Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Blaðsíða 68
64
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Byggingarmál kaupstaðanna er því við-
fangsefni, sem á næstunni verður að
gefa miklu meiri gaum að en hingað til
hefur verið gert, og mun því máli verða
hreyft hér í ritinu innan skamms og þá
hent á þær leiðir, sem beinast liggur við,
að farnar verði til þess að ráða bót á hús-
næðisvandræðum liinna stærri kaupstaða
og kauptúna.
„Sveitarstjórnarmál“.
í formálanum fyrir riti þessu er lítil-
lcga vikið að tilgangi þess, en hann er
aðallega sá, að skapa hér á landi mál-
gagn, er flutt geti greinar, skýrslur,
fréttir og annan fróðleik, er þá menn
varðar sérstaklega, er sveitarstjórnarmál
hafa með höndum. Það torveldar mönn-
um mjög að fylgjast vel með í þessum
efnum, að hvergi er greiður aðgangur
að opinherum skýrslum um málefni
sveitarfélaganna, og þær fáu yfirlits-
greinar, sem um þau kunna að birtast í
dagblöðunum, hverfa og glatast með
þeim. Hvergi er heldur til vettvangur,
sem þeir menn, er nýmæli hafa fram að
hera í sveitarstjórnarmálum, geti flutt
mál sitt á, án þess pólitískt verði á það
litið, og aðrir mætt þeim til andsvara og
gagnrýni. Ef að er gætt, er það líka svo,
að á undanförnum árum hafa aðeins
birzt i hlöðum eða tímaritum sárfáar
greinar um sveitarstjórnarmálefni og
þær komið fyrir augu fárra manna af
öllum þeim fjölda, er við þessi mál fæst.
Nú er það að komast á hér, sem fyrir
löngu er orðið víða erlendis, að hinar
einstöku stéttir eða hagsmunasamtök
hafa sin eigin málgögn,. sem eingöngu
fjalla um málefni stéttarinnar eða sam-
takanna. Er þetta vel farið. Mönnum
l'innst kannske tæpast hægt að kalla
sveitarstjórnarmenn sérstaka stétt, en
þeir eru þó hópur ínanna, sem sameigin-
leg áhugamál eignast þann tíma a. m. k.,
sem þeir gegna sveitarstjórnarstörfum.
Ætlun mín með riti þessu, ef þvi verð-
ur sæmilega tekið af sveitarstjórnar-
mönnum landsins, er sú, að safna saman
í því sem mestu af skýrslum og öðrum
fróðleik um öll þau mál, er sveitarfé-
lögin varðar, birta í því greinar um þau
efni og leiðbeiningar, svo að ritið geti
með tímanum orðið gagnleg bók þeim,
sem við þessi mál fást.
„Sveitarstjórnarmál“ munu koma út í
4 heftum árlega og verða minnst 200
blaðsíður árgangurinn. í ár verða þó
heftin ekki nema tvö, vegna þess hve
seint er byrjað. Kostar næsti árgangur
10 krónur, en þessi 5 krónur.
Bið ég þá, sem gerast vilja kaupendur
að ritinu, að senda áskriftarmiða þann,
sem því fylgir, útfylltan með fullu nafni,
heimilisfangi og þeirri póstafgreiðslu,
sem kaupandinn vill fá ritið sent til.
Sveitarstjórnarmenn á íslandi eru nú
nokkuð á annað þúsund, en auk þeirra
er fjöldi manna, sem starfa í ýmsum
nefndum liæ.jar- og hreppsfélaga, svo og
sýslunefndum, og má þyí gera ráð fyrir,
að rit þetta eigi erindi til allt að tvö þús-
und íslendinga, þótt engir kaupi það og
lesi aðrir en þeir, sem beinlínis hafa
málefni sveitarfélaganna með höndum.
Fyrir mér vakir einnig, eins og vikið
er nánar að á öðrum stað í riti þessu,
að takast megi að koma á fót félagsskap
með sveitarstjórnarmönnum í landinu, án
tillits til pólitískra skoðana þeirra, er hafi
það markmið að hafa áhrif á alla þá lög-
gjöf, sem um sveitarmálefni er sett, og
gæta á allan hátt hagsmuna sveitarfélag-
anna. Mundi félag þetta þá væntanlega
taka við ritinu og sjá um það framvegis.
Vænti ég þess, meðan ég gef ritið út, að
njóta sem beztrar samvinnu við alla, sem
við mál þessi fást og eitthvað vilja til
þeirra leggja opinberlega.
Félagsmálaráðherra hefur veitt dálít-
inn styrk til útkomu ritsins nú í ár, og
þakka ég honum þá hjálp.
Ritstjórinn.
Ríldsprentsmiðjan Gutenberg.