Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Page 56

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1942, Page 56
78 SVEITARSTJÓUNARMÁL árið 2001, er ekki unnt að segja ineð vissu, en að líkindum mun hann þá verða orð- inn um 100 þúsund krónur, ef vextir verða þetta tímabil ekki lægri að jafnaöi en 5%. Hvort stofnandinn hefur af einhverju sérstöku tiiefni stofnað þennan sjóð, er ókunnugt. Hitt er augljóst af skipulags- skránni, að sjóðnum er ætlað það á- kveðna hlutverlc að el'Ia tilhneigingu sveitarstjórnanna til þess að biia skuld- laust, því það skilyrði er undirstrikað svo ákveðið, að ekki verður um villzt. „Þó skal aldrei neitt sveitarfélag, sem er i skuld, koma til greina við skiptinguna,“ segir stofnandinn. Sjóður þessi mun vera hinn eini sam- eiginlegi sjóður íslenzkra sveitarfélaga, sem til er, og er hann fyrir þeirra hluta sakir merkilegur, þótt ekki sé hann stór enn þá, og fyrir því þykir „Sveitarstjórn- armálum" rétt að geta hans nú, þegar honum hefur loks verið sett lögleg skipu- lagsskrá, og fer hún hér á eftir: Skipulagsskrú fyrir sjóðinn Stígur. 1. gr. Sjóðurinn Stígur er stofnaður með 400 kr„ sem leggjast eiga í aðaldeild Söfnun- arsjóðs Islands og ávaxtast þar. 2. gr. Vextir af sjóðnum leggjast jafnan allir við höfuðstólinn, en fyrsta ár hverrar aldar, fyrsta sinn árið 2001, má flytja helming þess, sem höfuðstóllinn, fvrir viðlagða vexti, hefur vaxið um á hinui næstliðnu öld, með vöxtum frá nýári, til skuldlausra sveitarfélaga, hreppa eða kaupstaða, samkvæmt því, er siðar segir. 3- gi-- Upphæð sú, er l'lytja má fyrsta ár liverrar aldar samkvæmt 2. gr„ skiptist, í fyrsta sinn, sem skipt er, milli sveitar- félaganna í Austur- og Vestur-Húna- vatnssýslu, en i annað sinri, sem skipt er, skiptist það, er flytja má, milli sveitar- lelaganna í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum ásamt Siglufirði og Akurevri. Á’ið hver aldamót eftir það skiptist upphæð sú, er flytja má, milli allra sveitarfélaga á íslandi. Þó skal aldrei neitt sveitarfélag, sem er í skuld, korua til greina við skiptinguna. 4. gr. Upphæð þeirri, sem eftir hver aldamót má flytja til sveitarfélága, skiptir stjórn- arráð íslands, ef það vill taka það að sér, milli þeirra, tiltölulega eftir mannfjölda í hverju sveitarfélagi, er í það sinn. kem- ur til greina við skiptinguna samkvæmt 3. gr. Stjórnarráðið gefur svo, áður en ár er liðið frá aldamótum, stjórn Söfnunar- sjóðsins skýrslu um, hversu mikið kemur í hlut hvers sveitarfélags. o. gr. Upphæð sú, er hverju sveitarfélagi hlotnast samkvæmt 4. gr„ flyzt með vöxtum frá aldamótunum yfir á nafn þess sem vaxtaeiganda í aðaldeild Söfn- unarsjóðsins með þeim skilmálum, að helmingur vaxtanna af þeirri upphæð og því, er við hana hætist, leggist árlega við höfuðstólinn, en hinn helmingur vaxt- anna fafli árlega til útborgunar til hlut- aðeigandi sveitarstjórnar. 6. gr. Nú leiðir stjórnarráð íslands í hyrjun einhverrar aldar hjá sér störf þau, sem þvi eru adluð í skipulagsskrá þessari, og ávaxtast sjóðurinn Stígur þá óhreyfður áfram í Söfnunarsjóðnum til næstu alda- móta. lieykjavik, 2. febrúar 1920. Eirikur tíriem. Myndin á kápusíðunni er af Sevðis- fjarðarkaupstað. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.