Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 46
42 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL Tilkynning um bætur sainkvæmt lögum um almannatryggingar. Þeir, sem telja sig öðlasl rétt til bóta samkvæml hinum nýju lögum um al- mannatryggingar á árinu 1947, skulu senda umboðsmönnum Tryggingastofnunar- innar umsóknir sínar. hver í sinu umdæmi. Umboðsinenn nfhenda eyðublöð undir umsóknirnar og aðstoða við úlfyllingu þeirra. Auk áður auglýstra bötategunda greiðist fæðingarstyrkur og ekkjubætur frá og með 1. jan. 1947. Fæðingarstyrkur greiðisl við hverja barnsfæðingu. Er hann mismunandi eftir því, hvort móðirin verður fvrir kaupmissi vegna fæðingarínnar eða eigi. Styrkur þessi skerðir eigi þann styrk, er sjúkrasamlögin greiða. Ekkjubætur greiðast við fráfall eigimnanns eða manns, sem konan bjó með, í síðara tilvikinu þó því aðeins, að sambúðin hafi staðið í ö ár, ef hún er barnlaus, en ella í 2 ár. Ekkjubætur greiðast í 12 mánuði, ef ekkjan hefur á framfæri sínu börn sín innan 1(5 ára, ella aðeins í ö mánuði. Þær konur, sem urðu ekkjur á árinu 1940, eiga rétt til bóta, samsvarandi þeim tima, sem á kann að vanta, að 3 eða 12 mánuðir séu liðnir frá láti mannsins þann 1. janúar 1947. Rélt til bóta, sem áður hafa verið auglýstar, öðlast menn sem hér segir, þó með þeim takmörkunum, er lögin ákveða: Til ellilífeyris eftir fullnaðan 67 ára aldur. Til örorkulífeyris, er menn hafa misst a. m. k. 7ö% starfsorku sinnar, enda sé um varanlega örorku að ræða. Til barnalífeyris, er fvrirvinnan l'ellur frá, verður 67 ára eða a. m. k. 75% öryrki. Ógiftar mæður og fráskildar, sem hafa úrskurð um meðlag með börnum sínum, geta og snúið sér til Tryggingastofnunarinnar og fengið lífeyrinn greiddan þar. Til fjölskyldubóta, þegar börn verða 4 eða fleiri í fjölskyldu. Um framangreinda 4 bótaflokka er fyllri upplýsingar að finna í auglýsingu \orri frá 14. okt. s. 1., og er hún til sérprentuð hjá umboðsmönnum stofnunarinnar. Fæðingarvottorð, örorkuvottorð, dánarvottorð og lífsvottorð skulu fylgja um- sóknunum, eftir því sem við á. Jafnframt skal umsækjandi sýna trvggingarskir- leini með kvittun fyrir áföllnum iðgjöldum. I kaupstöðum hafa sjúkrasamlögin með höndum umboðsstörf fvrir Trygg- ingastofnunina (á Seyðisfirði og ísafirði þó bæjarfógetarnir), í Bolungavík og Keflavík lögreglustjórarnir, en annars staðar sýslumenn eða umboðsmenn þeirra í hreppunum. Reykjavík, 10. janúar 1947. Tryg'gingastofnun ríkisins.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.