Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 49
SVEITARSTJÓRNARMÁL 45 en margir kannast þó við söguna, sem kunn varð um stúlkuaumingja, er komið var fyrir í aði’a sveit og bundin var á bás í fjósinu, meðan allir af heimilinu fóru til kirkju. Svona getur hugsunarleysið gengið langt. Ofan á öll vandræðin ineð að ráðstafa slíku fólki sem þessu bætist svo að kalla ávallt það, að þessir þurfamenn eru allra dýrastir þeirra, sem á framfærslu eru. Dæmi eru þess, og þau alveg ný, að hreppur fær ekki risið undir kostnaðin- um af einum slíkum manni. Enn hefur ekki fengizt vissa fyrir því, hversu marg- ir vandræðamenn eru hér á landi á veg- um sveitarstjórna, en líklegt er, af laus- legum athugunum, að þeir a. m. k., sem mjög erfiðir eru og kostnaðarsamir, séu ekki undir 80—100, en líklega eru þeir nokkru fleiri. Þá er og fólk þessarar tegundar, sem er á vegum foreldra eða annarra nákom- inna ættingja og enginn veit um, hve margt er. Ber allt að sama brunni, hvernig sem á málið er litið, að engir styrkþegar eru eða verða jafnilla settir sem vandræða- fólkið hvað það sjálft snertir, engir styrkþegar kosta sveitarfélögin meira en þeir og engir, sem öllum almenningi i byggðarlaginu er vandlifaðra í sambúð við. Hitt er jafnauðsætt, að heilbrigðis- löggjöfin mun aldrei skipta sér af fólki þessu, fyrr en vandræðamennskan annað- hvort hefur lcitt til sjúkdóma eða ágerzt svo, að brjálsemi yrði úr. Skólalöggjöfin sinnir ekki heldur fólki þessu að neinu verulegu leyti, nema með- an það er á barnsaldri, og er nú þegar til hæli fyrir vanþroskuð börn, sem vitan- lega verða að vandræðafólki, ef ekki tekst að hjálpa þeim til fulls þroska þar, sé enginn staður fyrir þau, er þau koma þaðan sem fullvaxið fólk. Hefur allt verið unnið fyrir gýg, sem gert var á barris- og unglingsárum þeirra. Verður að sjálf- sögðu haldið áfram með rekstur þessa barnahælis og það styrkt eða yfirtekið af ríkinu, ef það verður talið æskilegra. Hér á eftir verður aðeins fjallað um lausn þessa máls að því er fullorðna snertir, því að ekki kemur til mála að' hafa á sama hæli fávita börn og fullorðna vand- ræðamenn. III. En cr þá hægt að gera nokkuð fyrir vandræðafólkiði? Hingað tif' hefur það ekki tekizt, a. m. k. ekld að neinu ráði. Á Alþingi 1934 flutti frú Guðrún Lárus- dóttir, landskjörinn þm., frumvarp til laga um fávitahæli. Það frumvarp varð Iítið breytt að lögum 1936. Gerir það ráð fyrir, að ríkið komi upp hælum fyrir fá- vita, en svo virðist hún kalla það fólk, sem ég hér nefni vandræðafólk. Er af öllu augljóst, að hún hefur þar fyrst og fremst fyrir augum fávitabörn og unglinga. Er það augljóslega rétt stefna að reyna í æsku að leysa vandræði þessara aumingja, el' þess er nokkur kost- ur, enda verið nokkuð reynt nú síðari árin, þó að allt of lílil rækt hafi verið við það lögð. En reynslan er sú, bæði hér og annars staðar, að mjög fáum fávitabörn- um verður hjálpað til svo mikils þroska, að þau geti af eigin rammleik eftir það bjargazt í lífinu. Lögin um fávitahæli hafa enn ekki komiQ til framkvæmda, nema að litlu leyti að því er börn snertir. Allar fram- kvæmdir, er lúta að því að koma upp hæli fyrir fullorðna fávita, eða hið eigin- lega vandræðafólk, hafa setið á hakan- um. Stafar þetta af því, sem áður er sagt, að þetta fólk fellur fyrir utan ramma allrar heilbrigðis- og fræðslulöggjafar þjóðarinnar. Enda segir frú Guðrún Lárusdóttir svo í ræðu sinni, er hún flutti frumvarpið: „Fer afar illa á því, að þau börn þjóðarinnar, sem ef til vill hafa mesta þörf á skjóli laganna, fari þess svo mjög á mis sem raun er á með fá- vitana“. Fram til síðari ára heyrði blinda fólk- ið og mállausa þessum flokki til. Nú hef- ur tekizt að hjálpa því verulega, velflestu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.