Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1951, Síða 22
18 SVEITARSTJÓRNARMÁL um námskeiðum fyrir þá menn, yngri og eldri, sem hyggjast að taka að sér sveitar- stjómarstörf, eða hafa orðið að taka þau að sér, en finna hjá sér vanmátt til að gegna þeim svo vel sé. Gæti bréfaskóli ef til vill komið þar að verulegu liði. Mér hefur verið það óblandin ánægja að vera með í þessum samtökum, og ég finn hið innra með mér að starf mitt að þeim er ein- hver ánægjulegasti þátturinn í allri minni þátttöku í opinberu lífi. Nú finn ég einnig, að mér ber að hætta formennsku í þessum samtökum. Hún fær varla samrýmst því embætti sem ég gegni. Ég vil því tjá ykkur það nú, að ég sé mér ekki fært að taka við kjöri á ný, sem formaður í sambandinu þótt þess yrði leitað, enda er nú svo komið að sambandið á mörgum dug- andi og öruggum mönnum á að skipa, sem færir eru að taka við stjómarformennskunni. Hún er nú einnig mun léttari en áður var, meðan sambandið hafði hvorki eigin skrif- stofu né starfsmann. Við höfum enn sem fyrr fylgt þeirri reglu í stjórn sambandsins, að gera sem minnst að því að auglýsa afrek okkar fyrir almenningi, enda ekki af miklu að státa. Hins vænti ég þó, að þau verk, sem við höfum unnið, og þar sem við höfurn eitthvað komið við sögu, þá liafi það reynzt gert af fullum heilindum og með hag sveitarfélaganna og þjóðfélags- heildarinnar fyrir augum. Skýrsla fonnanns var útbýtt prentari til fundarmanna ásamt dagskrá, fulltrúa- og félagatali svo og reikningum sambands- ins og Sveitarstjórnarmála. 7. Reikningar Sambands ísl. sveitarfélaga 1948 og 1949 og Sveitarstjórnarmála. Eiríkur Pálsson, framkvæmdarstjóri, las upp og lagði frarn reikninga þessa og höfðu þeir verið endurskoðaðir. Ársreilaiín^ur Sambands íslenzkra sveitarfélaga fyrir árið 1948. T ekjur: 1. í sjóði 1. jan. 1948 ...................................... kr. 44.561.32 2. Ársgjöld frá 1947 ............................................. — 3.811.80 3. Ársgjöld 1948 ................................................. — 27.616.00 4. Jöfnunarsjóður vegna Sveitarstjórnarmála ...................... — 8.000.00 5 Vextir .......................................................... — 1.339.79 Samtals kr. 85.328.91

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.