Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 66
62 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL það, verði því við komið. Fundur eða atkvæðagreiðsla um málið sé boðað með hálfs mánaðar fyrirvara, og sé þá að jafnaði auglýst, hvaða verkefni eigi að leysa með þegnskylduvinnunni, hve mörg ár samþykktin eigi að gilda, og hve lengi vinnan skuli vara fyrir hvern þegnskyldan mann. Ef minnst % hlutar kosningarbærra manna í sveitamálefnum, sem atkvæði greiddu, hafa goldið jákvæði tillögunni um þegnskyldu- vinnu, enda hafi að minnsta kosti helmingur kjósenda tekið þátt í atkvæðagreiðsl- unni, er samþykktin orðin bindandi, að fenginni staðfestingu atvinnumálaráðherra. 3. gr. Þegnskylduvinna nær til allra heimilisfastra, vinnufærra karlmanna á aldrinum 16—25 ára, eftir því sem ákveðið er í reglugerð. Enginn er þó þegnskyldur lengur en þrjú ár samtals. Þegnskylduvinna má vara allt að hálfum mánuði fyrir hvern ein- stakling árlega, og eigi lengur samtals en 6 vikur. Þeir, sem þegnskyldu inna af hendi, skulu fá þóknun, er nægi þeim til greiðslu fæðis og dvalarkostnaðar meðan vinnan stendur yfir. Teljast útgjöld þessi með kostn- aði við framkvæmd þegnskylduvinnunnar. 4. gr. Nú hefur hreppsfélag eða kafipstaður gert samþykkt uirt þegnskylduvinnu ög ráðherra staðfest samþykktina, og skal þá skipuð þegnskylduvinnunefnd til 4 ára í senn. í hreppsfélögum lcýs hreppsnefnd einn mann í þegnskylduvinnunefnd, skóla- nefnd annan, en ráðherra skipar formann. í kaupstöðum skipar ráðherra formann þegnskylduvinnunefndar, en bæjarstjórn kýs aðra nefndarmenn. Heimilt er, með samþykki ráðherra, að fela skólanefndum störf þegnskyldu- vinnunefnda. Þegnskylduvinnunefnd skal gera frumvarp til reglugerðar um tilhögun og fram- kvæmd þegnskylduvinnunnar, er ráðherra staðfestir þá þegar, eða að gerðum þeim breytingum, er hann telur nauðsynlegar. Nefndin úrskurðar og um það, hverjir skuli inna af hendi þegnskylduvinnu á hverju ári. Undanþágur eða frestir skulu veittir, ef ipn veikindi eða aðrar gildar ástæður er að ræða. Þegnskylduvinnunefnd ræður kennara og verkstjóra við þegnskylduvinnu. 5. gr. í þegnskylduvinnu má vinna að hverju því verkefni, sem til framfara horfir eða almenningsheilla, svo sem hvers konar jarðrækt, vegagerð, skógrækt, sundlauga- og leikvallagerð, skólahúsbyggingum o. fl. Þegnskylduvinnunefnd ákveður verkefnin og hefur umsjón með framkvæmdum í samráði við þær stjórnardeildir, sem ráðherra felur yfirumsjónina. 6. gr. Þegnskylduvinnunefnd skal árlega gera áætlun um kostnað af framkvæmd þegnskylduvinnu. Skal áætlunin lögð fyrir hreppsnefnd eða bæjarstjórn til staðfest- ingar og siðan send ráðherra. Ríkissjóður greiðir hálfan kostnað af þegnskylduvinnu samkvæmt áætlun af þvi fé, sem árlega er veitt á fjárlögum í þeim tilgangi, en hreppssjóður eða bæjarsjóður hálfan kostnað og þann kostnað, er verða kann umfram áætlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.