Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 27
SVEITARSTJÓRNARMÁL
23
í 79. grein laganna segir svo:
„Sannist það á einhverja sveitarstjórn,
að hún visvitandi gefi rangar skýrslur
eða upplýsingar í þeim tilgangi að öðlast
endurgreiðslu frá ríkissjóði, missir við-
komandi sveitarfélag rétt til allrar endur-
greiðslu frá ríkissjóði það ár, auk þeirrar
hegningar, sem sveitarstjórnin kann að
haka sér með slíku athæfi samkvæmt
ákvæðum hinna almennu hegningarlaga“.
Ættu oddvitar og bæjarstjórar sérstak-
lega að minnast þessarar greinar, er þeir
gera Jöfnunarsjóðsskýrslur sinar. Þær
eru af engum endurskoðaðar og ekki á
áhyrgð sýslunefndar né sýslumanns, og
fyrir þær ber því þeim einum og hrepps-
nefndinni að svara til saka.
Oddvitar og bæjarstjórar mega vita
það, að við, sem förum yfir skýrslurnar
og reiknum út eftir þeim, höfum ýmsar
leiðir til þess að sjá við þeim „klókskap“,
sem þeir kunna að finna upp á að viðhafa
við skýrslugerðina, og eins hitt, að þó
okkur geti í fyrstu yfirsézt, berum við
skýrslurnar síðar saman við reikninga
sveitarfélaganna og önnur opinber gögn
um þessi mál, og þá kemst það upp, ef
rangt hefur verið að farið, og það er litlu
hetra, „að upp komist svik um síðir“.
Ég skal hér aðeins nefna tvö dæmi af
fleirum, sem fyrir hafa komið.
Sveitarfélag eitt, sem hafði mikla
gamalmennaframfærslu, færði sem út-
gjöld á jöfnunarskýrslu sína öll útgjöld
til gamalmenna, bæði það, sem Trygg-
ingarstofnun ríkisins greiddi, og eins
hitt, sem sveitarfélagið sjálft greiddi, og
taldi það allt „greitt úr sveitarsjóði“,
eins og á skýrslunni stendur.
Þegar oddvitinn var um það spurður,
hvernig á þessu stæði, svaraði hann því,
að skýrsluformið ætlaðist sýnilega til
þess, að allt væri talið fram, sem greitt
væri úr sveitarsjóði, og hluti Tryggingar-
stofnunarinnar kæmi fyrst inn í sveitar-
sjóð og færi svo þaðan út aftur og
þannig væri hann einnig „greiddur úr
sveitarsjóði". Hins vegar kvaðst hann
framvegis aðeins mundu færa upp það,
sem hreppurinn sjálfur legði út, fyrst
þetta væri ekki talið heimilt. Við þetta
var nú látið sitja og skýrsla oddvitans
leiðrétt um þessa skekkju.
Hitt dæmið er um „kennaralaun“ og
er þessu hliðstætt. Þar var .gerð tilraun
til þess að færa á skýrsluna öll laun
kennaranna, ■—■ lika þann hlutann, sem
ríkissjóður greiðir, — og er það sýnu
verra að því leyti, að sá hlutinn kemur
aldrei í sveitarsjóðinn og fer því aldrei
út aftur. Var þetta nú leiðrétt. Rétt er
að taka það skýrt fram, að ekki má færa
á jöfnunarskýrslurnar það af ellilaun-
unum, sem Tryggingarstofnun ríkisins
greiðir, né þann hlutann af kennaralaun-
unum, sem ríkissjóður greiðir.
Þetta er líka með öllu tilgangslaust,
því við höfum hjá Tryggingarstofnuninni
og fræðslumálastjóra gögn til að fullvissa
okkur um þetta hvort tveggja og leiðrétt-
um skýrslurnar samkvæmt því, ef eitt-
hvað er við þær að athuga hvað þessi at-
riði snertir.
Langt um verra er það þó, þegar fá-
tækraframfærslan sjálf er skakkt upp
gefin, eins og því miður hefur komið
fyrir og það um verulegar upphæðir. Ég
á lítinn kost þess að ganga úr skugga
um, hvort svo sé, fyrr en endurskoð-
aöir reikningar sveitarfélaganna hafa
borizt til Hagstofunnar, sem lánar mér
þá til þessa samanburðar.
En þó takast megi eitt sinn að draga
sér þannig með röngu einhverja upphæð
af jöfnunarfénu, kemur þetta síðar í ljós,
og verður þá hin ofgreidda upphæð tekin
af jöfnunarfé sveitarfélagsins, sem það
þá kannske þolir illa, að skert verði. En
auk þess mun ávallt siðar verða litið með
tortryggni á skýrslur slíks sveitarfélags
og dregin afhending jöfnunarfjár þess,
þar til hægt hefur verið að framkvæma
samanburð við reikninga þess.
Þó ég hafi orðið svo margorður um
þetta, er það ekki af því, að mikil brögð
séu að þessu, sem betur fer. Hitt er
ástæðan, að þetta á ekki og má ekki koma
fyrir.