Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Side 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Side 7
SVEITARSTJ ÓRNAK M ÁI. 2!) sem heita cða hétu á miðöldum North- reppes og Southreppes. Norfolk ATar hcr- tckið og numið af norrænum víkingum.í II. í upphafi landnámsaldar, Jiegar tiltölu- Jega fáir menn höfðu setzt að á Islandi, var lítil |)örf l'vrir að mynda skipulegt þjóðfélag. Nýlendum þeim, sem mynduð- ust víðs vegar u.m landið, var fyrst í stað stjórnað af höfðingjunum, að svo miklu leyti sem á nokkurri stjórn þurfti að lialda. Deilur munu ekki hafa verið tíðar, því að landrýmið var nóg handa öllum og hver hafði nóg með að bjarga sér. Þetta sést greinilega á því, að allsherjar- ríki er ekki stofnað fyrr en árið 930, þeg- ar landið er orðið alhyggt. En jafnskjótt sem landið fór að hyggj- ast þurfti þó á ýmiss konar samtökum að halda. Að vísu bjó liver bóndi éit al' fvrir sig, óháður öllum öðrmn, og var ])ví í sjálfum húskapnu.m ekki mn ncina samvinnu að ræða meðal íslenzkra hænda, eins og t. d. meðal dönsku hænd- anna, sem hjuggu saman i þorpuin og yrktu jörðina i félagsskap. En löngu áður en allsherjarríki var stofnað, hafa ís- Ienzkir hændur þurft á samtökum að halda um fjallgöngur og fjárskil. Þegar sauðfénu fór að fjölga og landið að hyggj- ast, fór féð að leita lil fjalla á sumrin, og hefur þá þurft að skipuleggja leitir og fjallskil. Reynslan kenndi mönnum iljótt, að lieppilegasti tíininn til að fára í fvrstu lcit var i 22. viku su.mars, og hafa hændurnir komið sér saman um þann Lma injög snenmia. Samþykktir um tím- ann, þegar göngur áttu að hefjast, hafa orðið að ná til heilla héraða. Hin víð- lendu öræfi fslands hafa auðvitað í upp- hafi verið einskis eign, enda hel'ur eng- um dottið í hug að slá eign sinni á þau. En bændurnir urðu að skipta á milli sín öllu því svæði, sem þurfti að smala, og hal'a bændurnir úr ákveðnu.m hyggðar- lögum tekið tið sér að smala sérstök svæði og þá helzt þau, sein næsl þeim voru, og þar, sem fé þeirra gekk. í fyrstu, meðan landið var litið hyggt, hefur það verið skoðað sem óþægileg skylda að smala stórt landsvæði. í Árnessýslu liefur t. d. fé úr allri sýslunni runnið til fjall- anna og bændurnir af öllu svæðinu skipt á milli sin (iræfunum til fjallgangna. En er landið var orðið alhvggt og land- þrengsli fóru að gera vart við sig, liáfa l ændurnir fljótt orðið þess vísari, hve verðmæt Jiessi óbyggðu landsvæði voru. Menn voru skvldaðir lil :tð reka þangað geldfé sitt úr heimahögum, og nú varð skvldan til að smala ákveðið landsvæði að rétti lil upprekstrar þangað. Svæði ]>að, se.m hændurnir úr hverju hvggðar- lagi skuldhundu sig til að smala, varð að afrétti þeirra, og leyfðu þeir vitanlega ekki utanhyggðarmönnum upprekstur þangað. Svæðið varð þannig sameign þeirra. Ég hygg, að ])að megi telja víst, að áður en allsherjarríkið var inyndað, hal’i öllu landinu verið skipt niður í svæði eða umdæmi, sem hvert fyrir sig lnifði sain- tök um fjallskil. Þessi umdæmi voru nefnd hreppar. Víða á landinu liafði hver hreppur eðlileg takmörk, því að hann náði vfir eina hvggð, se.m skilin ■\ar frá öðrum hyggðum af fjöllum eða vötnum. Hvernig stendur ])á á því, að ])essi um- dæmi fengu nal'nið hreppar? Nafnið er hreint og heint yfirfært frá hreppunum i vikinganýlendunum, enda lá það mjög nærri, að svo væri gert. Hreppur hvers umdæmis er fengur sá af kvikfénaði, sem fæst í fjallgöngunni. Að göngunni lokinni er allt féð rekið i rétt og er þar skipt á milli eigendanna, og minnir slikt á skipting víkinga á ránsfeng sinu.m. Um- dæmið nefnist líka hreppur. Bezta ’sönn- unin fvrir því, að hreppar hafa verið t■ I frá þvi á landnámsöld, er eignarréttur hreppanna á afréttunum. Sá réttur er ævaforn, sem sjá má af lögunum. Er hann í fullu samræmi við venjur annarra ger- manskra þjóða á þeim tíma, þar sem ó-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.