Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Page 21
SVEITARSTJ ÓRNARMAL
17
Hanriesson, ísafirði. Um tillögurnar urðu
allmiklar umræður, og komu fram all-
margar breytingartillögur. Að lokum var
samþykkt svo hljóðandi lillaga með 15
atkv. gegn 14:
„Landsþingið felur stjórninni að at-
huga rækilega málið um tekjuöflun sveit-
arfélaganna og endurskoðun útsvarslag-
anna í ljósi þeirra tillagna, breytingartil-
lagna og umræðna, sem fram fóru uin
þetta mál á þinginu. Að þeirri rækilegu
athugun lokinni verði málið lagt fyrir
fulltrúaráð, sem taki uin það frekari á-
kvarðanir.“
Tillögumaður var Ólafur B. Björnsson,
Akranesi.
19. Allsherjarnefnd skilaði áliti um til-
lögu varðandi innheimtu opinberra
gjalda. Tillagan var samþykkt, og var
hún þannig:
„Landsþingið felur stjórn sinni að
vinna að því nú þegar við ríkisstjórn og
Alþingi, að setl verði sérstök lög mn sam-
eiginlega innheimtu opinberra gjalda, er
dragi úr þeirri margskiplingu, sem nú er
á þeirri innheimtu.“
20. Sama nefnd skilaði álili um til-
lögu varðandi meðlagsgreiðslur vegna
setuliðsbarna. Samþykkt var svo bljóð-
andi tillaga:
„Nú eru mikil brögð að því, að ekki séu
greidd barnsmeðlög vegna erlendra selu-
liðsmanna. Skorar landsþingið því á
ríkisstjórn og Alþingi að vaka vel yfir
hagsmunum ríkisins og sveitarfélaganna
i þessu cfni, með þvi að fullsemja um
þessi mál við viðkomandi riki.“
21. Sama nefnd skilaði áliti um tillögu
varðandi samræmingu á launakjörum
fastra starfsmanna sveitarfélaganna.
Samþykkt var svo hljóðandi lillaga:
„Landsþingið samþykkir að fela sam-
bandsstjórn og fulltrúaráði að hlutast til
um það við þær bæjar- og sveitarstjórnir
innan sambandsins, sem fast starfsfólk
liafa í þjónustu sinni, að þær hefji sin á
milli samvinnu um samræmingu á launa-
kjörum, hlunnindum og öllum aðbúnaði
þessa fólks.“
22. Enn skilaði sama nefnd áliti um lil-
lögu varðandi lán til skólabvgginga. Sam-
þykkt var svo hljóðandi tillaga:
„Með hinni nýju fræðslulöggjöf eru
sveitarfélögunum lagðar miklar fjár-
hagsbyrðar á herðar, með byggingu og
búnaði hinna ýmsu skóla, t. d. gagnfræða-
skóla.
Telur landsþingið óhugsandi, að sveit-
arfélögin fái komið þessu i framkvæmd
svo sem þörf krefur og lögin gera ráð
lyrir, og skorar á stjórn sambandsins að
undirbúa tillögu um fyrirgreiðslu ríkis-
ins um fjáröflun sveitarfélaganna í þessu
skyni.“
23. Þá skilaði og sama nefnd áliti um
tillögur varðandi gjaldeyris- og innfhun-
ingsleyfi fyrir rafmagnstæki. Svo bljóð-
andi tillaga A’ar samþykkt:
„Á síðustu árum hafa rafveitukerfi
landsins þanizt út og það vakið miklar
vonir manna á mörgum sviðum. Upp á
síðkastið varpar það miklum skugga á
þessar vonir, hve gjaldeyrir er numinn
við nögl til kaupa á nauðsynlegum tælcj-
um. Skorar landsþingið því á gjaldeyris-
yfirvöidin að bæta hér úr bráðri nauð-
syn og veita þeim liæjar- og sveitarfélög-
um, sem til þess hafa ríka þörf, nægjan-
legan gjaldeyri fyrir nauðsynleguslu
tækjum lil almennra heimilisnota."
24. Enn skilaði allsherjarnefnd áliti uin
tillögu varðandi einkarétt hafnarsjóða á
skipaafgreiðslu. í því máli bar nefndin
fram svo lrijóðandi tillögu, sem var sam-
þykkt:
„Tveir fulltrúar úr Vestmannaeyjum
óska þess, að sambandið beiti sér fyrir
lagasetningu um einkarétt einstakra
hafnasjóða til að annast skipaafgreiðslu.
Þar sem hér er um að ræða algert ný-
mæli í lagasetningu, og tillagan, sem að-
eins er tvær linur, segir ekkert um nauð-
syn viðkomandi né viðhorf eða rökstuðn-
ing fyrir slíku nýmæli, telur landsþingið
ekki hægt að sinna jiessu máli án frek-