Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Side 20
16 SVEITARSTJÓRNARMÁL árlega skýrslu um starf sitt. Þar skal ekki aðeins gela þess, sem áunnizt hefur og hetur má fara, heldur og engu síður agnúa eða erfiðleika í starfinu. Slcal viðkomandi ráð gera tillögur til sambandsstjórnar, hversu með hvert eitt vandamál skuli fara, svo að stjórnin megi hafa það til hliðsjónar, er hún gerir tilraun til þess að leysa vandann. Ef þurfa þykir, setur stjórn og fulltrúa- ráð sambandsins frekari fyrirmæli i þessu skyni, svo sem þau, að ínenningar- ráðin leiti samstarfs og stuðnings hjá hinum ýmsu sjálfboða-menningarfélög- um, sem starfa víðsvegar í landinu. Ef úr yrði, að hin ýmsu sveitarfélög fengju íil umráða helming þess skemmt- anaskatts, sem hvarvetna fellur til, sýnist rétt að fela menningarráðum að gera ti I- lögur um, hvernig því fé verði bezt ráð- stafað í hverju tilfelli.“ 15. Sama nefnd skilaði áliti um tillögu um skemmtana- og veitingaskatt, og var lillagan samþykkt svo hljóðandi: „Landsþingið felur stjórninni að beita sér af alefli fyrir eftirfarandi breyting- um á lögum um skemmtana- og veitinga- skatt: 1. Að allur skemmtanaskattur, sem fellur (il ríkisins samkvæmt núgildandi lögum, - að frádregnu núverandi fram- lagi til lestrarfélaga og kennslukvik- mynda, skiptist til helminga milli rík- issjóðs og þess bvggðarlags, sem skattur- inn fellur til í. 2. Hluti ríkissjóðs renni framvegis til hyggingar og starfrækslu liins nýja þjóð- leikhúss. 3. Hluta hyggðarlaganna verði varið lil einhverra menningarmála i viðkomandi hyggðarlagi. 4. Að veitingaskattur falli allur og ó- skiptur lil þess sveitarfélags, sem hann er greiddur i.“ 1 (>. Sama nefnd skilaði áliti um tillögu varðandi hæli fyrir vandræðafólk. Tillag- an var samþykkt, og var hún þannig: „Landsþingið ályktar að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til þess að athuga og gera tillögur um eftirfarandi vanda- mál: 1. Safna skýrslum hvaðanæva af land- inu um það fólk, sem einu nafni er nefnt „vandræðafólk“. 2. Að koma fram með rökstutt álit og tillögur um, á hvern hátt, hvar og hvernig verði komið upp góðum heimilum fyrir þá, sem liér koma til greina. Áliti sínu og tillögum skili nefndin til stjórnar sámbandsins og fulltrúaráðs svo fljótt sem unnt er.“ Fundarhlé kl. 4—5. 17. Sveitarstjórnarlaganefnd skilaði á- lili. Framsögumaður Karl Kristjánsson, Húsavík. Eftir nokkrar umræður var samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Landsþing Samhands ísl. sveitarfélaga 1946 lýsir vfir því, að það telur ýtarlega endurskoðun á sveitarstjórnarlöggjöfinni tímahæra og nauðsynlega. Telur landsþingið tillögur þær, sem fulllrúaráðið lagði fyrir það um hrevting- ar á löggjöfinni, mikillar athvgli verðar. Felur landsþingið stjórn sambandsins að athuga þessar tillögur og endurskoða. Um megintillögu þá að skipta landinu, utan Reykjavíkur, í fjórðunga tekur landsþingið sérstaklega fram, að til þess að kynna stefnu þá, er í tillögunni felst, og kanna fylgi hennar, telur það rétt, að sambandssljórnin stofni lil fulltrúafunda I)a*ði í Sunnlendingafjórðungi og' Yesl- firðingafjórðungi, hliðstæðra þeim full- trúaíundum, er nú þegar hafa fjallað um málið i Norðlendingafjórðungi og Aust- firðingafjórðungi. Að undangenginni slikri meðferð semji stjórnin álit og tillögur, er sendist til um- sagiiar sveitar- og hæjarstjórnum og sýslunefndum í Iandinu. Siðan leggisl málið fyrir fulltrúaráð sambandsins 1947 og landsþing, sem væntanlega kemur saman 1948.“ 18. Útsvarslaganefnd skilaði áliti og tillögum. Framsögumaður var Helgi

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.