Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Page 23
SVEITARSTJÓRNARMÁL Í5 Fjárhagsafkoma sveitarfélaganna 1940. Hér á eftir liirtist yfirlit yfir fjárhags- afkomu sveitarfélaganna 1940, og er það unnið á sama hátt og hin fyrri yfirlit, sem birt hafa verið í „Sveitarstjórnar- málum“ um þetta efni. Það er ljóst af yfirlitum um fjárhags- afkomu sveitarfélaganna árin 1938, 1939 og 1940, að afkoman er stórum batnandi. í árslok 1938 eru eignir samtals 49 millj. króna, en á árinu 1939 hækka þær um nær 3 millj. króna. og í árslok 1940 eru þær orðnar 56.5 millj. króna, eða hafa hækkað um 7.5 millj. króna síðan 1938. Eins og vænta má, eru eignirnar mest- ar í kaupstöðunum og eignaaukningin líka mest þar. Reykjavík ein á yfir 30 millj. króna eignir i árslok 1940, og nem- ur eignaaukningin frá árinu á undan 1% millj. króna. Þá eru eignir Akureyrar- kaupstaðar í árslok 1940 6.1 millj. kr., Hafnarfjarðarkaupstaðar 3.8 millj. kr., Siglufjarðarkaupstaðar 2.8 millj. kr., \Testmannaeyjakaupstaðar 1.5 millj. kr., ísafjarðarkaupstaðar 1.2 millj. kr., Seyð- isfjarðarkaupstaðar 0.7 millj. kr. og Nes- kaupstaðar 0.5 millj. kr. Eru þá eignirnar samtals í kaupstöðunum (8) 46.6 milljón krónur, og af því skuldláus eign 38 millj. króna. Samkvæmt þessu eiga kaupstaðirnir einir rúmlega Vs hluta allra eigna sveit- arfélaganna í landinu. Hin sveitarfélögin ö 11, að meðtöldum kauptúnunum, eiga eignir, sem nema 10 millj. króna. Við þessa eignaskýrslu sveitarfélag- anna er þó það að athuga, að mörg þeirra eiga og reka ýmis fyrirtæki, svo sem raf- stöðvar, hafnir, vatnsveitur o. fl. slikt, sem sérstakt reikningshald er um og ekki nærri alls staðar tekið með í eignaskýrsl- ur sveitarfélaganna. Einstaka sveitar- lelög reka auk þess umfangsmikla fram- leiðslustarfsemi, l. d. Hafnarfjarðarbær (bæjarútgerð), og eru þau l'yrirtæki ekki heldur tekin í eignaskýrslu þessa. Munu því eignir sveitarfélaganna vera miklu meiri en skýrslurriar sýna. I framtíðinni er fyrirhugað að bæta úr þessu, svo ekki verði um deilt, hver er hinn raunverulegi efnahagur sveitarfé- laganna í öllu laridinu. Um gkuldir sveitarfélaganna er það að segja, að þær eru i árslok 1940 um s'\ millj. kr. lægri en árið á undan. Að skuldirnar fara ekki lækkandi að sama skapi og eignaaukningin hefur farið hækkandi, stafar af því, að lán sveitar- félaganna flestra eru föst og til langs tíma með litlum afborgunum, og V.\ þeirra, eða um 7.6 millj. kr„ eru að mestu skuldir við eigin sjóði og féð bundið í hægt arðberandi fyrirtækjum. Ekki eru teknar upp i yfirlit þelta, frekar en yl'irlitin fyrir 1938 og 1939, gjalda megin afskriftir og afföll af tekj- um, afborganir af skuldum né „eigna- aukning", og ekki heldur tekna megin „eftirstöðvar l'rá fyrri árum“ né „lán tekin á árinu“. T e k j u r : 1. Tekjur af atvinnu- fyrirtækjum sveitar- lelaganna kr. 6 597 929 2. Skattar: a. Útsvör — 10 022 971 1). Fasteignaskattur 1 450 481 c. Hreppavegagjöld 57 133 d. Hundaskattur .. e. Hluti af sýslu- 12 880 vegaskatti f. Hluti af tekjusk. 8 305 og aðrir skattar . 257 217 3. Tekjur al' fasteignum 542 932 4. Vextir af peningum og verðbréfum .... —- 171 609 5. Endurgr. fátækrafé . 1 343 247 6. Tillag Tryggingar- stofnunar ríkisins til elli- og örorkubóta . 480 314

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.