Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Síða 16
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL með þeim, sem nú er falið eftirlits- manni sveitarstjórnarmálefna. h. Skipulag raforkustöðva í fjórð- ungnum og sambandið milli þeirra, ]>. á m. skipting fjórðungsins i raf- orkusvæði i samráði við Raf- magnseftirlit ríkisins. Hér liafa verið taldir nokkrir hinna helztu málafloiíka, en miklu yrðu þeir fleiri í framkvæmd. • 'I'il þess að standa straum af útgjölduin sínum þvrftu fjórðungssjóðirnir allmikl- ar tekjur, og vrði að ákveða þær í lögum um tekjur sveitarfélaga eða sveitar- stjórnarlögunmn. Yrði þar að sjálfsögðu álöguréttur á sveitarfélag svipað því, sem sýslusjóðir hafa nú, en auk þess aðrar tekjur, sem með lögum vrðu til þeirra lagðar. Að lokinni framsögu var tillögunum visað til sveitarstjórnarlaganefndar, og verður þeirra getið siðar. I). Skipan löggæzlumála. Framsögu- inaður Þorleifur Jónsson, Hafnarfirði. Lagði hann eindregið til, að nokkur hreyting vrði á gerð um skipan þá, sem nú er á löggæzlumálunum. Einkum taldi hann rétt, að sá, sem fyrirskipunarrétt- inn hefði, greiddi einnig laun löggæzlu- mannanna. Svo hljóðandi tillögu fulltrúa- ráðs um skipun milliþinganefndar í þessu máli var visað til löggæzlumála- nefndar: Tillaga stjórnar og fulltrúaráðs um löggæzlumál. Landsþingið samþykkir, að kosin verði nú á þinginu þriggja manna riefnd, er taki til rækilegrar athugunar alla skipun löggæzlu i landinu, og skili hún áliti sinu i frumvarpsformi til stjórnar samhands- ins fyrir septemherlok 1947. E. Vandræðamannahæli. Framsögu- niaður var Ólafur B. Björnsson, Akra- nesi. Gerði hann glögga grein fyrir þörf- inni á því, að sliku hæli yrði komið upp. Tillögu fulltrúaráðs, er hér fer á eftir, um skipun milliþinganefndar í máli þessu var vísað tii allsherjarnefndar: Tillaga til fulltrúaráðs um undirbúning að stofnun hælis fyrir „vandræðafólk“. Landsþingið ályktar að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til þess að athuga og gera tillögur um eftirfarandi vanda- mál: 1. Safna skýrslum hvaðanæva af landinu uin það fólk, sem einu nafni er nefnt „vandræðafólk". 2. Að koma fram með rökstutt álit og tillögur um, á hvern hátt, livar og hvernig verði komið upp góðum heimilum fyrir þá aumingja, sem hér koma lil greina. Aliti sinu og tillögum skili nefndin til stjórnar sambandsins og fulltrúaráðs svo fljótl sem unnl er. F. Ýmsar tillögur frá stjórn og full- trúaráði. a. Erindrekstur og útbreiðsla. Fram- sögumaður var Karl Kristjánsson, Húsa- vik. Taldi hann nauðsyn til hera, að öll sveitarfélög landsins yrðu innan sam- bandsins, og mundi erindreki á vegum ]iess stuðla að því, að árangur næðist fyrr en ella. h. Samkomutími þings og fulltrúaráðs. Framsögumaður var Karl Kristjánsson, Húsavík. Gerði hann grein fvrir þörfinni á þeim hreytingum, sem fulltrúaráð Iegg- ur til, að gerðar verði í þeim hlutum. c. Samstarf sveitarfélaga í menningar- málum. Framsögumaður var Ólafur B. Björnsson, Akranesi, er gerði ýtarlega grein fvrir þörlinni á slíku samslarfi. d. Skemmtanaskattur. Framsögumaður Ólafur B. Björnsson, Akranesi. Mælti hann eindregið með þvi, að sveilarfélög- in fái i sinn hlut nokkuð af skemmtana- skattinum, þau sem liafa fleiri ibúa en 15 hundruð. Þeim fjórum tillögum, sem nú liafa verið taldar, var ölluni vísað til alls- herjarnefndar, og verður þeirra allra get- ið síðar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.