Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 47
SVEITARSTJÓRNARMÁL
43
innheimtu jiessara skulda hjá öðr-
um sveitarfélögum, nema sannað sé,
að sveitarfélag það, sem styrkinn
hefur lagt út, hafi gert tilraunir til
að fá hann endurgreiddan beint, eða
án milligöngu ráðuneytisins, og svar
sveitarfélags þess, sem krafið er,
liggi fyrir. Vanræki sveitarfélagið,
sem krafið er, að svara slikri kröfu,
svo réttur þess til að mótmæla tap-
ist, verður það talin fullnægjandi
tilraun til innheimtu af hálfu þess
sveitarfélags, sem kröfuna á.
3. Til þess að auðvelda framkvæmd
þessa ákvæðis, vill ráðuneytið leggja
fyrir sveitarstjórnirnar að gera við
hver áramót upp viðskipti þessi milli
sveitarfélaganna, þannig að þær
kröfur, sem myndazt hafa frá 12.
febrúar 1940 til ársloka það ár og
ekki hafa verið greiddar, verði tekn-
ar saman á sérstaka slcýrslu, og
fylgi henni sönnunargögn þau, sem
krafizt er, og verði krafan þannig
send til eftirlitsmanns sveitarstjórn-
armálefna fyrir 1. júní nú í ár.
Verði sama regla síðan viðhöfð
eftirleiðis, að ríkissjóður verði ekki
krafinn ábyrgðar sinnar fyrir þess-
um viðskiptum sveitarfélaganna,
fyrr en að árinu liðnu og þá á þann
hátt, sem að ofan segir.
Jöfnunarfé sveitarfélaganna verð-
ur notað til greiðslu á þessum við-
skiptum þeirra, og því er rétt, að
kröfurnar berist um líkt leyti og
skýrslur sveitarfélaganna um fá-
tækraframfærslu þeirra berast
hingað.
Að lokum skal það tekið fram og á
það lögð sérstök' áherzla, að þó ákvæði
þessi um ábyrgð ríkissjóðs á viðskiptum
sveitarfélaga hafi verið lögleidd, her
vitanlega að líta á það fyrst og fremst
sem tryggingu hins opinbera fyrir því,
að skuld, sem eitt sveitarfélag tekur á
sig vegna annars, án þess að geta tryggt
sér endurgreiðslu, tapist ekki, en hins
vegar ber hverju sveitarfélagi að gera
allt, sem í þess valdi stendur, til að inn-
heimta slikar kröfur sjálft og ekki grípa
til þess að leita aðstoðar ríkissjóðs um
innheimtu á þeim, fyrr en aðrar leiðir
eru lokaðar.
Stefán Jóli. Stefánsson.
Vigfús Einarsson.
Stækkun Mýrasýslu.
Á sýslufundi Mýrasýslu, sem haldinn
var í Borgarnesi 6. maí s. 1., var sam-
þykkt svofelld ályktun:
„Þar sem vitað er, að fyrir Alþingi
liggur frumvarp til laga um að Akranes
fái bæjarréttindi og losni þannig úr
tengslum við Borgarfjarðarsýslu, telur
sýslunefnd Mýrasýslu rétt, að tekið sé til
athugunar, hvort eigi væri rétt, að fimm
hreppar Borgarfjarðarsýslu ofan Skarðs-
heiðar sameinuðust Mýrasýslu. Má í því
sambandi benda á, að landfræðilega og
verzlunarlega virðist eðlilegt, að Borgar-
fjarðarhérað frá Skarðsheiði að Hitará
myndi eitt sýslufélag.“
Þeir fimm hreppar, sem sýslunefnd
Mýrasýslu vill fá lagða til sýslunnar,
eru: Andakílshreppur, Skorradalshrepp-
ur, Lundarreykjadalshreppur, Reykholts-
dalshreppur og Hálsahreppur. Ef breyt-
ing þessi yrði gerð, mundu eftir verða í
Borgarfjarðarsýslu einir fjórir hreppar,
þ. e. Strandarhreppur, Skilmannahrepp-
ur, Innri-Akraneshreppur og Leirár- og
Melahreppur. Akraneskauptún fær hæj-
arréttindi frá næstu áramótum og telst
eftir það ekki til sýslunnar.
Næði hreyting þessi fram að ganga,
yrði Borgarfjarðarsýsla þriðja minnsta
sýsla landsins. Minni eru Hnappadals-
sýsla og Kjósarsýsla, sem aðeins hafa
þrjá hreppa hvor.