Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Qupperneq 15
SVEITARSTJÓRXARMÁL
11
jónsson, Akureyri. Gerði hnnn grein fyr-
ir tillögum fulltrúaráðs uin þau mál, en
þær voru þessar:
Tillögur um breytingar á sveitarstjórnar-
löggjöfinni.
Landsþing Sambands íslenzkra sveitar-
félaga samþykkir að beina þeirri áskorun
til Alþingis og ríkisstjórnar, að endur-
skoðun sveitarstjórnarlaganna verði
hraðað svo, að ný löggjöf um þau mái
gæti komið til framkvæmda í ársbyrjun
1949.
Landsþingið telur, að löggjöf sú, sem
er í gildi mn stjórn sveitarfélaga, sé i
mörguin greinum orðin úrelt og samsvari
ekki lengur þeim kröfum, sem gerðar eru
til sveitarfélaganna nú á timum, enda má
svo segja, að engin veruleg breyting hafi
orðið á þessari löggjöf um áratugi.
Landsþingið vill benda á eftirfarandi
alriði, sem það telur miklu máli skipta
við væntanlega endurskoðun:
1. Sett verði heildarlöggjöf um stjórn
allra sveitarfélaga, þannig að löggjöf
kaupstaða alira sé í einum bálki og
hreppsfélaga i öðrum.
2. Hreppsfélögum, sem fjölmenn eru,
verði veitt heimild til þess að ráða sér
framkvæmdastjóra, er taki við störf-
um oddvita að meslu leyti, og verði
starfssvið slíks manns í stærri kaup-
túnum svipað starfssviði bæjarstjóra
í kaupstöðum.
ö. Borgarstjórar, bæjarstjórar og fram-
kvæmdastjórar hreppsfélaga séu ráðn-
ir fastri ráðningu á svipaðan liátt og
embættismenn og starfsmenn ríkisins,
en ráðning þeirra ekki bundin við
kjörtimabil sveitarstjórnar, eins og nú
er.
4. Sýslunefndir verði lagðar niður sem
liður í sveitarstjórnarkerfinu, þar
sem þær eru nú þegar orðnar þýðing-
arlitlar í þeim efnum og samband
þeirra við sveitarfélögin næsta laus-
Iegt.
í þess stað verði landinu utan
höfuðstaðarins skipt i fjórðunga,
og komi í hverjum fjórðungi fjórð-
ungsþing, sem kosið sé til af öllum
sveitarfélögum í fjórðungnum, og sé
aðalreglan, að einn fulltrúi komi frá
hverju sveitarfélagi til sliks þings, en
þó kjósi fjölmennir kaupstaðir og
kauptún fleiri fulltrúa eftir nánari
reglum þar um í lögum. Fjórðungs-
þing kjósi fjórðungsstjórn, en rikis-
stjórn skipi sérstakan embættismann
fjórðungsstjóra — sem er yfir-
maður þessara mála i hyerjum fjórð-
ungi og fulltrúi ríkisins i fjórðungs-
stjórn.
Verkefni fjórðungsstjórnar og
fjórðungsþings verði einkum:
a. Þau málefni, sem nú eru hjá sýslu-
nefndum og ]>ykir ekki henta að
fela sveitarstjórnunum, svo sem
setning ýmissa reglugerða, fjall-
skil, markaskrár o. s. frv.
1). Vfirstjórn framfærslumála í fjórð-
ungnum, þ. á m. rekstur elliheim-
ila, fávitaheimila og hæla fvrir
vandræðafólk, í samráði við Trygg-
ingastofnun rikisins.
c. Samgöngumál öll innan fjórðungs-
ins, og skipti fjórðungsþing öllum
fjárframlögum, er Alþingi ákveður
til þeirra mála i fjórðungnum.
d. Heilbrigðismál. Skipting i læknis-
béruð innan fjórðungsins, rekstur
fjórðungssjúkrahúss og hvar lvfja-
búðir og læknisbústaðir skuli vera
o. s. frv., allt i samráði við vfir-
stjórn heilbrigðismálanna.
e. Hafnarmálefni i fjórðungnum i
samráði við yfirstjórn þeirra mála,
]). á m. bygging og skipulag nýrra
hafna, vita og annarra mannvirkja
vegna samgangna á sjó.
f. Skólamál önnur en barnafræðslan,
þ. á m. héraðsskólar, gagnfræða-
skólar, sérskólar ög námskeið i
ýmsum greinum, sem ekki er
beinlinis rekið af ríkinu.
g. Yfirstjórn fjárhagsmála sveitar-
félaganna i fjórðungnum og eftirlit