinu,
þar með taldar íbúðir, sem vitað er, að
gerðar hafa verið í kjöllurum húsa án
samþykkis byggingarnefndar.
35 hús liafa verið byggð. Þar af 5 íbúð-
arhús, 14 vinnustofu- og verksmiðjuhús,
1 gripahús og 15 geymsluhús og bifreiða-
skúrar. Aukningar á eldri húsum (sam-
tals 24) eru ekki lagðar við tölu lnisa, en
rúmmál þeirra og flatarmál er tekið með
í þeim flokki, er þau tilheyra.
Óvenju miklar breytingar hafa verið
dvalarsveit þann kostnað að fullu, og
ábyrgist rikissjóður greiðsluna.
Samkvæmt þessum ákvæðuin ber ríkis-
sjóður ábyrgð á greiðslum þessum sveit-
arfélaga milli. Þó gera lögin (58. gr.) ráð
fyrir, að sveitarfélög reyni fyrst inn-
heimtuna beint sín í milli, áður en til
þess kemur, að ríkissjóður verði krafinn.
Ber sveitarstjórn, er slíkan styrk veitir,
að tilkynna það heimilissveit styrkþegans
„innan 6 vikna frá styrkveitingu“, ella
fellur endurkröfurétturinn niður. Skal
sú sveitarstjóm, sem krafan er send til,
svara slíkri kröfu innan 6 mánaða frá
því henni barst tilkynning um styrkveit-
inguna. Að öðrum kosti fellur réttur
hennar til mótmæla niður.
Út af þessum ákvæðum telur ráðu-
neytið rétt, að framvegis verði um þessi
mál viðhafðar eftirfarandi reglur:
1. Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á end-
urgreiðslum milli sveitarfélaga sam-
kvæmt framangreindum lagagrein-
uni, sem eldri eru en frá 12. febrúar
1940, og telur sér þær þvi óviðkom-
andi.
2. Ráðuneytið mun ekki taka að sér
gerðar á eldri húsum, sem ekki hafa þó
haft í för með sér neina rúmmálsaukn-
ingu, en þær, svo og girðingar um lóðir
o. þ. h., hafa ekki verið teknar með í
yfirliti þessu, þar eð ókleift er að fylgj-
ast með þeim kostnaði, sem í slíkt hefur
verið varið.
Á árinu hefur Teiknistofa landbúnað-
arins látið gera tilraunir með byggingu
íbúðarhúss úr „moldsteypu“, en þeirri
tilraun er ekki lokið.