Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 7
SVEITARSTJÓUNARMÁL
3
**■
liðar stjórnarskipulag á íslandi og um
afstöðuna til Danmerkur, eða í sjálf-
stæðismálinu.
Þingsályktanir þessar eru svo hljóð-
andi:
1. Um sjálfstæðismálið.
„Alþingi ályktar að lýsa yfir því:
að það telur ísland hafa öðlazt rétt
til fullra sambandsslita við Danmörku,
þar sem ísland hefur þegar orðið að
taka í sínar hendur meðferð allra sinna
mála, enda hefur Danmörk ekki getað
farið með þau mál, sem hún tók að sér
að fara með í uinboði íslands með sam-
bandssamningi íslands og Danmerkur
frá 1918.
að af íslands hálfu verði ekki um að
ræða endurnýjun á sambandslagasátt-
málanum við Danmörku, þótt ekki þyki
að svo stöddu tímabært, vegna ríkjandi
ástands, að ganga frá formlegum sam-
bandsslituin og endanlegri stjórnarskip-
un ríkisins, enda verði því ekki frestað
lengur en til styrjaldarloka.“
2. Um stjórnskipulag íslands.
„Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim
vilja sínum, að lýðveldi verði stofnað á
íslandi jafnskjótt og sambandinu við
Ilanmörku verður formlega slitið.“
3. Um æðsta vald í málefnum ríkisins.
„Alþingi ályktar að kjósa ríkisstjóra
til eins árs í senn, sem fari með það
vald, er ráðuneyti íslands var falið ineð
ályktun Alþingis hinn 10. apríl 1940,
um æðsta vald í málefnum ríkisins."
Allar voru þingsályktanir þessar sam-
þykktar á Aljiingi 17. maí 1941, en þá er
þjóðhátíðardagur Norðmanna.
Frá því að ályktanir þessar voru sam-
þykktar og þar til þingsályktunin um
æðsta vald í málefnum ríkisins kom til
framkvæmda leið einn mánuður.
Átti það vel við, að einmitt á fæð-
ingardegi Jóns Sigurðssonar tæki ríkis-
stjóri íslands við starfi sínu, og varð
það ríkisstjórans fyrsta verk, er hann
fíikisstjórakosningin d Alþingi 17. júní 19M.